Mun ástandið versna?
Aðalfyrirlesarinn á samkomunni, Mark Britnell, stjórnarformaður KPMG Global Health, leitaðist við að svara spurningunni um hvort hið fullkomna heilbrigðiskerfi sé í raun og veru til. Erindi hans var byggt á athugunum KPMG á heilbrigðiskerfum um 70 landa.
Glöggt er gestsaugað
Niðurstaða Mark Britnell er sú að heilbrigðiskerfi þróaðra landa séu í grunninn svipuð, en í samanburði milli landa skeri einstakir þættir sig úr, að því er varðar gæði heilbrigðisþjónustu. Við uppbyggingu góðs heilbrigðiskerfis mætti þannig leita fyrirmynda til þeirra landa sem best standa á hverju sviði fyrir sig.
Í tengslum við Íslandsheimsóknina hafði Mark Britnell kynnt sér skipulag heilbrigðisþjónustunnar og heimsótt Landspítala. Hann lýsti þeirri skoðun að ef ekki verði gerðar viðeigandi ráðstafanir í heilbrigðismálum á Íslandi muni ástandið sennilega eiga eftir að versna. Ekki þurfi aðeins breytingar á sjúkrahús- og öldrunarþjónustunni, heldur verði að efla samstarf og samtal á milli grunnþjónustu og sértækrar heilbrigðisþjónustu.
Heilbrigðisáætlun
Á tíunda áratug síðustu aldar var rætt mikið um forgangsröðun og stefnumótun í heilbrigðismálum hér á landi. Það leiddi til þess að Alþingi samþykkti á vormánuðum 2001 heilbrigðisáætlun til ársins 2010. Sú vinna virðist hafa farið fram hjá Mark Britnell því hann undraðist að hafa ekki séð nein merki um langtímaáætlanir í heilbrigðismálum á Íslandi.
En tekið skal undir með honum að mikilvægt sé að setja sér skýr markmið og gera heilbrigðisáætlun til lengri tíma.
Óbreytt hlutdeild
Í þessu samhengi er fróðlegt að líta á fjármál hins opinbera árið 2016, sem Hagstofan gerði nýlega grein fyrir í riti sínu, Hagtíðindum. Þar kemur fram að heildarútgjöld til heilbrigðismála hafi numið 8,6% af vergri landsframleiðslu (VLF) á árunum 2015 og 2016. Það þýðir að hlutdeild heilbrigðiskerfisins í verðmætasköpuninni hefur haldist óbreytt bæði þessi ár. Það er því langt í land að ná því markmiði að verja 11% af vergri landsframleiðslu í heilbrigðismál. (Hvert prósentustig í VLF 2016 var 24,2 milljarðar króna).
Vaxandi þjónustuþörf
Stjórnvöldum hefur ítrekað verið bent á að mikil fjölgun aldraðra kalli á aukna sjúkrahúsþjónustu á næstu áratugum. Mannaflaspár sýna að á næstu tveimur áratugum muni fjöldi íbúa 65 ára og eldri nær tvöfaldast og verða meira en 20% mannfjöldans árið 2035. Þrátt fyrir það virðist lítið vera gert til að mæta ört vaxandi þjónustuþörf þessa þjóðfélagshóps. Á Landspítala ríkir þegar neyðarástand vegna skorts á úrræðum fyrir hjúkrunarsjúklinga sem lokið hafa meðferð og bíða eftir vistun í hjúkrunarrýmum. Frambjóðendur til Alþingis mættu hafa þessar staðreyndir í huga og ekki síst þeir sem munu taka að sér að mynda næstu ríkisstjórn.
Höfundur er félags- og stjórnmálafræðingur.
Skoðun
Að þora að stíga skref
Magnús Þór Jónsson skrifar
Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu?
Örn Karlsson skrifar
Ó Palestína
Arnar Eggert Thoroddsen skrifar
Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga?
Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
„Þetta er algerlega galið“
Hjörtur J. Guðmundsson skrifar
Hvernig getum við stigið upp úr sorginni?
Birna Guðný Björnsdóttir skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland
Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar
Haraldur Ólafsson skrifar
Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða
Árni Sigurðsson skrifar
Skilaboð hátíðarinnar
Skúli S. Ólafsson skrifar
Er þetta alvöru?
Bjarni Karlsson skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól!
Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið
Tinna Traustadóttir skrifar
Gott knatthús veldur deilum
Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Göngum fyrir friði
Guttormur Þorsteinsson skrifar
Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum
Sigvaldi Einarsson skrifar
Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins
Reynir Böðvarsson skrifar
Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn
Þorvarður Sveinsson skrifar
Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins
Jón Frímann Jónsson skrifar
„Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér
Guðni Freyr Öfjörð skrifar
2027 væri hálfkák
Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hvað eru jólin fyrir þér?
Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar
Landið helga?
Ingólfur Steinsson skrifar
Að sinna orkuþörf almennings
Kristín Linda Árnadóttir skrifar
Tímamót
Jón Steindór Valdimarsson skrifar
Menntun fyrir Hans Vögg
Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar
Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur
Erna Bjarnadóttir skrifar
Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn
Ole Anton Bieltvedt skrifar
Jól í sól versus jóla í dimmu
Matthildur Björnsdóttir skrifar
Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði
Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar