Þjóðaratkvæðagreiðsla um Evrópusambandsaðild ekki forgangsmál hjá Vinstri grænum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 23. október 2017 20:02 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, segir þjóðaratkvæðagreiðslu ekki vera í forgangi hjá flokknum en hún muni þó aldrei standa í vegi fyrir því hugsanleg aðild verði lögð í dóm þjóðarinnar. Vísir/Hanna „Við viljum ekki sækja um aðild að ESB en við höfum sagt að við erum reiðubúin að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og reyndar höfum við sagt að það sé eðlilegt ef áhugi er á því,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í samtali við Vísi.Spurningalisti á vegum Bændablaðsins, sem borinn var undir fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem bjóða sig fram til Alþingiskosninga, hefur víða verið deilt í netheimum. Fáeinar spurningar voru lagðar fyrir fulltrúana en einungis var í boði að svara með orðunum „já“, „nei“ eða „hlutlaus“. Vakti það athygli margra að fulltrúi Vinstri grænna sagðist ekki hafa í hyggju að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að ESB á kjörtímabilinu. „Það er alveg á hreinu af okkar hálfu að við leggjumst alls ekki gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB,“ segir Katrín sem bendir á að það sé jafnframt ekki stefnumál Vinstri grænna að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi þess að flokkurinn vilji ekki aðild. Katrín segir þó að hún muni aldrei standa í vegi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, sé viljinn fyrir hendi hjá almenningi.Hún yrði þó haldin á þessu kjörtímabili ef þið verðið í ríkisstjórn, er það ekki rétt skilið?„Við höfum sagt að það sé bara eitthvað sem við séum opin fyrir að ræða. Það er ekki á okkar stefnu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu af því við viljum ekki fara inn en við erum tilbúin til þess og munum aldrei leggja stein í götu þess.“Það fer þá kannski frekar eftir því hvað kemur út úr þessum stjórnarmyndunarviðræðum?„Já, mér finnst þetta vera svona samkomulagsatriði í stjórnarmyndunarviðræðum og ég ímynda mér að allir flokkar séu sammála um það að það sé mikilvægt að horfa til stöðunnar í Evrópu,“ segir Katrín sem bendir á að staðan í Evrópusambandinu sé mjög óljós nú um mundir meðal annars vegna útgöngu Breta. Katrín segist ekki vera hrædd við að leggja hugsanlega aðild fyrir kjósendur, það sé eðlilegt ef Íslendingar vilji leggja í þann leiðangur á nýjan leik. „Við höfum ekki sagt að það sé forgangsmál að gera það en það mun ekki standa á okkur í því. Við leggjumst að sjálfsögðu ekki gegn því að það verði leitað til þjóðarinnar,“ segir Katrín. Kosningar 2017 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira
„Við viljum ekki sækja um aðild að ESB en við höfum sagt að við erum reiðubúin að halda þjóðaratkvæðagreiðslu og reyndar höfum við sagt að það sé eðlilegt ef áhugi er á því,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs í samtali við Vísi.Spurningalisti á vegum Bændablaðsins, sem borinn var undir fulltrúa stjórnmálaflokkanna sem bjóða sig fram til Alþingiskosninga, hefur víða verið deilt í netheimum. Fáeinar spurningar voru lagðar fyrir fulltrúana en einungis var í boði að svara með orðunum „já“, „nei“ eða „hlutlaus“. Vakti það athygli margra að fulltrúi Vinstri grænna sagðist ekki hafa í hyggju að halda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn Íslands að ESB á kjörtímabilinu. „Það er alveg á hreinu af okkar hálfu að við leggjumst alls ekki gegn þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB,“ segir Katrín sem bendir á að það sé jafnframt ekki stefnumál Vinstri grænna að halda slíka þjóðaratkvæðagreiðslu í ljósi þess að flokkurinn vilji ekki aðild. Katrín segir þó að hún muni aldrei standa í vegi fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu, sé viljinn fyrir hendi hjá almenningi.Hún yrði þó haldin á þessu kjörtímabili ef þið verðið í ríkisstjórn, er það ekki rétt skilið?„Við höfum sagt að það sé bara eitthvað sem við séum opin fyrir að ræða. Það er ekki á okkar stefnu að halda þjóðaratkvæðagreiðslu af því við viljum ekki fara inn en við erum tilbúin til þess og munum aldrei leggja stein í götu þess.“Það fer þá kannski frekar eftir því hvað kemur út úr þessum stjórnarmyndunarviðræðum?„Já, mér finnst þetta vera svona samkomulagsatriði í stjórnarmyndunarviðræðum og ég ímynda mér að allir flokkar séu sammála um það að það sé mikilvægt að horfa til stöðunnar í Evrópu,“ segir Katrín sem bendir á að staðan í Evrópusambandinu sé mjög óljós nú um mundir meðal annars vegna útgöngu Breta. Katrín segist ekki vera hrædd við að leggja hugsanlega aðild fyrir kjósendur, það sé eðlilegt ef Íslendingar vilji leggja í þann leiðangur á nýjan leik. „Við höfum ekki sagt að það sé forgangsmál að gera það en það mun ekki standa á okkur í því. Við leggjumst að sjálfsögðu ekki gegn því að það verði leitað til þjóðarinnar,“ segir Katrín.
Kosningar 2017 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Hviður yfir 40 metra á sekúndu á morgun Veður Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Um 500 nýjar íbúðir byggðar í Árnesi í Skeiða- og Gnúpverjahreppi Grænlendingar í sókn frekar en vörn þökk sé Trump Þung staða og „ekki hægt að útiloka“ verkföll í fyrramálið Hvað þýðir tollastríð Trumps fyrir Ísland? Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Sjá meira