Nýja stjórnarskráin vísar sérhagsmunum á dyr Þórdís Björk Sigurþórsdóttir skrifar 20. október 2017 16:55 Fimm ár eru liðin frá því Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, n.t.t. 20. október 2012. Yfirgnæfandi stuðningur var meðal kjósenda við að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. 67% kjósenda sögðu já. Undir lok kjörtímabils árið 2013 lá fyrir frumvarp af hálfu Alþingis sem var efnislega í samræmi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Frumvarpið var sömuleiðis í samræmi við niðurstöðu Þjóðfundar 2010, sem lagði grunninn að stjórnarskrárferlinu eftir Hrun. Fundinn sátu 950 Íslendingar sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Frumvarp Alþingis var aftur á móti ekki tekið til atkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur komu í veg fyrir það með ofbeldi og Samfylking og Vinstri græn létu það gott heita. Hvernig má það vera í lýðræðisríki að löggjafinn hunsi slíkt ferli og niðurstöðu þess um grundvallarsáttmála samfélagsins? Sú staðreynd vitnar um að íslensk stjórnmál og stjórnmálamenning eru í miklum og þjóðhættulegum hnút. Nýjustu fréttir úr þeirri átt eru aðeins framhald á því sem við höfum orðið vitni að undanfarið og álíka fréttir munu halda áfram að berast, að óbreyttu. Við, kjósendur, ættum meðal annars að spyrja okkur í komandi kosningum hvernig það megi vera, að samfélagið þróist stöðugt í andstæða átt við vilja og hag yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. Við þurfum að krefja frambjóðendur flokkanna svara við því sama, og hvort þeir muni virða lýðræðislegan vilja kjósenda og þann nýja sáttmála sem landsmenn sömdu sér eftir Hrun. Heimtum afdráttarlaus svör, látum hálfvelgjuna ekki nægja. Ástæðan fyrir því að svo langt er seilst, að hunsa lýðræðislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, er einfaldlega sú, að núgildandi stjórnarskrá tryggir ofríki valdhafa og valdaleysi almennings. Þess vegna þróast samfélagið í þágu sérhagsmuna en ekki í þágu almennings. Þess vegna fáum við ekki arðinn af auðlindum okkar, heldur rennur hann að mestu í vasa örfárra. Þess vegna fáum við ekki öflugt heilbrigðiskerfi. Þess vegna sitjum við uppi með ónýta embættismenn og ógagnsæja stjórnsýslu. Þess vegna þurfum við að kyngja spilltum ráðningum dómara. Undir núgildandi stjórnarskrá getum við ekki borið hönd fyrir höfuð okkar gagnvart ofríkinu. Og einmitt þess vegna hefur nýja stjórnarskráin okkar ekki tekið gildi. Hún hentar valdhöfum sérlega vel! Þetta er staðan sem við þurfum að brjótast útúr. Það gerum við með því að krefjst hins sjálfsagða, að nýi sáttmálinn okkar verði lögfestur. Þá verður hægt að byggja upp betra samfélag, samfélag þar sem sérhagsmunum er vísað á dyr en hagsmunir almennings eru leiðarljósið. Höfundur er viðskiptafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Leikskólinn – vara á markaði? Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Hugvekja í raforkuskorti Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Gæti Ísland skráð sig í sögubækurnar? Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Allra besta jólagjöfin Tinna Tómasdóttir,Lovísa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvorugt er né hefur verið raunin Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar krísa er nýtt til að fyrirtækjavæða menntun Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Efni í nýjan stjórnarsáttmála Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Orkan og álið Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Eru skoðanir ungs fólks þýðingalitlar og ómarktækar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar Skoðun Verður verðmætasköpun í öndvegi á nýju kjörtímabili? Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Geturðu gert betur? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sérréttindablinda BHM og BSRB Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Hvað með allt þetta frí? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Alvotech og Arion banki stofna grunnskóla Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Grimmdin á bak við orðið móðursýki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Vaskir grísir og vondar nornir Gunnar Theodór Eggertsson skrifar Sjá meira
Fimm ár eru liðin frá því Alþingi boðaði til þjóðaratkvæðagreiðslu um nýja stjórnarskrá, n.t.t. 20. október 2012. Yfirgnæfandi stuðningur var meðal kjósenda við að tillögur Stjórnlagaráðs yrðu grundvöllur að nýrri stjórnarskrá. 67% kjósenda sögðu já. Undir lok kjörtímabils árið 2013 lá fyrir frumvarp af hálfu Alþingis sem var efnislega í samræmi niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar. Frumvarpið var sömuleiðis í samræmi við niðurstöðu Þjóðfundar 2010, sem lagði grunninn að stjórnarskrárferlinu eftir Hrun. Fundinn sátu 950 Íslendingar sem valdir voru af handahófi úr þjóðskrá. Frumvarp Alþingis var aftur á móti ekki tekið til atkvæðagreiðslu. Sjálfstæðisflokkur og Framsóknarflokkur komu í veg fyrir það með ofbeldi og Samfylking og Vinstri græn létu það gott heita. Hvernig má það vera í lýðræðisríki að löggjafinn hunsi slíkt ferli og niðurstöðu þess um grundvallarsáttmála samfélagsins? Sú staðreynd vitnar um að íslensk stjórnmál og stjórnmálamenning eru í miklum og þjóðhættulegum hnút. Nýjustu fréttir úr þeirri átt eru aðeins framhald á því sem við höfum orðið vitni að undanfarið og álíka fréttir munu halda áfram að berast, að óbreyttu. Við, kjósendur, ættum meðal annars að spyrja okkur í komandi kosningum hvernig það megi vera, að samfélagið þróist stöðugt í andstæða átt við vilja og hag yfirgnæfandi meirihluta landsmanna. Við þurfum að krefja frambjóðendur flokkanna svara við því sama, og hvort þeir muni virða lýðræðislegan vilja kjósenda og þann nýja sáttmála sem landsmenn sömdu sér eftir Hrun. Heimtum afdráttarlaus svör, látum hálfvelgjuna ekki nægja. Ástæðan fyrir því að svo langt er seilst, að hunsa lýðræðislega niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslu, er einfaldlega sú, að núgildandi stjórnarskrá tryggir ofríki valdhafa og valdaleysi almennings. Þess vegna þróast samfélagið í þágu sérhagsmuna en ekki í þágu almennings. Þess vegna fáum við ekki arðinn af auðlindum okkar, heldur rennur hann að mestu í vasa örfárra. Þess vegna fáum við ekki öflugt heilbrigðiskerfi. Þess vegna sitjum við uppi með ónýta embættismenn og ógagnsæja stjórnsýslu. Þess vegna þurfum við að kyngja spilltum ráðningum dómara. Undir núgildandi stjórnarskrá getum við ekki borið hönd fyrir höfuð okkar gagnvart ofríkinu. Og einmitt þess vegna hefur nýja stjórnarskráin okkar ekki tekið gildi. Hún hentar valdhöfum sérlega vel! Þetta er staðan sem við þurfum að brjótast útúr. Það gerum við með því að krefjst hins sjálfsagða, að nýi sáttmálinn okkar verði lögfestur. Þá verður hægt að byggja upp betra samfélag, samfélag þar sem sérhagsmunum er vísað á dyr en hagsmunir almennings eru leiðarljósið. Höfundur er viðskiptafræðingur.
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Skoðun Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Stjórnvöld verða að standa með þolendum mansals – níu mánuðum síðar Saga Kjartansdóttir,Halldór Oddsson skrifar
Evrópa án utanríkisstefnu í aukahlutverki á ófriðartímum á eigin grund? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun