Fær ekki að reisa tvær nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ Garðar Örn Úlfarsson skrifar 23. október 2017 06:00 Vindmyllur BioKraft í Þykkvabæ hafa skilað góðum afköstum að sögn eigandans. vísir/andri marinó „Aðstæður fyrir vindmyllur eru það góðar hér að ég setti heimsmet á fyrsta ári í framleiðslu,“ segir Steingrímur Erlingsson, eigandi BioKrafts ehf., sem vill setja upp nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ. Steingrímur kveðst hafa flutt vindmyllurnar tvær sem þar eru inn notaðar á sínum tíma. Þær hafi skilað rafmagni framar vonum allt frá byrjun. Í júlí í sumar eyðilagðist önnur myllan þegar eldingu laust niður í hana svo að hún brann. BioKraft óskar nú eftir að fá að taka myllurnar niður af stöplum sínum og koma þar fyrir tveimur nýjum mylluturnum. Hæð turnanna sjálfra er 57 metrar en spaðarnir ná í 96 metra hæð. Hæð núverandi turna er 53 metrar með spöðum sem ná í 74 metra hæð. Skipulagsnefnd Rangárþings ytra segist ekki gera athugasemdir við að vindmyllur BioKrafts verði teknar niður en leyfir hins vegar ekki uppsetningu stærri myllanna. „Þetta eru minnstu myllur sem eru framleiddar í dag fyrir okkar markaðssvæði. Ég get farið til Kína og keypt vindmyllu með gamalli hönnun en það myndi enginn gera. Þetta er eins og vera heimilað að vera með svarthvítt sjónvarp,“ segir Steingrímur sem undirstrikar að nýju myllurnar séu öruggari og betri en þær gömlu enda sé þróunin ör á þessu sviði. Nýju mylluspaðarnir snúist til dæmis sextán hringi á mínútu í staðinn fyrir 28 snúninga og hávaðinn muni minnka. „Hann fer niður þannig að í hundrað metra fjarlægð frá vindmyllunni eru menn að heyra 48 desíbel. Hljóðlátasta uppþvottavélin frá Siemens er 48 desibel.“ Að sögn Steingríms er ætlunin að sækja um breytingu á deiliskipulagi svo setja megi stærri gerð af myllum upp. Hins vegar sé alls óvíst hversu langan tíma það taki. „Ég verð kannski að gera líkt og Landsvirkjun sem er með minni spaða á sínum myllum en þær eru byggðar til að hafa,“ útskýrir hann. BioKraft selur raforku til Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. „Magnið frá okkur samsvarar raforkunotkun eitt þúsund einbýlishúsa,“ segir Steingrímur sem kveður möguleikana mikla á þessu sviði hérlendis, ekki síst í Þykkvabænum. „Ég trúi á þetta og setti aleiguna í þetta á sínum tíma.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira
„Aðstæður fyrir vindmyllur eru það góðar hér að ég setti heimsmet á fyrsta ári í framleiðslu,“ segir Steingrímur Erlingsson, eigandi BioKrafts ehf., sem vill setja upp nýjar og hærri vindmyllur í Þykkvabæ. Steingrímur kveðst hafa flutt vindmyllurnar tvær sem þar eru inn notaðar á sínum tíma. Þær hafi skilað rafmagni framar vonum allt frá byrjun. Í júlí í sumar eyðilagðist önnur myllan þegar eldingu laust niður í hana svo að hún brann. BioKraft óskar nú eftir að fá að taka myllurnar niður af stöplum sínum og koma þar fyrir tveimur nýjum mylluturnum. Hæð turnanna sjálfra er 57 metrar en spaðarnir ná í 96 metra hæð. Hæð núverandi turna er 53 metrar með spöðum sem ná í 74 metra hæð. Skipulagsnefnd Rangárþings ytra segist ekki gera athugasemdir við að vindmyllur BioKrafts verði teknar niður en leyfir hins vegar ekki uppsetningu stærri myllanna. „Þetta eru minnstu myllur sem eru framleiddar í dag fyrir okkar markaðssvæði. Ég get farið til Kína og keypt vindmyllu með gamalli hönnun en það myndi enginn gera. Þetta er eins og vera heimilað að vera með svarthvítt sjónvarp,“ segir Steingrímur sem undirstrikar að nýju myllurnar séu öruggari og betri en þær gömlu enda sé þróunin ör á þessu sviði. Nýju mylluspaðarnir snúist til dæmis sextán hringi á mínútu í staðinn fyrir 28 snúninga og hávaðinn muni minnka. „Hann fer niður þannig að í hundrað metra fjarlægð frá vindmyllunni eru menn að heyra 48 desíbel. Hljóðlátasta uppþvottavélin frá Siemens er 48 desibel.“ Að sögn Steingríms er ætlunin að sækja um breytingu á deiliskipulagi svo setja megi stærri gerð af myllum upp. Hins vegar sé alls óvíst hversu langan tíma það taki. „Ég verð kannski að gera líkt og Landsvirkjun sem er með minni spaða á sínum myllum en þær eru byggðar til að hafa,“ útskýrir hann. BioKraft selur raforku til Orku náttúrunnar, dótturfélags Orkuveitu Reykjavíkur. „Magnið frá okkur samsvarar raforkunotkun eitt þúsund einbýlishúsa,“ segir Steingrímur sem kveður möguleikana mikla á þessu sviði hérlendis, ekki síst í Þykkvabænum. „Ég trúi á þetta og setti aleiguna í þetta á sínum tíma.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Sjá meira