Lífið

Kelly Clarkson: Þegar ég var sem grennst langaði mig að deyja

Stefán Árni Pálsson skrifar
Myndin hér til vinstri er nokkuð nýleg af söngkonunni en myndin til hægri er rúmlega áratugar gömul.
Myndin hér til vinstri er nokkuð nýleg af söngkonunni en myndin til hægri er rúmlega áratugar gömul.
Tónlistarkonan Kelly Clarkson var það óhamingjusöm þegar hún var grönn að hana langaði að svipta sig lífi.

Þetta segir hún í viðtali við tímaritið Attitude en söngkonan hefur lengi vel barist við aukakílóin.

„Þegar ég var sem grennst langaði mig að drepa mig. Mér leið skelfilega með sjálfan mig og þetta gekk á í um fjögur ár,“ segir Clarkson.

Hún segir að háttsettir aðilar í kringum hana hafi kvatt hana til að halda sér í góðu formi og reyna að líkjast meira Britney Spears og Christina Aguilera.

„Ég hélt að eina leiðin út væri að gefast upp. Þetta var myrkur tími fyrir mig.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×