Oddviti Dögunar: „Eigum alla möguleika að ná inn fólki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 23. október 2017 00:00 Ragnhildur L. Guðmundsdóttir er oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Vísir/Anton Brink Dögun á alla möguleika á því að ná inn fólki á þing þrátt fyrir að mælast með undir 1 prósent fylgi. Þetta segir Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Hún segir skoðanakannanir ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Ragnhildur var gestur lokaþáttar Kosningaspjalls Vísis í dag. „Eigum alla möguleika á ná inn fólki en til þess þarf fólk að kjósa. Skoðanakannanir eru kannski ekki að sýna rétta mynd. Hverjir eru spurðir, á hvaða tíma og út frá hvaða forsendum. Við höfum ekki verið mikið í umræðunni, ekki verið mikið í fjölmiðlum. Það er allt í áttina núna,“ sagði Ragnhildur. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn 1,7 prósent atkvæða og náði ekki manni inn á þing. Í þetta sinn býður flokkurinn aðeins fram í Suðurkjördæmi. Ragnhildur segir rætt hafi verið aðra flokka um samstarf, þar á meðal við Sósíalistaflokkinn sem tekur ekki þátt í kosningunum. Þá var einnig rætt við Samfylkinguna en þar reyndist ekki nægur áhugi fyrir hendi. „Þeir vildu málefnin, vildu jafnvel fá vinnuna en þeir viltu ekki hafa neitt af fólkinu í Dögun með og þar var eiginlega ekki um samstarf að ræða. Það þarf tvo í tangó,“ sagði Ragnhildur. Aðspurð um hvað Dögun hafi til málanna að leggja í stjórnmálum sagði hún að flokkurinn væri umbótaflokkur með góðar hugmyndir auk þess sem að hér þyrfti nýtt blóð í stjórnmálin. „Við erum umbótaflokkur, lausnamiðaður. Við erum með ýmsar hugmyndir og kosti sem gætu gagnast, bæði í húsnæðismálum, skattamálum, heilbrigðismálum og þeir sem hafa verið nú þegar hafa verið í áratugi og það hefur ekkert breyst,“ sagði Ragnhildur.Alfarið á móti vegtollum Hugmyndir hafa verið uppi um að fjármagna endurbætur á vegakerfinu í kringum höfuðborgarsvæðið með gjaldtöku. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá, sem og Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness. Skipaði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sérstakan starfshóp til að vinna að tillögur um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að leggja á vegtolla og er Ragnhildur alfarið á móti hugmyndunum. Segir hún þessar hugmyndir vera slæmar fyrir þá fjölmörgu íbúa Suðurkjördæmis sem sæki vinnu og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. „Það að leggja vegtolla á fólk fram og til baka, þetta er bara kjaraskerðing. Þetta er aukinn kostnaður sem á ekkert að bjóða upp á,“ segir Ragnhildur. Ljóst sé þó að ráðast þurfi í talsverðar vegaframkvæmdir í kjördæminu og nefnir Ragnhildur að laga þurfi Reykjanesbrautina og koma Suðurlandsvegi í almennilegt horf. Aðspurð um það hvernig ætti að fjármagna slík verkefni segir Ragnhildur að nýta ætti bifreiðaskatta til þess að fjármagna vegakerfið. Kosningar 2017 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira
Dögun á alla möguleika á því að ná inn fólki á þing þrátt fyrir að mælast með undir 1 prósent fylgi. Þetta segir Ragnhildur L. Guðmundsdóttir, oddviti Dögunar í Suðurkjördæmi. Hún segir skoðanakannanir ekki gefa rétta mynd af stöðu mála. Ragnhildur var gestur lokaþáttar Kosningaspjalls Vísis í dag. „Eigum alla möguleika á ná inn fólki en til þess þarf fólk að kjósa. Skoðanakannanir eru kannski ekki að sýna rétta mynd. Hverjir eru spurðir, á hvaða tíma og út frá hvaða forsendum. Við höfum ekki verið mikið í umræðunni, ekki verið mikið í fjölmiðlum. Það er allt í áttina núna,“ sagði Ragnhildur. Í síðustu alþingiskosningum hlaut flokkurinn 1,7 prósent atkvæða og náði ekki manni inn á þing. Í þetta sinn býður flokkurinn aðeins fram í Suðurkjördæmi. Ragnhildur segir rætt hafi verið aðra flokka um samstarf, þar á meðal við Sósíalistaflokkinn sem tekur ekki þátt í kosningunum. Þá var einnig rætt við Samfylkinguna en þar reyndist ekki nægur áhugi fyrir hendi. „Þeir vildu málefnin, vildu jafnvel fá vinnuna en þeir viltu ekki hafa neitt af fólkinu í Dögun með og þar var eiginlega ekki um samstarf að ræða. Það þarf tvo í tangó,“ sagði Ragnhildur. Aðspurð um hvað Dögun hafi til málanna að leggja í stjórnmálum sagði hún að flokkurinn væri umbótaflokkur með góðar hugmyndir auk þess sem að hér þyrfti nýtt blóð í stjórnmálin. „Við erum umbótaflokkur, lausnamiðaður. Við erum með ýmsar hugmyndir og kosti sem gætu gagnast, bæði í húsnæðismálum, skattamálum, heilbrigðismálum og þeir sem hafa verið nú þegar hafa verið í áratugi og það hefur ekkert breyst,“ sagði Ragnhildur.Alfarið á móti vegtollum Hugmyndir hafa verið uppi um að fjármagna endurbætur á vegakerfinu í kringum höfuðborgarsvæðið með gjaldtöku. Meðal hugmynda sem liggja fyrir er tvöföldun Reykjanesbrautar og austur fyrir Selfoss með nýrri brú yfir Ölfusá, sem og Vesturlandsveg frá Reykjavík til Borgarness. Skipaði Jón Gunnarsson, samgönguráðherra, sérstakan starfshóp til að vinna að tillögur um leiðir til fjármögnunar á samgöngumannvirkjum. Skiptar skoðanir eru um ágæti þess að leggja á vegtolla og er Ragnhildur alfarið á móti hugmyndunum. Segir hún þessar hugmyndir vera slæmar fyrir þá fjölmörgu íbúa Suðurkjördæmis sem sæki vinnu og þjónustu til höfuðborgarsvæðisins. „Það að leggja vegtolla á fólk fram og til baka, þetta er bara kjaraskerðing. Þetta er aukinn kostnaður sem á ekkert að bjóða upp á,“ segir Ragnhildur. Ljóst sé þó að ráðast þurfi í talsverðar vegaframkvæmdir í kjördæminu og nefnir Ragnhildur að laga þurfi Reykjanesbrautina og koma Suðurlandsvegi í almennilegt horf. Aðspurð um það hvernig ætti að fjármagna slík verkefni segir Ragnhildur að nýta ætti bifreiðaskatta til þess að fjármagna vegakerfið.
Kosningar 2017 Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Fleiri fréttir Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar í kvöld Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Lokahönd lögð á kjarasamning lækna í Karphúsinu og Kappleikar í kvöld Þúsundir áhugasamra sjálfboðaliða en engin formleg lögreglurannsókn HR-ingar spyrja frambjóðendur spjörunum úr Segir Miðflokksmönnum að „gráta minna og brosa meira“ Segja allt of mikið gert úr hneykslismálum stjórnmálamanna Súðavíkurnefnd skipuð og hefur ár til að skila niðurstöðum Meirihluti aukinna ríkisútgjalda farið í laun og bætur Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Sjá meira