„Feðraveldið er seigara en andskotinn“ Jóhann K. Jóhannsson skrifar 30. október 2017 19:15 Í aðeins einu kjördæmi af sex eru konur fleiri en karlar eftir nýafstaðnar þingkosningar. Fyrrverandi borgarfulltrúi segir feðraveldið seigara en andskotann og líkur eru á kvennaframboði fyrir sveitastjórnarkosningarnar á næsta ári. Hlutur kvenna í nýafstöðnum alþingiskosningum hefur þótt heldur rýr. 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Það hallar á konum í fimm af átta flokkum sem mynda nýtt þing. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna. Sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Sá síðar nefndi fékk fjóra þingmenn kjörna og er formaðurinn, Inga Sæland eina konan. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórar konur kjörnar á þing á móti tólf körlum. „Það hefði ekki mörg atkvæði þurft að falla öðruvísi á milli flokka og kjördæma til þess að við værum með þrjár konur og fjóra karla í þingflokknum. Hins vegar ætlum við að hafa mjög gott og náið samstarf við varaþingmennina hjá okkur og þar er öflugur hópur kvenna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Í Framsóknarflokknum hallar á karla eftir kosningarnar á laugardag en flokkurinn fékk fimm konur kjörnar á móti þremur körlum. „Við höfum þann háttinn á að það er svona rúmregla, það er að segja fjörutíu prósent af fimm efstu eiga að vera af öðru hvoru kyni. Þetta er með miklu betri hætti hjá okkur heldur en hjá mörgum öðrum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Í aðeins einu kjördæmi af sex eru fleiri konur heldur en karlar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru sex þingsæti skipuð konum og fimm körlum. Í öðrum hallar á konur, mest í Suðurkjördæmi þar sem þær eru aðeins tvær á móti átta körlum. Fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna segir alvarlegt bakslag hafa orðið í jafnréttismálum í nýliðnum kosningum þrátt fyrir háværa kröfu kvenna um breytt samfélag í aðdraganda stjórnarslita. „Feðraveldið er seigara en andskotinn og til þess að breyta því sem að þarf að breyta að þá þarf mjög mikið til. Við munum finna leiðina einn góðan veðurdag. Kannski þurfum við að prófa ýmislegt eða margt en þetta gengur ekki svona,“ segir Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Fundur verður haldinn á Mímisbar Hótel Sögu klukkan átta í kvöld þar sem konur ætla að ræða þessi mál og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. „Það er rosalega mikill kraftur þarna úti. Það eru rosalega margar konur sem að langar til þess að grípa til einhverskonar aðgerða. Ein af þeim hugmyndum sem að hafa komið upp er að stofna kvennaframboð og bjóða fram vegna þess að konur hafa ekki náð fram innan hins hefðbundna flokkakerfis,“ segir Sóley Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira
Í aðeins einu kjördæmi af sex eru konur fleiri en karlar eftir nýafstaðnar þingkosningar. Fyrrverandi borgarfulltrúi segir feðraveldið seigara en andskotann og líkur eru á kvennaframboði fyrir sveitastjórnarkosningarnar á næsta ári. Hlutur kvenna í nýafstöðnum alþingiskosningum hefur þótt heldur rýr. 24 konur hlutu kjörgengi á móti 39 körlum. Það hallar á konum í fimm af átta flokkum sem mynda nýtt þing. Kynjahallinn er mestur innan Miðflokksins sem fékk sjö þingmenn kjörna. Sex karla á móti einni konu. Þar á eftir koma Sjálfstæðisflokkur og Flokkur fólksins. Sá síðar nefndi fékk fjóra þingmenn kjörna og er formaðurinn, Inga Sæland eina konan. Sjálfstæðisflokkurinn fékk fjórar konur kjörnar á þing á móti tólf körlum. „Það hefði ekki mörg atkvæði þurft að falla öðruvísi á milli flokka og kjördæma til þess að við værum með þrjár konur og fjóra karla í þingflokknum. Hins vegar ætlum við að hafa mjög gott og náið samstarf við varaþingmennina hjá okkur og þar er öflugur hópur kvenna,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins. Í Framsóknarflokknum hallar á karla eftir kosningarnar á laugardag en flokkurinn fékk fimm konur kjörnar á móti þremur körlum. „Við höfum þann háttinn á að það er svona rúmregla, það er að segja fjörutíu prósent af fimm efstu eiga að vera af öðru hvoru kyni. Þetta er með miklu betri hætti hjá okkur heldur en hjá mörgum öðrum,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Í aðeins einu kjördæmi af sex eru fleiri konur heldur en karlar. Í Reykjavíkurkjördæmi suður eru sex þingsæti skipuð konum og fimm körlum. Í öðrum hallar á konur, mest í Suðurkjördæmi þar sem þær eru aðeins tvær á móti átta körlum. Fyrrverandi borgarfulltrúi Vinstri grænna segir alvarlegt bakslag hafa orðið í jafnréttismálum í nýliðnum kosningum þrátt fyrir háværa kröfu kvenna um breytt samfélag í aðdraganda stjórnarslita. „Feðraveldið er seigara en andskotinn og til þess að breyta því sem að þarf að breyta að þá þarf mjög mikið til. Við munum finna leiðina einn góðan veðurdag. Kannski þurfum við að prófa ýmislegt eða margt en þetta gengur ekki svona,“ segir Sóley Tómasdóttir, fyrrverandi borgarfulltrúi. Fundur verður haldinn á Mímisbar Hótel Sögu klukkan átta í kvöld þar sem konur ætla að ræða þessi mál og jafnvel skoða möguleikann á kvennaframboði fyrir komandi sveitastjórnarkosningar. „Það er rosalega mikill kraftur þarna úti. Það eru rosalega margar konur sem að langar til þess að grípa til einhverskonar aðgerða. Ein af þeim hugmyndum sem að hafa komið upp er að stofna kvennaframboð og bjóða fram vegna þess að konur hafa ekki náð fram innan hins hefðbundna flokkakerfis,“ segir Sóley
Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Fleiri fréttir Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Sjá meira