Fundur um mögulegt kvennaframboð: Hafna þeirri mýtu að Ísland sé jafnréttisparadís Birgir Olgeirsson skrifar 30. október 2017 23:18 Fundurinn um hugsanlegt kvennaframboð fór fram á Mímisbar á Hótel Sögu í kvöld. Vísir/Eyþór Um 120 konur mættu mætta á Mímisbar á Hótel Sögu í kvöld til að ræða stöðu kvenna í stjórnmálum og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á fundinum var samþykkt ályktun sem birt var á Facebook-síðunni Kvennaframboð fyrr í kvöld en þar kemur fram að nýafstaðnar þingkosningar séu stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að konur séu aðeins fleiri en karlar í einu af sex kjördæmum landsins eftir kosningarnar þar sem 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi eftir fundinn að eina sem var samþykkt á þessum fundi hafi verið ályktunin sem birt var á Facebook. Sjálf segir hún fundinn hafa verið frábæran og bætir við: „Þetta er upphafið að einhverju stórkostlegu.“ Í ályktuninni segir að niðurstöður þingkosninganna séu í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi hafi verið í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því hafi verið sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni.Fundurinn hafnaði þeirri mýtu að Ísland sé einhverskonar jafnréttisparadís. „Og við erum komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.“Ályktunina má lesa í heild hér fyrir neðan:Ályktun fundar um hugsanlegt kvennaframboðVið lítum á nýafstaðnar kosningar sem stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna. Niðurstöðurnar eru í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi var í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því var sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni. Við höfnum þeirri mýtu að við búum í jafnréttisparadís og við erum hingað komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.Við lýsum yfir sárum vonbrigðum með þá aðför að réttindum kvenna sem niðurstöður kosninganna eru. Við skorum á öll þau framboð sem náðu kjöri á Alþingi um nýliðna helgi að setja femínisma á oddinn í stjórnarmyndunarviðræðunum sem framundan eru og öllu sínu starfi á nýju kjörtímabili.Við höfum fengið nóg af því að raddir kvenna heyrist ekki, að við séum kerfisbundið þaggaðar niður. Við erum hér og við erum að grípa til aðgerða. Með róttæka tilfinningasemi og tilfinningasama róttækni að vopni. Niður með feðraveldið! Tengdar fréttir „Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Konur ætla að koma saman og ræða hlut kvenna í pólitík í kvöld 30. október 2017 19:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
Um 120 konur mættu mætta á Mímisbar á Hótel Sögu í kvöld til að ræða stöðu kvenna í stjórnmálum og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Á fundinum var samþykkt ályktun sem birt var á Facebook-síðunni Kvennaframboð fyrr í kvöld en þar kemur fram að nýafstaðnar þingkosningar séu stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna.Greint var frá því í kvöldfréttum Stöðvar 2 að konur séu aðeins fleiri en karlar í einu af sex kjördæmum landsins eftir kosningarnar þar sem 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna, segir í samtali við Vísi eftir fundinn að eina sem var samþykkt á þessum fundi hafi verið ályktunin sem birt var á Facebook. Sjálf segir hún fundinn hafa verið frábæran og bætir við: „Þetta er upphafið að einhverju stórkostlegu.“ Í ályktuninni segir að niðurstöður þingkosninganna séu í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi hafi verið í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því hafi verið sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni.Fundurinn hafnaði þeirri mýtu að Ísland sé einhverskonar jafnréttisparadís. „Og við erum komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.“Ályktunina má lesa í heild hér fyrir neðan:Ályktun fundar um hugsanlegt kvennaframboðVið lítum á nýafstaðnar kosningar sem stórt skref aftur á bak í frelsisbaráttu kvenna. Niðurstöðurnar eru í hróplegu ósamræmi við tilefni kosninganna. Kynferðisofbeldi var í grunninn ástæða stjórnarslitanna en því var sópað út af dagskrá í kosningabaráttunni. Við höfnum þeirri mýtu að við búum í jafnréttisparadís og við erum hingað komnar til að sýna fram á að það er rangt að konur hafi ekki kjark, dug eða þor til að taka þátt í pólitík.Við lýsum yfir sárum vonbrigðum með þá aðför að réttindum kvenna sem niðurstöður kosninganna eru. Við skorum á öll þau framboð sem náðu kjöri á Alþingi um nýliðna helgi að setja femínisma á oddinn í stjórnarmyndunarviðræðunum sem framundan eru og öllu sínu starfi á nýju kjörtímabili.Við höfum fengið nóg af því að raddir kvenna heyrist ekki, að við séum kerfisbundið þaggaðar niður. Við erum hér og við erum að grípa til aðgerða. Með róttæka tilfinningasemi og tilfinningasama róttækni að vopni. Niður með feðraveldið!
Tengdar fréttir „Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Konur ætla að koma saman og ræða hlut kvenna í pólitík í kvöld 30. október 2017 19:15 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Engar töfralausnir við hegðunarvanda barna Minkurinn dó vegna fuglaflensu Slökkviliðs- og sjúkraflutningamenn bjartsýnir eftir fund dagsins Af þingi í skólamál á Austurlandi Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Sjá meira
„Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Konur ætla að koma saman og ræða hlut kvenna í pólitík í kvöld 30. október 2017 19:15
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent