Biskup segir aldrei réttlætanlegt að stela gögnum til að fá fram sannleikann Jakob Bjarnar skrifar 23. október 2017 09:09 Ýmsir telja upplegg Agnesar sérkennilega siðferðisskýringu og víst er að Reynir Traustason er einn þeirra. Hann ætlar að segja skilið við Þjóðkirkjuna. Ummæli sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, lætur falla í viðtali við Sigurð Boga Sævarsson og Morgunblaðið birti í morgun, virðast ætla að reyndast umdeild. „Ég er ekki sammála því að allt sé leyfilegt í sannleiksleitinni. Mér finnst til dæmis ekki siðferðilega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós,“ segir Agnes en tilefni viðtalsins er nú í októbermánuði eru 500 ár frá siðbót Lúthers. Og Agnes heldur áfram:Kirkjan hefur hlutverki að gegna við að endurskapa trú og traust „Við þurfum að byrja upp á nýtt með sannleikann að leiðarljósi og þá eru trú- mennska, virðing og kærleikur ekki langt undan í þeirri vegferð. Umræðan um nýja stjórnarskrá er hluti af þrá fólks eftir traustari grunni til að standa á, líka í siðferðislegum efnum. Og til þess að aftur skapist nauðsynlegt traust í samfélaginu hefur kirkjan hlutverki að gegna. Trú er traust, sem verður ekki endurheimt nema við berum virðingu fyrir hvert öðru og sjálfum okkur.“Sigurður Bogi ræðir við Agnesi um Lúther en hún hendir sprengju inn í samfélagsumræðuna.Ummælin hafa vakið mikla athygli og eru þau sett í þrábeint samhengi við Lögbannsmálið svokallaða sem hefur verið í deiglunni að undanförnu. Ljóst er að Reynir Traustason, stjórnarformaður Stundarinnar, tekur þau til sín og hann ætlar að bregðast við með því að segja sig úr Þjóðkirkjunni.Reynir gefst upp á Þjóðkirkjunni „Ég hef þraukað lengi í Þjóðkirkjunni þrátt fyrir margvísleg spillingarmál þar sem hafa komið upp við það gögnum hefur verið lekið þaðan, meðal annars um sjálftöku núverandi biskups. Ætli maður sé ekki kominn á endastöð í þessari samfylgd,“ segir Reynir Traustason á Facebooksíðu sinni. Ýmsir fleiri furða sig á þessum ummælum Agnesar og Helga Vala Helgadóttir er meðal þeirra en hún segir á Facebooksíðu sinni: „Hér segir biskup þjóðkirkjunnar að það sé siðferðislega betra að ljúga en að koma upp um lygina. Athyglisvert.“ Margir telja þetta einhverja sérkennilegustu siðferðisskýringu sem þeir hafi séð. Og einhverjir telja víst að þarna sé Agnes að ganga flokkspólitískra erinda, sem rekja má til þess að Sjálfstæðisflokkurinn vill standa gegn hugmyndum um aðskilnað ríkis og kirkju. Tengdar fréttir „Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
Ummæli sem Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, lætur falla í viðtali við Sigurð Boga Sævarsson og Morgunblaðið birti í morgun, virðast ætla að reyndast umdeild. „Ég er ekki sammála því að allt sé leyfilegt í sannleiksleitinni. Mér finnst til dæmis ekki siðferðilega rétt að stela gögnum og fara á bak við fólk til að afhjúpa mál og leiða sannleikann í ljós,“ segir Agnes en tilefni viðtalsins er nú í októbermánuði eru 500 ár frá siðbót Lúthers. Og Agnes heldur áfram:Kirkjan hefur hlutverki að gegna við að endurskapa trú og traust „Við þurfum að byrja upp á nýtt með sannleikann að leiðarljósi og þá eru trú- mennska, virðing og kærleikur ekki langt undan í þeirri vegferð. Umræðan um nýja stjórnarskrá er hluti af þrá fólks eftir traustari grunni til að standa á, líka í siðferðislegum efnum. Og til þess að aftur skapist nauðsynlegt traust í samfélaginu hefur kirkjan hlutverki að gegna. Trú er traust, sem verður ekki endurheimt nema við berum virðingu fyrir hvert öðru og sjálfum okkur.“Sigurður Bogi ræðir við Agnesi um Lúther en hún hendir sprengju inn í samfélagsumræðuna.Ummælin hafa vakið mikla athygli og eru þau sett í þrábeint samhengi við Lögbannsmálið svokallaða sem hefur verið í deiglunni að undanförnu. Ljóst er að Reynir Traustason, stjórnarformaður Stundarinnar, tekur þau til sín og hann ætlar að bregðast við með því að segja sig úr Þjóðkirkjunni.Reynir gefst upp á Þjóðkirkjunni „Ég hef þraukað lengi í Þjóðkirkjunni þrátt fyrir margvísleg spillingarmál þar sem hafa komið upp við það gögnum hefur verið lekið þaðan, meðal annars um sjálftöku núverandi biskups. Ætli maður sé ekki kominn á endastöð í þessari samfylgd,“ segir Reynir Traustason á Facebooksíðu sinni. Ýmsir fleiri furða sig á þessum ummælum Agnesar og Helga Vala Helgadóttir er meðal þeirra en hún segir á Facebooksíðu sinni: „Hér segir biskup þjóðkirkjunnar að það sé siðferðislega betra að ljúga en að koma upp um lygina. Athyglisvert.“ Margir telja þetta einhverja sérkennilegustu siðferðisskýringu sem þeir hafi séð. Og einhverjir telja víst að þarna sé Agnes að ganga flokkspólitískra erinda, sem rekja má til þess að Sjálfstæðisflokkurinn vill standa gegn hugmyndum um aðskilnað ríkis og kirkju.
Tengdar fréttir „Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29 Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19 Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39 Mest lesið „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Innlent Þrír látnir eftir skotárás í Uppsölum Erlent „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Innlent „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" Innlent „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Innlent Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Innlent Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Innlent Von á allhvössum vindi og rigningu Veður Allt í rugli á Rauðahafi Erlent Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Innlent Fleiri fréttir Boðar brottfararstöð fyrir hælisleitendur Óttaðist hið versta þegar allar tengingar rofnuðu Furðar sig á umdeildri Exit-auglýsingu og hækkar veiðigjöldin Selfyssingar buðu lægst í brúasmíði á Vestfjörðum Hræðilegt að missa samskipti við umheiminn og veiðigjöldin Varðstjóri leystur undan vinnuskyldu vegna gruns um njósnir Vesturbæingar búa sig undir fjögurra vikna sundlaugarlokun Mikill reykur vegna elds í bílatætara Vill taka upp stöðvarskyldu tveimur árum eftir að hún var afnumin Ný stjórn Ríkisútvarpsins kjörin Létt í lund þrátt fyrir margra klukkustunda bið eftir Lissabon „Í guðanna bænum höldum vöku okkar við aksturinn" „Viltu ekki tala við mig eins og ég sé gamalmenni“ Ráðherra skoðar frekari girðingar á strandveiðar Rafmagnið komið í lag og verðbólgan eykst á ný „Fyrst hélt ég að þetta væri eitthvað grín“ Fá ekki áheyrn vegna stympinga kennara og nemanda Hraðbankinn enn ekki látinn í friði Foreldrar eigi að byrja á því að setja sjálfum sér skjátíma „Við þrífumst ekki til lengdar ein“ Reyndu að brjótast inn í hraðbanka Mikilvægt að vera betri í bakgarðinum en óvelkomnir gestir „Við erum mjög háð rafmagninu“ Gyltur gjóta þrettán til sextán grísum í hverju goti Öryggi ógnað og refsingar fyrnist Starfsfólk Isavia of smeykt til að taka á kaffistofumálinu Fólk eigi ekki að breyta sínu daglega lífi vegna frásagna af hópnauðgun Sambandsleysi í suðri og óviðunandi ástand í fangelsum Vilja láta rannsaka aðild flóttateymis í máli Oscars Fangelsi oft eina úrræðið Sjá meira
„Algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu“ Guðlaugur Þór Þórðarson, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurkjördæmi norður og utanríkisráðherra, kveðst vera algjörlega á móti því að setja lögbann á umfjöllun um forystumenn í þjóðfélaginu. 17. október 2017 14:29
Látið að liggja að Þórólfur sé að ganga erinda Bjarna Hvorki næst í forsætisráðherra né sýslumann. 17. október 2017 12:19
Þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir lögbannið aðför að flokknum Bryndís Haraldsdóttir segir lögbannið vinna gegn Sjálfstæðisflokknum. 17. október 2017 13:39