Háir vextir Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar 20. október 2017 11:15 Undirliggjandi vandi hagkerfisins er háir vextir sem hafa mikil áhrif á gengisflökt krónunnar. Seðlabankinn tekur ákvörðun um hversu hátt vaxtastigið eigi að vera. Eins og staðan er í dag, er fólk þvingað til að taka verðtryggð lán. Hver greiðsla er lægri af láninu í hverjum mánuði, en heildarlánið verður hærra. Verðtryggð lán taka mið af vísitölu neysluverðs á hverjum tíma, en verðbólga veldur tugi milljarða hækkun á skuldum heimilanna. Þess vegna þarf að banna verðtryggingu á nýjum neytenda- og íbúðalánum. Í kjölfarið munu bankarnir fara að bjóða lægri vexti.Húsnæðisliður út úr vísitölu Húsnæðisliðurinn skekkir vísitölu neysluverðs. Til að sporna við því að íbúðarlánið hækki á lánstímanum þarf að byrja á því að fjarlægja húsnæðisliðinn út úr vísitölunni og banna verðtrygginguna. Framboðið af húsnæði hefur ekki haldið í gríðarlega eftirspurn sem leitt hefur til meiri verðhækkana á húsnæði en verð á öðrum vörum og þjónustu. Vísitalan tekur mið af verðhækkunum og heimili landsins blæða. Það er með öllu óásættanlegt að borga þurfi aukalega himinháa verðtryggingu sökum þessa.Afnemum verðtryggingu Afnám verðtryggingar mun leiða til þess að bankarnir þurfa að bjóða óverðtryggð lán sem verða hagstæðari en nú þekkist. Lífeyrissjóðirnir hafa einnig komið sterkir inn á markaðinn og sýnt að þeir eru vel samkeppnishæfir við bankana. Við þurfum einnig að bregðast við fákeppninni sem ríkir á bankamarkaði. Því er nauðsynlegt að ríkið eigi einn af stóru bönkunum og marki honum stefnu um að efla samkeppni í bankaþjónustu, almenningi og atvinnulífi til hagsbóta. Síðast en ekki síst þá er mikilvægt að við öll tökum nú höndum saman og knýjum fram vaxtalækkun til að tryggja stöðugleika hjá hverju og einu okkar. Ríkisvaldið, Seðlabankinn, sveitarfélögin og aðilar vinnumarkaðarins þurfa því að sammælast um að lækka vexti í landinu. Þannig tryggjum við stöðuga krónu og aukum kaupmátt hjá okkur öllum. Getum við ekki öll verið sammála um það? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2017 Sigurður Ingi Jóhannsson Mest lesið Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stækkum Sjálfstæðisflokkinn Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Hvers á Öskjuhlíðin að gjalda? Eyþór Máni Steinarsson skrifar Skoðun Karlveldið hefur enn ansi mörg andlit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stjórnarskráin Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun „Þetta er atriðið þar sem þið takið til fótanna…” Marta Wieczorek skrifar Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar Skoðun Börn í vanda Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Hinir mannlegu englar Landspítalans Sveinn Hjörtur Guðfinnsson skrifar Skoðun Magnús Karl verður rektor fyrir okkur öll Guðjón Reykdal Óskarsson skrifar Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um akademískt frelsi Björn Þorsteinsson skrifar Skoðun Samræmd próf jafna stöðuna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun VR og við sem erum miðaldra Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Áslaug Arna - minn formaður Katrín Atladóttir skrifar Skoðun Mannauður er lykilfjárfesting sveitarfélaga Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – II – ákvörðun launa Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Sjá meira
Undirliggjandi vandi hagkerfisins er háir vextir sem hafa mikil áhrif á gengisflökt krónunnar. Seðlabankinn tekur ákvörðun um hversu hátt vaxtastigið eigi að vera. Eins og staðan er í dag, er fólk þvingað til að taka verðtryggð lán. Hver greiðsla er lægri af láninu í hverjum mánuði, en heildarlánið verður hærra. Verðtryggð lán taka mið af vísitölu neysluverðs á hverjum tíma, en verðbólga veldur tugi milljarða hækkun á skuldum heimilanna. Þess vegna þarf að banna verðtryggingu á nýjum neytenda- og íbúðalánum. Í kjölfarið munu bankarnir fara að bjóða lægri vexti.Húsnæðisliður út úr vísitölu Húsnæðisliðurinn skekkir vísitölu neysluverðs. Til að sporna við því að íbúðarlánið hækki á lánstímanum þarf að byrja á því að fjarlægja húsnæðisliðinn út úr vísitölunni og banna verðtrygginguna. Framboðið af húsnæði hefur ekki haldið í gríðarlega eftirspurn sem leitt hefur til meiri verðhækkana á húsnæði en verð á öðrum vörum og þjónustu. Vísitalan tekur mið af verðhækkunum og heimili landsins blæða. Það er með öllu óásættanlegt að borga þurfi aukalega himinháa verðtryggingu sökum þessa.Afnemum verðtryggingu Afnám verðtryggingar mun leiða til þess að bankarnir þurfa að bjóða óverðtryggð lán sem verða hagstæðari en nú þekkist. Lífeyrissjóðirnir hafa einnig komið sterkir inn á markaðinn og sýnt að þeir eru vel samkeppnishæfir við bankana. Við þurfum einnig að bregðast við fákeppninni sem ríkir á bankamarkaði. Því er nauðsynlegt að ríkið eigi einn af stóru bönkunum og marki honum stefnu um að efla samkeppni í bankaþjónustu, almenningi og atvinnulífi til hagsbóta. Síðast en ekki síst þá er mikilvægt að við öll tökum nú höndum saman og knýjum fram vaxtalækkun til að tryggja stöðugleika hjá hverju og einu okkar. Ríkisvaldið, Seðlabankinn, sveitarfélögin og aðilar vinnumarkaðarins þurfa því að sammælast um að lækka vexti í landinu. Þannig tryggjum við stöðuga krónu og aukum kaupmátt hjá okkur öllum. Getum við ekki öll verið sammála um það? Höfundur er formaður Framsóknarflokksins.
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun
Skoðun Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson skrifar
Skoðun Barátta hafnarverkamanna: Leiðin að viðurkenningu sem samningsaðili Sverrir Fannberg Júlíusson skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir skrifar
Skoðun Leiðtoga- og stjórnendavandi: Af hverju meðalmennska í stjórnun skaðar skipulagsheildir og hvernig á að bæta úr? Berglind Björk Hreinsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Trú- og lífsskoðunarfélög í landi sammannlegs stjórnskipulags – er samt hætta á óeiningu? Svanur Sigurbjörnsson Skoðun
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Opið bréf til Jóns Björns Hákonarsonar Fjóla Margrét Hrafnkelsdóttir,Guðrún Ásta Friðbertsdóttir,Karen Ragnarsdóttir,Lísa Lotta Björnsdóttir Skoðun