Vill að fólk sé óhrætt við orðið „píka“ Guðný Hrönn skrifar 31. október 2017 10:15 Linda hefur undanfarið dundað sér við að teikna píkur. vísir/ANTON BRINK Linda Jóhannsdóttir,vöruhönnuður og eigandi Pastelpaper, opnar á morgun sýningu með teikningum af píkum. Með sýningunni vill Linda meðal annars vekja fólk til umhugsunar um orðið "píka“ sem virðist trufla margt fólk. „Sýning sem heitir Píka verður opnuð á morgun. Ég er búin að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi,“ segir Linda um teikningasýningu sína. „Hugmyndin kviknaði út frá þeirri margþættu merkingu sem orðið „píka“ hefur, miðað við orðið „typpi“. Og hversu sorglegt það sé að fólk eigi oft erfitt með að segja „píka“.“ „Ef við þurfum að skammast okkar fyrir orðið, þá er kannski ekkert skrýtið að sumar konur skammist sín fyrir píkuna sjálfa,“ útskýrir Linda sem vill með sýningunni vinna gegn þeirri neikvæðu merkingu sem hefur hengt sig við orðið „píka“. „Ég vil að fólk geti sagt „píka“ án þess að blána og að við hættum að nota orðið sem eitthvert blótsyrði.“Teikningar eftir Lindu.Myndirnar eru abstraktverk af píkum, unnar í blandaðri tækni og engar tvær myndir eru eins. „Með teikningunum langar mig sýna píkur í allri sinni fegurð og fjölbreytileika.“„Það er grátlegt að heyra konur tala illu um píkuna sína, þá gjarnan um að þeim þyki píkan sín ljót, og bara píkur yfirhöfuð.“ „Fegrunaraðgerðir á píkum hafa líka aukist mikið á undanförnum árum, svokallaðar skapabarmaaðgerðir. Þannig að við lifum á skrýtnum tímum, það er eitt að fara í aðgerð vegna þess að eitthvað er að, en þegar eingöngu er um fegrunarinngrip að ræða, er það eitthvað sem er að mínu mati raunverulegt áhyggjuefni. Hvaðan eru konur að fá myndir af hinni fullkomnu píku, hver er fyrirmyndin?“ Hluti ágóða af sölu myndanna mun renna til UN Women, spurð nánar út í það segir Linda: „Mann langar auðvitað að láta gott af sér leiða og ég valdi UN Women af því að starf þeirra tengist beint inn í þennan málstað sem ég er að vinna með. Á sama tíma og íslenskar konur fara sjálfviljugar og láta skera og „lagfæra“ á sér kynfærin þá er UN Women að hjálpa konum úti í heimi sem eru settar í aðgerðir á kynfærum sínum gegn vilja sínum. Þessi andstæða er hræðileg,“ segir Linda. Þess má geta að sýningin Píka verður opnuð klukkan 18.00 á morgun og er opin út mánudaginn næsta á Hverfisgötu 16. Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira
Linda Jóhannsdóttir,vöruhönnuður og eigandi Pastelpaper, opnar á morgun sýningu með teikningum af píkum. Með sýningunni vill Linda meðal annars vekja fólk til umhugsunar um orðið "píka“ sem virðist trufla margt fólk. „Sýning sem heitir Píka verður opnuð á morgun. Ég er búin að ganga með þessa hugmynd í maganum lengi,“ segir Linda um teikningasýningu sína. „Hugmyndin kviknaði út frá þeirri margþættu merkingu sem orðið „píka“ hefur, miðað við orðið „typpi“. Og hversu sorglegt það sé að fólk eigi oft erfitt með að segja „píka“.“ „Ef við þurfum að skammast okkar fyrir orðið, þá er kannski ekkert skrýtið að sumar konur skammist sín fyrir píkuna sjálfa,“ útskýrir Linda sem vill með sýningunni vinna gegn þeirri neikvæðu merkingu sem hefur hengt sig við orðið „píka“. „Ég vil að fólk geti sagt „píka“ án þess að blána og að við hættum að nota orðið sem eitthvert blótsyrði.“Teikningar eftir Lindu.Myndirnar eru abstraktverk af píkum, unnar í blandaðri tækni og engar tvær myndir eru eins. „Með teikningunum langar mig sýna píkur í allri sinni fegurð og fjölbreytileika.“„Það er grátlegt að heyra konur tala illu um píkuna sína, þá gjarnan um að þeim þyki píkan sín ljót, og bara píkur yfirhöfuð.“ „Fegrunaraðgerðir á píkum hafa líka aukist mikið á undanförnum árum, svokallaðar skapabarmaaðgerðir. Þannig að við lifum á skrýtnum tímum, það er eitt að fara í aðgerð vegna þess að eitthvað er að, en þegar eingöngu er um fegrunarinngrip að ræða, er það eitthvað sem er að mínu mati raunverulegt áhyggjuefni. Hvaðan eru konur að fá myndir af hinni fullkomnu píku, hver er fyrirmyndin?“ Hluti ágóða af sölu myndanna mun renna til UN Women, spurð nánar út í það segir Linda: „Mann langar auðvitað að láta gott af sér leiða og ég valdi UN Women af því að starf þeirra tengist beint inn í þennan málstað sem ég er að vinna með. Á sama tíma og íslenskar konur fara sjálfviljugar og láta skera og „lagfæra“ á sér kynfærin þá er UN Women að hjálpa konum úti í heimi sem eru settar í aðgerðir á kynfærum sínum gegn vilja sínum. Þessi andstæða er hræðileg,“ segir Linda. Þess má geta að sýningin Píka verður opnuð klukkan 18.00 á morgun og er opin út mánudaginn næsta á Hverfisgötu 16.
Menning Mest lesið Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum Lífið Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Lífið Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Lífið Selur íbúðina og flytur til Eyja Lífið Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lífið Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Lífið Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Lífið Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Lífið Leiksigur Ladda Gagnrýni „Sagði börnunum að vondur maður hefði meitt mömmu“ Áskorun Fleiri fréttir Birta Líf og Gunnar Patrik eignuðust dóttur Selur íbúðina og flytur til Eyja Silfurrefurinn George Clooney á bak og burt Kviknakinn Pétur Jóhann veinaði í brasilísku vaxi Lá ekki á óvinsælum skoðunum sínum Stjörnulífið: Skvísuferðir, skvísulæti og ljóskureisa Tapsár Måns svarar gagnrýnendum fullum hálsi Ungfrú Ísland snýst ekki um fallegustu stelpuna Ástin spyr ekki um aldur hjá þessum pörum „Þetta er meiri háttar draumur að rætast” Dóttir Annýjar og Heiðars nefnd í dag Hundur í hjólastól í Sandgerði Stuð og stemning á opnun Einars Fals í Þjóðminjasafninu Slasaðist við tökur í Bretlandi „Ég var kominn á þann stað að ég þorði ekki að vera með barnið mitt“ „Það getur enginn sært þig án þíns samþykkis“ „Munnvatnskirtlarnir hættu að starfa, ég var svo hræddur“ Krakkatían: VÆB, páskaegg og vorið Svíar senda gríngrúppu í stað Måns í Eurovision Byrjaði að baka fjögurra ára og vann fyrstu kokkakeppnina í dag Fullt hús og mikið fjör á frumsýningu Þetta er Laddi „Hvað er Gísli Marteinn gamall?“ Hélt í sér að ræða indverska drauminn í meira en ár Fréttatía vikunnar: Öskudagur, þingfundarhlé og píla Öðruvísi pítsur sem kitla bragðlaukana Gleði þegar Unnur og Una frumsýndu loksins Storm Aníta og Hafþór tóku gamla íbúð í Vesturbænum í gegn Hæðst að þrútnum og afskræmdum varaforsetanum Lýsir hjartáfallinu: „Hringdu á sjúkrabíl, bara strax“ Sögð vera æf vegna myndanna af Ben Affleck Sjá meira