Árlegur starfstími barna í leikskólum er of langur Haraldur F. Gíslason skrifar 20. október 2017 10:43 Umræðan um starfsaðstæður í leikskólum að undanförnu hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum sem lætur sig varða leikskólamál. Vandinn í stóra samhenginu er að það þarf að fjölga leikskólakennurum. Sá vandi er djúpstæður. Rót hans er sú að það vantar um 1.300 leikskólakennara til að uppfylla lög 87/2008 um menntun og ráðningu kennara sem kveður á um að 2/3 hlutar þeirra sem sinna menntun og uppeldi barna eigi að hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Leikskólar hafa því þurft á hverju hausti að manna stöður leikskólakennara með leiðbeinendum eins og 17. greinin í lögum 87/2008 heimilar. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun allt of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir samfélagsins um að taka sífellt inn yngri og yngri börn án þess að hugsa málið fyllilega til enda hefur aukið á vandann og komið okkur öllum í erfiða stöðu. Leikskólafólk er því oft milli steins og sleggju. Eðlilega viljum við öll allt það besta fyrir börnin okkar en á sama tíma ráðum við ekki við þessa hröðu þróun. Það er nefnilega ekkert svo langt síðan að börn voru almennt ekki í leikskólum. Í Reykjavík fyrir 1994 var það t.d. svo að aðeins forgangshópar fengu pláss fyrir börn í heilsdagsvistun og sjá má í ársskýrslum að nær eingöngu var um að ræða börn einstæðra foreldra, börn námsmanna og börn sem fengu undanþágu vegna félagslegra aðstæðna. Við þurfum því að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort ekki sé skynsamleg að hægja á vexti leikskólastigsins meðan við aukum nýliðun. Skortur á leikskólakennurum er ekkert nýtt vandamál. Það er ljóst að samfélagið þarf að gera betur til að hlúa að leikskólakennurum og auka nýliðun. Þrátt fyrir námsstyrki Félags leikskólakennara (höfum styrkt um 80 manns á síðustu tveimur árum til að sækja nám sem veitir leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi) og þær aðgerðir sem mörg sveitarfélög hafa farið í til að aðstoða fólk að sækja sér leikskólakennaramenntun er ljóst að það þarf að setja miklu meira púður í að auka nýliðun. Samkvæmt tölum frá HA og HÍ eru nú samanlagt 253 nemar í námi í leikskólafræðum. Það þýðir að á næstu fimm árum gætu útskrifast að meðaltali rúmlega 50 leikskólakennarar á ári. Í ár varð svo fjölgun nýnema í leikskólafræðum og um 60 manns hjá HÍ og HA hófu nám í leikskólafræðum. Ofan á það þarf að byggja. Brottfall úr náminu er hins vegar mikið og sjálfsagt eru margar ástæður fyrir því. Hagsmunaaðilar þurfa að taka höndum saman og vinna markvisst að því að minnka brottfallið. Það þarf líka að draga úr álagi. Það eru vísbendingar í gögnum frá VIRK að álag í starfi sé áberandi mikið hjá leikskólakennurum. Við því þarf að bregðast og vinna markvisst að því að bæta starfsumhverfi í leikskólum. Það sem skiptir mestu máli má flokka í fjóra liði. 1. Hækka laun 2. Fækka börnum 3. Fjölga undirbúningstímum 4. Færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum hvað varðar vinnutíma og starfstíma. Þessir þættir eru allir líklegir til að bæta starfsumhverfið og vinna gegn álagi og kulnun í starfi.Laun Við höfum stigið mikilvæg skref í að gera laun leikskólakennara samkeppnishæf við aðra sérfræðinga. Leik- og grunnskólakennarar eru með sömu grunnlaun. Byrjunarlaun leikskólakennara hafa hækkað um 88% frá árinu 2011 og að teknu tilliti til verðbólgu á tímabilinu 2011 til 2107 er hrein kaupmáttaraukning 52%. Það þýðir að nafnlaun byrjenda eru 217.955 kr. hærri fyrir skatt í dag og 137.442 kr. hærri eftir skatt en árið 2011. Að teknu tilliti til verðbólgu er hrein kaupmáttaraukning raunlauna 155.627 kr. hærri fyrir skatt og 98.138 kr. eftir skatt. Það þýðir að laun byrjenda eru um 100.000 kr. meira virði eftir skatt í dag en árið 2011. Ofan á þetta þarf að byggja í kjarasamningum 2019 og gera laun leikskólakennara enn samkeppnishæfari við aðra sérfræðinga á markaði. Byrjandi í dag er með meistarapróf. Það eru vísbendingar í opinberum launagögnum um að laun leikskólakennara séu að ná meðaltali annarra sérfræðinga sem starfa hjá sveitarfélögunum. Byrjunarlaun nýútskrifaðs leikskólakennara eru nú 465.155 kr. og 490.238 kr. ef viðkomandi sinnir deildarstjórn. Þau taka svo hækkunum eftir starfsaldri. Laun leikskólakennara þurfa og eiga vera hærri. Það er því miður svo að menntun á Íslandi er almennt ekki metin nægilega vel til launa. Launagögn frá 2016 sýna að ríkið er að greiða sínum sérfræðingum hærri laun en sveitarfélögin og svo er almenni markaðurinn að greiða sínum sérfræðingum hærri laun en ríkið.Fækkun barna Fækkun barna í rými og á hvern starfsmann hefur verið nefnd sem einn af þeim þáttum sem mun draga úr álagi í leikskólum. Það segir sig sjálft að það væri mjög skynsamlegt að ráðast í þær breytingar. Það myndi hafa mörg hliðarverkandi áhrif, til dæmis í að bæta hljóðvist í leikskólum. Ef fækkun barna væri framkvæmd með þeim hætti að stöðugildum væri ekki fækkað í leiðinni myndi það auka afleysingu. Fækkun barna og að auka afleysingu tengjast ekki kjarasamningum heldur lögum um leikskóla 90/2008 og reglugerð 655/2009 um starfsumhverfi leikskóla. Þar gegna leikskólastjórar og sveitastjórnir lykilhlutverki.Meiri undirbúningstími Að fjölga undirbúningstímum er hægt að semja um í kjarasamningum ef báðir samningsaðilar væru sammála um það. Það hefur ekki verið vilji til þess hingað til hjá okkar viðsemjanda. Einnig væri hægt að gera það í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Nokkur sveitarfélög hafa fjölgað undirbúningstímum, nægir þar að nefna Hafnarfjörð og Selfoss. Samninganefnd Félags leikskólakennara hefur farið fram með kröfu um aukinn undirbúningstíma í öllum kjarasamningum síðan 2011 án árangurs og mun gera það áfram.Stillum af skólastigin Að færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum hvað varðar vinnutíma og starfstíma er stór samfélagsleg breyting. Samkvæmt tölum frá OECD frá 2014 kemur í ljós að árlegur starfstími leikskólakennara á Íslandi er einn sá lengsti sem þekkist í heiminum. Samkvæmt lögum um grunnskóla eru börn 37 vikur á ári í grunnskóla. Börn í leikskóla á Íslandi eru hins vegar 45 vikur á ári eða jafn lengi og leikskólakennararnir. Það þarf því að stytta árlegan starfstíma barna í leikskólum. Það eru öfl í samfélaginu sem mega ekki heyra á það minnst að stytta árlegan starfstíma barna í leikskólum. Það eru öfl sem eru gjörn á að skilgreina leikskólann sem þjónustustofnun fyrir foreldra. Við hin viljum skilgreina leikskólann sem menntastofnun fyrir börn líkt og lög nr. 90/2008 um leikskóla gera.Höfundur er formaður Félags leikskólakennara. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haraldur F. Gíslason Mest lesið Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar Skoðun Hvernig tölum við um mat í kringum börnin okkar? Berglind Lilja Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Fangelsismál - Sparnaður og endurhæfing Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tvær þjóðir í sama landi Einar Helgason skrifar Skoðun Henta vísindin bara þegar þau styðja skoðanir okkar? Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Hlutverk markmiða er að umbreyta okkur Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Líknarslæving við lífslok er umdeild meðferð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Óáreiðanlegar mælingar og misvísandi fréttir Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Unga fólkið okkar og samfélagsmiðlar Fjóla Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað segir Morgunblaðið nú um stöðu litlu ríkjanna í ESB? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Það er ekki eitt, það er allt Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Skilyrt loforð Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Tímamótin að verða alvöru faðir Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Umboðsmaður barna í 30 ár Salvör Nordal skrifar Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Sjá meira
Umræðan um starfsaðstæður í leikskólum að undanförnu hefur sjálfsagt ekki farið fram hjá neinum sem lætur sig varða leikskólamál. Vandinn í stóra samhenginu er að það þarf að fjölga leikskólakennurum. Sá vandi er djúpstæður. Rót hans er sú að það vantar um 1.300 leikskólakennara til að uppfylla lög 87/2008 um menntun og ráðningu kennara sem kveður á um að 2/3 hlutar þeirra sem sinna menntun og uppeldi barna eigi að hafa leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi. Leikskólar hafa því þurft á hverju hausti að manna stöður leikskólakennara með leiðbeinendum eins og 17. greinin í lögum 87/2008 heimilar. Leikskólastigið hefur þróast hratt sem skólastig og í raun allt of hratt til þess að geta staðið almennilega undir sér. Ákvarðanir samfélagsins um að taka sífellt inn yngri og yngri börn án þess að hugsa málið fyllilega til enda hefur aukið á vandann og komið okkur öllum í erfiða stöðu. Leikskólafólk er því oft milli steins og sleggju. Eðlilega viljum við öll allt það besta fyrir börnin okkar en á sama tíma ráðum við ekki við þessa hröðu þróun. Það er nefnilega ekkert svo langt síðan að börn voru almennt ekki í leikskólum. Í Reykjavík fyrir 1994 var það t.d. svo að aðeins forgangshópar fengu pláss fyrir börn í heilsdagsvistun og sjá má í ársskýrslum að nær eingöngu var um að ræða börn einstæðra foreldra, börn námsmanna og börn sem fengu undanþágu vegna félagslegra aðstæðna. Við þurfum því að spyrja okkur þeirrar spurningar hvort ekki sé skynsamleg að hægja á vexti leikskólastigsins meðan við aukum nýliðun. Skortur á leikskólakennurum er ekkert nýtt vandamál. Það er ljóst að samfélagið þarf að gera betur til að hlúa að leikskólakennurum og auka nýliðun. Þrátt fyrir námsstyrki Félags leikskólakennara (höfum styrkt um 80 manns á síðustu tveimur árum til að sækja nám sem veitir leyfisbréf til kennslu á leikskólastigi) og þær aðgerðir sem mörg sveitarfélög hafa farið í til að aðstoða fólk að sækja sér leikskólakennaramenntun er ljóst að það þarf að setja miklu meira púður í að auka nýliðun. Samkvæmt tölum frá HA og HÍ eru nú samanlagt 253 nemar í námi í leikskólafræðum. Það þýðir að á næstu fimm árum gætu útskrifast að meðaltali rúmlega 50 leikskólakennarar á ári. Í ár varð svo fjölgun nýnema í leikskólafræðum og um 60 manns hjá HÍ og HA hófu nám í leikskólafræðum. Ofan á það þarf að byggja. Brottfall úr náminu er hins vegar mikið og sjálfsagt eru margar ástæður fyrir því. Hagsmunaaðilar þurfa að taka höndum saman og vinna markvisst að því að minnka brottfallið. Það þarf líka að draga úr álagi. Það eru vísbendingar í gögnum frá VIRK að álag í starfi sé áberandi mikið hjá leikskólakennurum. Við því þarf að bregðast og vinna markvisst að því að bæta starfsumhverfi í leikskólum. Það sem skiptir mestu máli má flokka í fjóra liði. 1. Hækka laun 2. Fækka börnum 3. Fjölga undirbúningstímum 4. Færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum hvað varðar vinnutíma og starfstíma. Þessir þættir eru allir líklegir til að bæta starfsumhverfið og vinna gegn álagi og kulnun í starfi.Laun Við höfum stigið mikilvæg skref í að gera laun leikskólakennara samkeppnishæf við aðra sérfræðinga. Leik- og grunnskólakennarar eru með sömu grunnlaun. Byrjunarlaun leikskólakennara hafa hækkað um 88% frá árinu 2011 og að teknu tilliti til verðbólgu á tímabilinu 2011 til 2107 er hrein kaupmáttaraukning 52%. Það þýðir að nafnlaun byrjenda eru 217.955 kr. hærri fyrir skatt í dag og 137.442 kr. hærri eftir skatt en árið 2011. Að teknu tilliti til verðbólgu er hrein kaupmáttaraukning raunlauna 155.627 kr. hærri fyrir skatt og 98.138 kr. eftir skatt. Það þýðir að laun byrjenda eru um 100.000 kr. meira virði eftir skatt í dag en árið 2011. Ofan á þetta þarf að byggja í kjarasamningum 2019 og gera laun leikskólakennara enn samkeppnishæfari við aðra sérfræðinga á markaði. Byrjandi í dag er með meistarapróf. Það eru vísbendingar í opinberum launagögnum um að laun leikskólakennara séu að ná meðaltali annarra sérfræðinga sem starfa hjá sveitarfélögunum. Byrjunarlaun nýútskrifaðs leikskólakennara eru nú 465.155 kr. og 490.238 kr. ef viðkomandi sinnir deildarstjórn. Þau taka svo hækkunum eftir starfsaldri. Laun leikskólakennara þurfa og eiga vera hærri. Það er því miður svo að menntun á Íslandi er almennt ekki metin nægilega vel til launa. Launagögn frá 2016 sýna að ríkið er að greiða sínum sérfræðingum hærri laun en sveitarfélögin og svo er almenni markaðurinn að greiða sínum sérfræðingum hærri laun en ríkið.Fækkun barna Fækkun barna í rými og á hvern starfsmann hefur verið nefnd sem einn af þeim þáttum sem mun draga úr álagi í leikskólum. Það segir sig sjálft að það væri mjög skynsamlegt að ráðast í þær breytingar. Það myndi hafa mörg hliðarverkandi áhrif, til dæmis í að bæta hljóðvist í leikskólum. Ef fækkun barna væri framkvæmd með þeim hætti að stöðugildum væri ekki fækkað í leiðinni myndi það auka afleysingu. Fækkun barna og að auka afleysingu tengjast ekki kjarasamningum heldur lögum um leikskóla 90/2008 og reglugerð 655/2009 um starfsumhverfi leikskóla. Þar gegna leikskólastjórar og sveitastjórnir lykilhlutverki.Meiri undirbúningstími Að fjölga undirbúningstímum er hægt að semja um í kjarasamningum ef báðir samningsaðilar væru sammála um það. Það hefur ekki verið vilji til þess hingað til hjá okkar viðsemjanda. Einnig væri hægt að gera það í hverju sveitarfélagi fyrir sig. Nokkur sveitarfélög hafa fjölgað undirbúningstímum, nægir þar að nefna Hafnarfjörð og Selfoss. Samninganefnd Félags leikskólakennara hefur farið fram með kröfu um aukinn undirbúningstíma í öllum kjarasamningum síðan 2011 án árangurs og mun gera það áfram.Stillum af skólastigin Að færa starfsumhverfið nær því sem þekkist á öðrum skólastigum hvað varðar vinnutíma og starfstíma er stór samfélagsleg breyting. Samkvæmt tölum frá OECD frá 2014 kemur í ljós að árlegur starfstími leikskólakennara á Íslandi er einn sá lengsti sem þekkist í heiminum. Samkvæmt lögum um grunnskóla eru börn 37 vikur á ári í grunnskóla. Börn í leikskóla á Íslandi eru hins vegar 45 vikur á ári eða jafn lengi og leikskólakennararnir. Það þarf því að stytta árlegan starfstíma barna í leikskólum. Það eru öfl í samfélaginu sem mega ekki heyra á það minnst að stytta árlegan starfstíma barna í leikskólum. Það eru öfl sem eru gjörn á að skilgreina leikskólann sem þjónustustofnun fyrir foreldra. Við hin viljum skilgreina leikskólann sem menntastofnun fyrir börn líkt og lög nr. 90/2008 um leikskóla gera.Höfundur er formaður Félags leikskólakennara.
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun
Skoðun Velferðartækni er það lykillinn að sjálfbærara heilbrigðiskerfi? Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Hindrum fleiri græn gímöld með einföldun regluverks Ásta Logadóttir,Trausti Björgvinsson skrifar
Skoðun Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand skrifar
Skoðun Syndaaflausnin er svo að við ætlum að læra af þessu „á ykkar kostnað“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun og styðjum við kennara Kolbrún Þ. Pálsdóttir,Kristín Jónsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar
Skoðun Fjölmiðlanefnd í stað Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Vegna FB færslu Kristins Hrafnssonar: Misskilningur um endurgreiðslukerfi kvikmynda Ólafur William Hand Skoðun