Líklega áframhaldandi hlýnun hér á landi: „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 20. október 2017 11:15 Halldór Björnsson sérfræðingur í loftlagsbreytingum hélt í dag erindi á Umhverfisþingi í Hörpu. Skjáskot „Loftlagssagan síðustu þúsund ár má segja að sé skrykkjótt kólnun með hlýindaköflum inni á milli,“ segir Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftlags hjá hjá Veðurstofu Íslands. „Sagan síðustu 200 ár er skrykkjótt hlýnun,“ segir hann um veðurfarið hér á landi. Þetta kom fram í erindi Halldórs á Umhverfisþingi í Hörpu í morgun en þetta er í tíunda skipti sem efnt er til Umhverfisþings en að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli. Erindi Halldórs bar yfirskriftina Loftlagsbreytingar – Áhrif á Ísland. Umhverfisþingið í dag hófst á ávarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra.Flestir jöklarnir að hopa „Hlýnun síðustu áratuga er eindregnari að sumarlagi vestan til á landinu,“ segir Halldór. Kom meðal annars fram í erindi hans að afleiðingar þessarar hlýnunar séu mjög mikil og auðsæ. Nefndi hann meðal annars hop jökla, breytingar á farvegum straumvatna, landsris, breytingar í lífríki bæði á landi og á sjó. Halldór fjallaði um hluta af vinnu Vísindanefndar á skýrslu um loftlagsbreytingar á Íslandi en unnið hefur verið að skýrslunni í nokkur ár. Þegar breytingar á lífríki eru skoðaðar má sjá að aukningin hafi verið mest þar sem hlýnaði mest. Farfuglar eins og jaðrakan hafa byrjað að koma fyrr þar sem þeir vita að hér er nú hlýrra. Halldór segir að bleikjustofninn hafi látið á sjá þegar hlýnar og hnignun hafi verið í stangveiði á Bleikju. Kemur fram í skýrslunni að óþekktar fiskitegundir hafa aukist í okkar landhelgi. Halldór segir að jöklar hér á landi hafi gengið fram og hopað í takt við sveiflur í veðurfari. „Nú er svo komið að flestir íslenskir jöklar eru að hopa.“ Hann bendir á að þessu hafi fylgt verulegar breytingar á vatnafari og jökulár hafi breytt um farveg. Þegar jöklar þynnast og bráðna þá rís landið. „Það er ákaft landris á Höfn og við Suðvesturströndina, það er landris inn til landsins víðast hvar og svo er landsig mjög víða annars staðar, þó mismunandi hvar maður er.“Hlýnun af mannavöldum heldur líklega áfram Halldór vitnar í skýrslu IPCC frá 2013 um að hlýnun jarðar sé óumdeilanleg og benda margar athuganir til breytinga frá því um miðbik síðustu aldar sem eru fordæmalausar þegar litið er til síðustu áratuga og árþúsunda. „Hnattræn hlýnun síðustu áratuga er að mestu leiti af mannavöldum og haldi losun gróðurhúsalofttegunda áfram mun hlýna frekar. Þá má nota loftlagslíkön til að leggja mat á líklega hlýnun af gefnum forsendum um losun gróðurhúsalofttegunda.“ Niðurstöður IPCC benda til þess að hlýnunin sem við höfum verið að sjá á síðustu árum sé drifin af hnattrænni hlýnun og náttúrulegum breytileika. Með áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda mun hlýnun jarðar halda áfram. Í samantekt sinni segir Halldór að á Íslandi muni líklegast einnig hlýna þó áratuga langra sveiflna muni áfram gæta. „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar.“Bein útsending er frá þinginu en hana má sjá á hér á Vísi. Tengdar fréttir Öfgar í veðurfari vegna loftslagsbreytinga ekki farnar að koma fram hér á landi Síðar á þessu ári kemur út ný skýrsla um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi en síðasta skýrsla nefndarinnar kom út fyrir níu árum eða árið 2008. 27. mars 2017 13:45 Bein útsending: Umhverfisþing í Hörpu Er þetta í tíunda sinn sem umhverfis-og auðlindaráðherra efnir til Umhverfisþings en að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli. 20. október 2017 08:45 Framtíðinni gætu fylgt enn meiri rigningar fyrir austan Spár fyrir þessa öld gera ráð fyrir að úrkoma aukist með áframhaldandi hnattrænni hlýnun, ekki síst á votviðrasömum svæðum. Milljónatjón hefur orðið í flóðum á austanverðu landinu í sumar og haust. 13. október 2017 11:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
„Loftlagssagan síðustu þúsund ár má segja að sé skrykkjótt kólnun með hlýindaköflum inni á milli,“ segir Halldór Björnsson hópstjóri veðurs og loftlags hjá hjá Veðurstofu Íslands. „Sagan síðustu 200 ár er skrykkjótt hlýnun,“ segir hann um veðurfarið hér á landi. Þetta kom fram í erindi Halldórs á Umhverfisþingi í Hörpu í morgun en þetta er í tíunda skipti sem efnt er til Umhverfisþings en að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli. Erindi Halldórs bar yfirskriftina Loftlagsbreytingar – Áhrif á Ísland. Umhverfisþingið í dag hófst á ávarpi Bjartar Ólafsdóttur, umhverfis- og auðlindaráðherra.Flestir jöklarnir að hopa „Hlýnun síðustu áratuga er eindregnari að sumarlagi vestan til á landinu,“ segir Halldór. Kom meðal annars fram í erindi hans að afleiðingar þessarar hlýnunar séu mjög mikil og auðsæ. Nefndi hann meðal annars hop jökla, breytingar á farvegum straumvatna, landsris, breytingar í lífríki bæði á landi og á sjó. Halldór fjallaði um hluta af vinnu Vísindanefndar á skýrslu um loftlagsbreytingar á Íslandi en unnið hefur verið að skýrslunni í nokkur ár. Þegar breytingar á lífríki eru skoðaðar má sjá að aukningin hafi verið mest þar sem hlýnaði mest. Farfuglar eins og jaðrakan hafa byrjað að koma fyrr þar sem þeir vita að hér er nú hlýrra. Halldór segir að bleikjustofninn hafi látið á sjá þegar hlýnar og hnignun hafi verið í stangveiði á Bleikju. Kemur fram í skýrslunni að óþekktar fiskitegundir hafa aukist í okkar landhelgi. Halldór segir að jöklar hér á landi hafi gengið fram og hopað í takt við sveiflur í veðurfari. „Nú er svo komið að flestir íslenskir jöklar eru að hopa.“ Hann bendir á að þessu hafi fylgt verulegar breytingar á vatnafari og jökulár hafi breytt um farveg. Þegar jöklar þynnast og bráðna þá rís landið. „Það er ákaft landris á Höfn og við Suðvesturströndina, það er landris inn til landsins víðast hvar og svo er landsig mjög víða annars staðar, þó mismunandi hvar maður er.“Hlýnun af mannavöldum heldur líklega áfram Halldór vitnar í skýrslu IPCC frá 2013 um að hlýnun jarðar sé óumdeilanleg og benda margar athuganir til breytinga frá því um miðbik síðustu aldar sem eru fordæmalausar þegar litið er til síðustu áratuga og árþúsunda. „Hnattræn hlýnun síðustu áratuga er að mestu leiti af mannavöldum og haldi losun gróðurhúsalofttegunda áfram mun hlýna frekar. Þá má nota loftlagslíkön til að leggja mat á líklega hlýnun af gefnum forsendum um losun gróðurhúsalofttegunda.“ Niðurstöður IPCC benda til þess að hlýnunin sem við höfum verið að sjá á síðustu árum sé drifin af hnattrænni hlýnun og náttúrulegum breytileika. Með áframhaldandi losun gróðurhúsalofttegunda mun hlýnun jarðar halda áfram. Í samantekt sinni segir Halldór að á Íslandi muni líklegast einnig hlýna þó áratuga langra sveiflna muni áfram gæta. „Afleiðingar loftlagsbreytinga fyrir náttúrufar og dýralíf verða mjög víðtækar.“Bein útsending er frá þinginu en hana má sjá á hér á Vísi.
Tengdar fréttir Öfgar í veðurfari vegna loftslagsbreytinga ekki farnar að koma fram hér á landi Síðar á þessu ári kemur út ný skýrsla um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi en síðasta skýrsla nefndarinnar kom út fyrir níu árum eða árið 2008. 27. mars 2017 13:45 Bein útsending: Umhverfisþing í Hörpu Er þetta í tíunda sinn sem umhverfis-og auðlindaráðherra efnir til Umhverfisþings en að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli. 20. október 2017 08:45 Framtíðinni gætu fylgt enn meiri rigningar fyrir austan Spár fyrir þessa öld gera ráð fyrir að úrkoma aukist með áframhaldandi hnattrænni hlýnun, ekki síst á votviðrasömum svæðum. Milljónatjón hefur orðið í flóðum á austanverðu landinu í sumar og haust. 13. október 2017 11:30 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Öfgar í veðurfari vegna loftslagsbreytinga ekki farnar að koma fram hér á landi Síðar á þessu ári kemur út ný skýrsla um áhrif loftslagsbreytinga hér á landi en síðasta skýrsla nefndarinnar kom út fyrir níu árum eða árið 2008. 27. mars 2017 13:45
Bein útsending: Umhverfisþing í Hörpu Er þetta í tíunda sinn sem umhverfis-og auðlindaráðherra efnir til Umhverfisþings en að þessu sinni eru loftslagsmál í brennidepli. 20. október 2017 08:45
Framtíðinni gætu fylgt enn meiri rigningar fyrir austan Spár fyrir þessa öld gera ráð fyrir að úrkoma aukist með áframhaldandi hnattrænni hlýnun, ekki síst á votviðrasömum svæðum. Milljónatjón hefur orðið í flóðum á austanverðu landinu í sumar og haust. 13. október 2017 11:30