Fleiri mæta á leiki Dagnýjar og félaga en hjá fimmtán NBA-liðum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. október 2017 16:30 Dagný Brynjarsdóttir. Mynd/Twitter-síða Dagnýjar Dagný Brynjarsdóttir og félagar hennar í Portland Thorns urðu bandarískir meistarar í fótbolta um þar síðustu helgi eftir sigur á North Carolina Courage í úrslitaleik. Dagný var flogin til Evrópu fljótlega eftir úrslitaleikinn til að hitta íslenska landsliðið en hún skoraði síðan tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í sögulegum 3-2 sigri á Ólympíumeisturum Þýskalands á föstudaginn. Þetta var því engin venjuleg vika hjá okkar konu. Á sex dögum varð Dagný bandarískur meistari og vann líklega stærsta sigurinn í sögu íslenska kvennalandsliðsins..@dagnybrynjars scores a brace for Iceland in historic win vs. Germany; @Lindseyhoran11 plays well for USA: https://t.co/sSMOzEz0k1#BAONPDXpic.twitter.com/rlP8mvjXoj — Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 20, 2017 Það vita kannski færri af því að Portland Thorns liðið þykir algjört fyrirmyndarfélag varðandi það að byggja upp vinsældir og áhuga á félagi í atvinnumannadeild kvenna. Það hefur gengið upp og ofan að setja á laggirnar öflugar atvinnumannadeildir kvenna í Bandaríkjunum og forveri atvinnumannadeildarinnar í fótbolta í dag lagði þannig upp laupana. Deildin í ár fór af stað árið 2013. Þetta hefur hinsvegar gengið frábærlega hjá Portland Thorns sem hefur nú unnið NWSL-deildina tvisvar sinnum á síðustu fimm tímabilum auk þess að vera meðal bestu liðanna öll árin. Dagný sjálf sagði það eftir sigurinn í úrslitaleiknum að það hefði verið pottþétt fullur völlur hefðu þær fengið að spila titilleikinn á sínum heimavelli í Portland. Þar fór íslenska landsliðskonan ekki með neinar fleipur því það hefur verið uppselt á 122 heimaleikjum Portland Thorns í röð.Edie! Edie! Edie!#NWSLChampionship#BAONPDXpic.twitter.com/Iy7wKLnKcF — Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 14, 2017 Portland Thorns fékk 17.653 áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína á þessu tímabili en það er meira en fimmtán NBA-lið (körfubolti karla), meira en þrettán NHL-lið (íshokkí karla) og meira en eitt MLB-lið (hafnarbolti karla) geta státað af. Það sem vekur líka mikla athygli að kynjaskiptin meðal áhorfenda á heimaleikjum Portland Thorns eru 50-50. Hér má sjá grein þar sem blaðakonan Caitlin Murray á New York Times veltir því fyrir sér hvort Portland Thorns ætti að vera fyrirmyndin af atvinnumannaliðum kvenna í framtíðinni eða hvort að þetta sé eitthvað einsdæmi. Fótbolti Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira
Dagný Brynjarsdóttir og félagar hennar í Portland Thorns urðu bandarískir meistarar í fótbolta um þar síðustu helgi eftir sigur á North Carolina Courage í úrslitaleik. Dagný var flogin til Evrópu fljótlega eftir úrslitaleikinn til að hitta íslenska landsliðið en hún skoraði síðan tvö mörk og gaf eina stoðsendingu í sögulegum 3-2 sigri á Ólympíumeisturum Þýskalands á föstudaginn. Þetta var því engin venjuleg vika hjá okkar konu. Á sex dögum varð Dagný bandarískur meistari og vann líklega stærsta sigurinn í sögu íslenska kvennalandsliðsins..@dagnybrynjars scores a brace for Iceland in historic win vs. Germany; @Lindseyhoran11 plays well for USA: https://t.co/sSMOzEz0k1#BAONPDXpic.twitter.com/rlP8mvjXoj — Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 20, 2017 Það vita kannski færri af því að Portland Thorns liðið þykir algjört fyrirmyndarfélag varðandi það að byggja upp vinsældir og áhuga á félagi í atvinnumannadeild kvenna. Það hefur gengið upp og ofan að setja á laggirnar öflugar atvinnumannadeildir kvenna í Bandaríkjunum og forveri atvinnumannadeildarinnar í fótbolta í dag lagði þannig upp laupana. Deildin í ár fór af stað árið 2013. Þetta hefur hinsvegar gengið frábærlega hjá Portland Thorns sem hefur nú unnið NWSL-deildina tvisvar sinnum á síðustu fimm tímabilum auk þess að vera meðal bestu liðanna öll árin. Dagný sjálf sagði það eftir sigurinn í úrslitaleiknum að það hefði verið pottþétt fullur völlur hefðu þær fengið að spila titilleikinn á sínum heimavelli í Portland. Þar fór íslenska landsliðskonan ekki með neinar fleipur því það hefur verið uppselt á 122 heimaleikjum Portland Thorns í röð.Edie! Edie! Edie!#NWSLChampionship#BAONPDXpic.twitter.com/Iy7wKLnKcF — Portland Thorns FC (@ThornsFC) October 14, 2017 Portland Thorns fékk 17.653 áhorfendur að meðaltali á heimaleiki sína á þessu tímabili en það er meira en fimmtán NBA-lið (körfubolti karla), meira en þrettán NHL-lið (íshokkí karla) og meira en eitt MLB-lið (hafnarbolti karla) geta státað af. Það sem vekur líka mikla athygli að kynjaskiptin meðal áhorfenda á heimaleikjum Portland Thorns eru 50-50. Hér má sjá grein þar sem blaðakonan Caitlin Murray á New York Times veltir því fyrir sér hvort Portland Thorns ætti að vera fyrirmyndin af atvinnumannaliðum kvenna í framtíðinni eða hvort að þetta sé eitthvað einsdæmi.
Fótbolti Mest lesið Haaland flúði Manchester borg Enski boltinn Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Enski boltinn Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Íslenski boltinn „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ Körfubolti Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Handbolti Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Fótbolti „Mæti honum með bros á vör“ Körfubolti Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Körfubolti Fleiri fréttir Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Átti að fá rautt spjald en á í staðinn metið yfir að forðast það Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Lífið gott en ítalskan strembin Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Mourinho reif í nefið á stjóra mótherjanna eftir leik Söfnuðu milljörðum og eiga nú meirihluta í leikvangi félagsins Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Barcelona og Real Madrid mætast í bikarúrslitaleiknum Sjá meira