Grunnstoðir og burðarvirki samfélagsins Gunnar Árnason skrifar 24. október 2017 07:00 Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að hlúa að því sem við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði skilgreinum sem grunnstoðir samfélagsins, og efri stoðir í burðarvirki samfélagsins grundvallast á. Mikilsverður árangur hefur náðst hvað viðkemur allri þjóðfélagsgerð hér á landi, allt frá lokum seinna stríðs. En vandi fylgir vegsemd hverri og hlúa þarf að tilteknum málaflokkum, á öllum tímum og samfellt yfir lengra tímabil – og það eru vissulega blikur á lofti. Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur það á stefnuskrá sinni að standa vörð um velferðarkerfið. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf öllum jafnan og greiðan aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og menntakerfi, frá fyrstu skrefum í leikskólum landsins og allt til fjölbreyttra menntunarkosta á síðari stigum skólagöngu. Eitt af því sem þá tekur við og okkur er öllum tíðrætt um, eru kaup eða langtímaleiga einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Tryggja þarf nægt framboð viðeigandi valkosta á húsnæðismarkaði. Því fer víðsfjarri að umrætt hafi gengið eftir með viðunandi hætti undanfarin tuttugu ár eða svo. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði vitum hversu mikilvægt er að einblína öllum stundum á stöðu og væntingar um framvindu í fyrrgreindum grunnmálaflokkum. Núverandi staða og horfur um þróun á næstu misserum, eru satt best að segja ekki nægilega hughreystandi. Og við verðum að horfast í augu við staðreyndir sem nú blasa við, og hafa gert um nokkuð langt skeið. Stefna í grunnmálaflokkum samfélagsins hefur tilheigingu til að skekkjast á löngum tíma. Það er því í raun ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum – aðgerða er einfaldlega þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun hrinda þeim í framkvæmd hljótum við umboð kjósenda og gæfu til að stýra verkefninu áfram á góðri vegferð í kjölfar kosninga. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf leikskólum landsins viðunandi rekstrarumhverfi með tilliti til framboðs á þjónustu, starfsmannahalds og gæðum starfseminnar. Tryggja þarf að grunn- og framhaldsskólar landsins séu fyllilega samkeppnishæfir við það nám sem boðið er upp á í Skandinavíu og við viljum og eigum gjarnan að bera okkur saman við. Efla þarf til muna fjárhagslegan grundvöll og styrk háskólans til að takast á við sífellt meira krefjandi verkefni, og gera honum þar með kleift að draga úr annarri fjáröflun sem er menntastofnunum ekki samboðin. Vandséð er hvernig það þjónar hagsmunum ekki stærra samfélags að kröftunum sé dreift á marga staði í þeim efnum – einblína þarf á uppbyggingu Háskóla Íslands. Hið sama er uppi á teningnum í heilbrigðiskerfinu, þar sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur lagt áherslu á að opinber heilbrigðisþjónusta verði efld til muna. Greinarhöfundur er sannfærður um að hálfgildings einkarekstur í heilbrigðisgeiranum í formi sjúkra- og aðgerðastofa fyrir veigameiri aðgerðir, muni ávallt teljast til annars eða þriðja flokks heilbrigðisþjónustu og það er ekki það sem Vinstri hreyfingin grænt framboð stefnir að. Til þess að fjármagna nauðsynlegar úrbætur og uppbyggingu í mennta- og heilbrigðiskerfinu, sem munu óumdeilt koma öllum til góða hér á landi, þarf að skattleggja fjármagn við uppruna sinn og með öðrum og sanngjarnari hætti en áður hefur verið framkvæmt í skattkerfinu hér á landi. Áherslur í skattamálum liggja fyrir eins og glöggt hefur mátt greina hjá Katrínu Jakobsdóttur, formanni hreyfingarinnar. Breiðu bökin eru þess augljóslega megnug að bera þyngri byrðar og að sama skapi þarf að hlúa að samferðamönnum okkar sem um sárt eiga að binda og glíma við tímabundinn lasleika eða veikindi til lengri tíma litið. Aðgerða er þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun láta verkin tala að loknum kosningum. Þitt er valið.Höfundur er í 8. sæti VG Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Skoðun Mest lesið Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun „Hvenær var þetta samtal við þjóðina tekið?“ spurði garðyrkjubóndinn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Þöglar raddir Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Kjósum Rósu á þing Linda Baldvinsdóttir skrifar Skoðun Þeir sem þurfa ekki að takast á við afleiðingar gjörða sinna Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðiskerfi án sálfræðinga, hvernig hljómar það? María Mjöll Björnsdóttir skrifar Skoðun Götusalar eða stjórnmálamenn? Friðrik Erlingsson skrifar Sjá meira
Nú sem aldrei fyrr er mikilvægt að hlúa að því sem við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði skilgreinum sem grunnstoðir samfélagsins, og efri stoðir í burðarvirki samfélagsins grundvallast á. Mikilsverður árangur hefur náðst hvað viðkemur allri þjóðfélagsgerð hér á landi, allt frá lokum seinna stríðs. En vandi fylgir vegsemd hverri og hlúa þarf að tilteknum málaflokkum, á öllum tímum og samfellt yfir lengra tímabil – og það eru vissulega blikur á lofti. Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur það á stefnuskrá sinni að standa vörð um velferðarkerfið. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf öllum jafnan og greiðan aðgang að fyrsta flokks heilbrigðisþjónustu og menntakerfi, frá fyrstu skrefum í leikskólum landsins og allt til fjölbreyttra menntunarkosta á síðari stigum skólagöngu. Eitt af því sem þá tekur við og okkur er öllum tíðrætt um, eru kaup eða langtímaleiga einstaklinga á íbúðarhúsnæði. Tryggja þarf nægt framboð viðeigandi valkosta á húsnæðismarkaði. Því fer víðsfjarri að umrætt hafi gengið eftir með viðunandi hætti undanfarin tuttugu ár eða svo. Við í Vinstri hreyfingunni grænu framboði vitum hversu mikilvægt er að einblína öllum stundum á stöðu og væntingar um framvindu í fyrrgreindum grunnmálaflokkum. Núverandi staða og horfur um þróun á næstu misserum, eru satt best að segja ekki nægilega hughreystandi. Og við verðum að horfast í augu við staðreyndir sem nú blasa við, og hafa gert um nokkuð langt skeið. Stefna í grunnmálaflokkum samfélagsins hefur tilheigingu til að skekkjast á löngum tíma. Það er því í raun ekkert nýtt undir sólinni í þessum efnum – aðgerða er einfaldlega þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun hrinda þeim í framkvæmd hljótum við umboð kjósenda og gæfu til að stýra verkefninu áfram á góðri vegferð í kjölfar kosninga. Í því felst óumdeilt að tryggja þarf leikskólum landsins viðunandi rekstrarumhverfi með tilliti til framboðs á þjónustu, starfsmannahalds og gæðum starfseminnar. Tryggja þarf að grunn- og framhaldsskólar landsins séu fyllilega samkeppnishæfir við það nám sem boðið er upp á í Skandinavíu og við viljum og eigum gjarnan að bera okkur saman við. Efla þarf til muna fjárhagslegan grundvöll og styrk háskólans til að takast á við sífellt meira krefjandi verkefni, og gera honum þar með kleift að draga úr annarri fjáröflun sem er menntastofnunum ekki samboðin. Vandséð er hvernig það þjónar hagsmunum ekki stærra samfélags að kröftunum sé dreift á marga staði í þeim efnum – einblína þarf á uppbyggingu Háskóla Íslands. Hið sama er uppi á teningnum í heilbrigðiskerfinu, þar sem Vinstri hreyfingin grænt framboð hefur lagt áherslu á að opinber heilbrigðisþjónusta verði efld til muna. Greinarhöfundur er sannfærður um að hálfgildings einkarekstur í heilbrigðisgeiranum í formi sjúkra- og aðgerðastofa fyrir veigameiri aðgerðir, muni ávallt teljast til annars eða þriðja flokks heilbrigðisþjónustu og það er ekki það sem Vinstri hreyfingin grænt framboð stefnir að. Til þess að fjármagna nauðsynlegar úrbætur og uppbyggingu í mennta- og heilbrigðiskerfinu, sem munu óumdeilt koma öllum til góða hér á landi, þarf að skattleggja fjármagn við uppruna sinn og með öðrum og sanngjarnari hætti en áður hefur verið framkvæmt í skattkerfinu hér á landi. Áherslur í skattamálum liggja fyrir eins og glöggt hefur mátt greina hjá Katrínu Jakobsdóttur, formanni hreyfingarinnar. Breiðu bökin eru þess augljóslega megnug að bera þyngri byrðar og að sama skapi þarf að hlúa að samferðamönnum okkar sem um sárt eiga að binda og glíma við tímabundinn lasleika eða veikindi til lengri tíma litið. Aðgerða er þörf og Vinstri hreyfingin grænt framboð mun láta verkin tala að loknum kosningum. Þitt er valið.Höfundur er í 8. sæti VG Suðvesturkjördæmi.
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar