Fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni og ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. október 2017 19:30 Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta og sérfræðingur í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, segir að það séu fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni- eða ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Hún segist þekkja málið af eigin raun þar sem hún var misnotuð af fyrrverandi landsliðsmanni í handbolta. Viðtal við Hildi Erlu Gísladóttur í Fréttablaðinu í gær hefur vakið mikla athygli en þar sagði hún frá grófu kynferðisofbeldi sem hún var beitt af sundþjálfara sínum á árunum. Hafdís Inga Hinriksdóttir hefur rannsakað ofbeldi í íþróttum á Íslandi og komst hún að því að sérstök hætta er á að afreksíþróttafólk verði fyrir andlegu eða annars konar ofbeldi af hendi þjálfara. Þá starfar hún sem félagsráðgjafi hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, og er fyrrverandi landsliðskona í handbolta og þekkir málið af eigin raun. „Andlegt ofbeldi er auðvitað mjög stór partur af íþróttum, því miður. Með þetta að maður þarf alltaf að vera svo sterkur andlega og má ekki sýna neina veikleika eða eitthvað þannig því þá er maður bara álitin sem aumingi,“ segir Hafís Inga. Þannig sé afreksfólk í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi enda sé það tilbúið að gera allt til að ná árangri. Þá snúist ofbeldið alltaf um vandamisræmi.„Ég lenti oft í því að þjálfararnir mínir voru að reyna við mig. Ég varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum landsliðsmanns í handbolta þegar ég var 16 ára gömul þar sem hann nýtti sína yfirburðastöðu gagnvart mér,“ segir Hafdís. Hafdís sagði engum frá á sínum tíma en opnaði sig fyrir nokkrum árum. „Maður þorði því bara ekki. Maður var alltaf hræddur um að manni yrði hent úr liðinu eða að draumar manns sem afreksíþróttamaður yrðu eyðilagðir á einhvern hátt,“ segir Hafdís sem vegna reynslu sinnar og starfa var fengin af Íþróttasambandi Íslands til að halda fyrirlestra hjá íþróttafélögum fyrir stjórn og þjálfara um birtingarmyndir ofbeldis. „Ég veit að það er fjöldinn allur af dæmum sem hefur ekki komið upp á yfirborðið. Ég hef fengið að heyra það líka í þeim fyrirlestrum sem ég er að halda. Mín upplifun er sú að það er veruleg þörf á því að fara með fræðslu og bara að það verði gerð allsherjarbylting innan íþróttanna. Þetta er ég ekki að segja til að fólk upplifi íþróttirnar sem einhvern hættulegan stað. Alls ekki það. Heldur bara við viljum að íþróttirnar verði ennþá betri,“ segir Hafdís Inga Hinriksdóttir. Tengdar fréttir Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00 Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans. 21. október 2017 19:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Hafdís Inga Hinriksdóttir, fyrrverandi landsliðskona í handbolta og sérfræðingur í Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, segir að það séu fjölmörg dæmi um kynferðislega áreitni- eða ofbeldi innan íþróttahreyfingarinnar á Íslandi. Hún segist þekkja málið af eigin raun þar sem hún var misnotuð af fyrrverandi landsliðsmanni í handbolta. Viðtal við Hildi Erlu Gísladóttur í Fréttablaðinu í gær hefur vakið mikla athygli en þar sagði hún frá grófu kynferðisofbeldi sem hún var beitt af sundþjálfara sínum á árunum. Hafdís Inga Hinriksdóttir hefur rannsakað ofbeldi í íþróttum á Íslandi og komst hún að því að sérstök hætta er á að afreksíþróttafólk verði fyrir andlegu eða annars konar ofbeldi af hendi þjálfara. Þá starfar hún sem félagsráðgjafi hjá Bjarkarhlíð, miðstöð fyrir þolendur ofbeldis, og er fyrrverandi landsliðskona í handbolta og þekkir málið af eigin raun. „Andlegt ofbeldi er auðvitað mjög stór partur af íþróttum, því miður. Með þetta að maður þarf alltaf að vera svo sterkur andlega og má ekki sýna neina veikleika eða eitthvað þannig því þá er maður bara álitin sem aumingi,“ segir Hafís Inga. Þannig sé afreksfólk í meiri hættu á að verða fyrir ofbeldi enda sé það tilbúið að gera allt til að ná árangri. Þá snúist ofbeldið alltaf um vandamisræmi.„Ég lenti oft í því að þjálfararnir mínir voru að reyna við mig. Ég varð fyrir kynferðisofbeldi af hálfu fyrrum landsliðsmanns í handbolta þegar ég var 16 ára gömul þar sem hann nýtti sína yfirburðastöðu gagnvart mér,“ segir Hafdís. Hafdís sagði engum frá á sínum tíma en opnaði sig fyrir nokkrum árum. „Maður þorði því bara ekki. Maður var alltaf hræddur um að manni yrði hent úr liðinu eða að draumar manns sem afreksíþróttamaður yrðu eyðilagðir á einhvern hátt,“ segir Hafdís sem vegna reynslu sinnar og starfa var fengin af Íþróttasambandi Íslands til að halda fyrirlestra hjá íþróttafélögum fyrir stjórn og þjálfara um birtingarmyndir ofbeldis. „Ég veit að það er fjöldinn allur af dæmum sem hefur ekki komið upp á yfirborðið. Ég hef fengið að heyra það líka í þeim fyrirlestrum sem ég er að halda. Mín upplifun er sú að það er veruleg þörf á því að fara með fræðslu og bara að það verði gerð allsherjarbylting innan íþróttanna. Þetta er ég ekki að segja til að fólk upplifi íþróttirnar sem einhvern hættulegan stað. Alls ekki það. Heldur bara við viljum að íþróttirnar verði ennþá betri,“ segir Hafdís Inga Hinriksdóttir.
Tengdar fréttir Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00 Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans. 21. október 2017 19:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Misnotuð af sundþjálfaranum sínum aðeins 16 ára gömul: „Gerði allt nema að nauðga mér“ Þjálfari Hildar Erlu Gísladóttur var rekinn árið 2008 eftir að komst upp að hann hafði brotið gegn henni í tæpt ár. 21. október 2017 07:00
Segir að ekki hafi verið brugðist nægilega við ásökunum um óæskilega hegðun sundþjálfara Formaður Sundssambands Íslands segist sjá eftir því að að hafa ekki brugðist betur við ásökun um óæskilega hegðun sundþjálfara á sínum tíma. Afrekskona í sundi sem lýsir brotum þjálfarans gegn sér er ekki sú eina sem hefur kvartað undan framkomu hans. 21. október 2017 19:30