Katalónar missa stjórn á sér Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 20. október 2017 06:00 Inigo Mendez de Vigo, talsmaður ríkisstjórnar Spánar og ráðherra, hélt blaðamannafund í spænska þinghúsinu vegna málsins í gær. Nordicphotos/AFP Margítrekaðar hótanir spænsku ríkisstjórnarinnar verða að veruleika þegar 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar verður virkjuð og í kjölfarið mun Katalónía missa hluta sjálfsstjórnarréttinda eða jafnvel allan réttinn til sjálfsstjórnar. Til stendur að ferlið hefjist á morgun. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hafði gefið Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, frest til gærdagsins til þess að svara honum í eitt skipti fyrir öll um hvort Katalónía lýsti yfir sjálfstæði. Talið hafði verið að forsetinn hefði undirritað sjálfstæðisyfirlýsingu en frestað gildistöku hennar. Rajoy þótti það þó ekki nægilega skýrt. Puigdemont sendi forsætisráðherranum bréf í gærmorgun í þann mund sem fresturinn var að renna út. Sagði þar að gildistöku yfirlýsingarinnar hafi vissulega verið frestað en það gæti breyst. „Ef ríkisstjórnin heldur áfram að koma í veg fyrir viðræður, og heldur áfram að kúga okkur, gæti katalónska þingið kosið um formlega sjálfstæðisyfirlýsingu,“ skrifaði Puigdemont. Óljóst er hins vegar hvort af því gæti orðið þar sem héraðið mun að öllu óbreyttu missa sjálfsstjórnarréttindi sín. Það gæti þýtt að héraðsstjórnin myndi missa völd sín og að þing yrði rofið. Spænskir fjölmiðlar héldu því fram í gær að svo gæti jafnvel farið að Puigdemont haldi stöðu sinni en eingöngu að nafninu til. Völd hans myndu færast til Madrídar. Í yfirlýsingu sem spænska ríkisstjórnin sendi frá sér í gær segir að stjórnin muni halda áfram að taka þau skref sem stjórnarskráin krefst til þess að „endurreisa lög og reglu í stjórnarfari Katalóníu“. „Spænska ríkisstjórnin fordæmir þá viðleitni katalónskra stjórnvalda að sækjast eftir átökum þrátt fyrir þann alvarlega skaða sem það hefur nú þegar valdið samlífi okkar og efnahag Katalóníu. Ekki ber að efa að spænska ríkisstjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að endurreisa lög og reglu í landinu,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. 155. greinin gerir yfirvöldum í Madríd kleift að taka stjórnina á spænsku landsvæði á óvissutímum en hún hefur aldrei verið virkjuð. Í greininni segir: „Ef sjálfsstjórnarsvæði uppfyllir ekki þær skyldur sem stjórnarskráin og önnur lög setja því, eða hefur á annan hátt slæm áhrif á almannahag má ríkisstjórnin beita öllum nauðsynlegum ráðum til þess að láta yfirvöld á svæðinu uppfylla umræddar skyldur eða verja fyrrnefndan almannahag.“ Eins og áður segir er óvíst hversu langt verður gengið í sviptingu sjálfsstjórnarréttinda Katalóníu. Á BBC kemur fram að það gæti verið allt frá því að taka yfir stjórn lögreglu og efnahagmála til þess að boða til nýrra þingkosninga í Katalóníu. Jafnframt kemur fram að sérfræðingar sem rætt var við líti ekki svo á að hægt sé að svipta héraðið sjálfsstjórnarrétti að fullu en það þyki þó ekki ljóst. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Margítrekaðar hótanir spænsku ríkisstjórnarinnar verða að veruleika þegar 155. grein spænsku stjórnarskrárinnar verður virkjuð og í kjölfarið mun Katalónía missa hluta sjálfsstjórnarréttinda eða jafnvel allan réttinn til sjálfsstjórnar. Til stendur að ferlið hefjist á morgun. Mariano Rajoy, forsætisráðherra Spánar, hafði gefið Carles Puigdemont, forseta héraðsstjórnar Katalóníu, frest til gærdagsins til þess að svara honum í eitt skipti fyrir öll um hvort Katalónía lýsti yfir sjálfstæði. Talið hafði verið að forsetinn hefði undirritað sjálfstæðisyfirlýsingu en frestað gildistöku hennar. Rajoy þótti það þó ekki nægilega skýrt. Puigdemont sendi forsætisráðherranum bréf í gærmorgun í þann mund sem fresturinn var að renna út. Sagði þar að gildistöku yfirlýsingarinnar hafi vissulega verið frestað en það gæti breyst. „Ef ríkisstjórnin heldur áfram að koma í veg fyrir viðræður, og heldur áfram að kúga okkur, gæti katalónska þingið kosið um formlega sjálfstæðisyfirlýsingu,“ skrifaði Puigdemont. Óljóst er hins vegar hvort af því gæti orðið þar sem héraðið mun að öllu óbreyttu missa sjálfsstjórnarréttindi sín. Það gæti þýtt að héraðsstjórnin myndi missa völd sín og að þing yrði rofið. Spænskir fjölmiðlar héldu því fram í gær að svo gæti jafnvel farið að Puigdemont haldi stöðu sinni en eingöngu að nafninu til. Völd hans myndu færast til Madrídar. Í yfirlýsingu sem spænska ríkisstjórnin sendi frá sér í gær segir að stjórnin muni halda áfram að taka þau skref sem stjórnarskráin krefst til þess að „endurreisa lög og reglu í stjórnarfari Katalóníu“. „Spænska ríkisstjórnin fordæmir þá viðleitni katalónskra stjórnvalda að sækjast eftir átökum þrátt fyrir þann alvarlega skaða sem það hefur nú þegar valdið samlífi okkar og efnahag Katalóníu. Ekki ber að efa að spænska ríkisstjórnin mun gera allt sem í hennar valdi stendur til þess að endurreisa lög og reglu í landinu,“ segir enn fremur í yfirlýsingunni. 155. greinin gerir yfirvöldum í Madríd kleift að taka stjórnina á spænsku landsvæði á óvissutímum en hún hefur aldrei verið virkjuð. Í greininni segir: „Ef sjálfsstjórnarsvæði uppfyllir ekki þær skyldur sem stjórnarskráin og önnur lög setja því, eða hefur á annan hátt slæm áhrif á almannahag má ríkisstjórnin beita öllum nauðsynlegum ráðum til þess að láta yfirvöld á svæðinu uppfylla umræddar skyldur eða verja fyrrnefndan almannahag.“ Eins og áður segir er óvíst hversu langt verður gengið í sviptingu sjálfsstjórnarréttinda Katalóníu. Á BBC kemur fram að það gæti verið allt frá því að taka yfir stjórn lögreglu og efnahagmála til þess að boða til nýrra þingkosninga í Katalóníu. Jafnframt kemur fram að sérfræðingar sem rætt var við líti ekki svo á að hægt sé að svipta héraðið sjálfsstjórnarrétti að fullu en það þyki þó ekki ljóst.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira