Viðurkennir að hafa sundurlimað lík Wall en segir kolmónoxíðeitrun banameinið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. október 2017 12:55 Hinn 46 ára gamli Peter Madsen er í gæsluvarðhaldi vegna gruns um að hafa banað Wall. Vísir/AFP Peter Madsen segir að sænska blaðakonan Kim Wall hafi látist af völdum kolmónoxíðeitrunar. Hann hafi í framhaldinu bútað niður líka hennar í kafbát sínum og komið fyrir í Köge flóa. Þetta kemur fram í tilkynningu dönsku lögreglunnar til fjölmiðla í dag.Tilkynningin er send út vegna mikils áhuga fjölmiðla á málinu. Madsen og lögmaður hans hafa ákveðið að una áframhaldandi gæsluvarðhaldi í málinu. Annars hefði farið fram réttarhald í málinu, þar sem krafa um varðhald hefði verið tekin fyrir. Þar hefðu nýjustu upplýsingar í málinu komið fram. Madsen verður í gæsluvarðhaldi til 15. nóvember. Danski uppfinningamaðurinn segir, að sögn dönsku lögreglunnar, að Wall hafi orðið fyrir kolmónoxíðeitruninni á meðan hann var sjálfur uppi á dekki kafbátsins. Hann hafði áður gefið þá skýringu að Wall hefði látist eftir að hafa fengið um 70 kílóa þunga lúgu í höfuðið. Hann hefði varpað líkinu fyrir borð en þvertók fyrir að hafa sundurlimað það. Nú er frásögn hans önnur. Ákæran á hendur Madsen hljóðaði áður upp á manndráp og ósæmilega meðferð á líki. Nú hefur bæst við ákæruliður sem snýr að kynferðisbroti, öðrum en kynmökum, og er vísað til fjórtán áverka eftir stungur í kringum kynfæri Wall. Áður hefur verið greint frá því að myndbönd sem sýndu aftöku kvenna hafi fundist í tölvu Madsen. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð þann 8. mars. Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24 Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Peter Madsen segir að sænska blaðakonan Kim Wall hafi látist af völdum kolmónoxíðeitrunar. Hann hafi í framhaldinu bútað niður líka hennar í kafbát sínum og komið fyrir í Köge flóa. Þetta kemur fram í tilkynningu dönsku lögreglunnar til fjölmiðla í dag.Tilkynningin er send út vegna mikils áhuga fjölmiðla á málinu. Madsen og lögmaður hans hafa ákveðið að una áframhaldandi gæsluvarðhaldi í málinu. Annars hefði farið fram réttarhald í málinu, þar sem krafa um varðhald hefði verið tekin fyrir. Þar hefðu nýjustu upplýsingar í málinu komið fram. Madsen verður í gæsluvarðhaldi til 15. nóvember. Danski uppfinningamaðurinn segir, að sögn dönsku lögreglunnar, að Wall hafi orðið fyrir kolmónoxíðeitruninni á meðan hann var sjálfur uppi á dekki kafbátsins. Hann hafði áður gefið þá skýringu að Wall hefði látist eftir að hafa fengið um 70 kílóa þunga lúgu í höfuðið. Hann hefði varpað líkinu fyrir borð en þvertók fyrir að hafa sundurlimað það. Nú er frásögn hans önnur. Ákæran á hendur Madsen hljóðaði áður upp á manndráp og ósæmilega meðferð á líki. Nú hefur bæst við ákæruliður sem snýr að kynferðisbroti, öðrum en kynmökum, og er vísað til fjórtán áverka eftir stungur í kringum kynfæri Wall. Áður hefur verið greint frá því að myndbönd sem sýndu aftöku kvenna hafi fundist í tölvu Madsen. Aðalmeðferð í málinu er fyrirhuguð þann 8. mars.
Danmörk Morðið á Kim Wall Tengdar fréttir Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24 Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45 Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37 Mest lesið Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Erlent Vita ekki hvað fór úrskeiðis Innlent Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eftirlitið skipar afurðastöðvum að stöðva aðgerðir tafarlaust Innlent Óheppilegt að setja Jón í ráðuneytið Innlent Ný brú á Þjórsá talin kosta um fimmtung af verði Ölfusárbrúar Innlent Minnisblað þvert á niðurstöðu dómsins Innlent Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Innlent Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Erlent Fleiri fréttir Úkraínuforseti hvetur Vesturlönd til einbeittari stuðnings Ungar danskar konur taldar hafa látist af metanóleitrun Þúsund dagar af grimmd og eyðileggingu Börn Pelicot biðla til föður síns um að játa brot sín að fullu Stjúpsonur norska krónprinsins aftur handtekinn Hjálpargögnum stolið af tæplega hundrað flutningabifreiðum Tugur lýðræðissinna í Hong Kong dæmdur í fangelsi Segist ætla að siga hernum á farand- og flóttafólk Segir Biden „hella olíu á eldinn“ Verða fyrst í heimi til að skattleggja losun frá búfénaði Stefnir í slag við samfélagsmiðla og sjónvarpsstöðvar Ferskvatnsforði jarðar ekki náð sér á strik eftir þráláta þurrka Grímuklæddir menn keyrðu niður hlið við Windsor Scholz ver símtal sitt við Pútín Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Úkraínumönnum heimilt að beita langdrægum eldflaugum Felldu talsmann Hezbollah í miðborg Beirút Stefna lögreglu og leyniþjónustu vegna morðsins á Malcolm X Norsku skipagöngin á leið í útboðsferli Einar umfangsmestu loftárásir Rússa á orkuvinnviði Úkraínu Viss um að stríðinu muni ljúka fyrr en ella vegna kjörs Trump Tíu ungbörn létust og sextán særðust í eldsvoða á nýburadeild Rússar segja til hver annars líkt og á tímum Stalíns Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Næstu mánuðir skipta sköpum Neitar að segja ef sér þrátt fyrir hávær áköll Töluðu saman í fyrsta sinn í tvö ár Þrýst á Scholz að víkja fyrir vinsælasta stjórnmálamanni landsins Sprengdu upp leynilega kjarnorkuvopnarannsóknarstöð í Íran Fangelsaðar fyrir að gagnrýna forsetann og klæðaburð Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Sjá meira
Fundu höfuð Kim Wall Fyrstu vísbendingar benda til að lýsing Peters Madsen á dauða blaðakonunnar eigi ekki við rök að styðjast. 7. október 2017 08:24
Mál Kim Wall: Skoða hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbátnum Lögreglan í Danmörku er með það til athugunar hvort endurskapa eigi vettvanginn um borð í kafbáti Peter Madsen frá því þegar Kim Wall lést. Fyrst þurfi þó að afla frekari gagna svo að betri mynd verði til af atburðunum sem drógu Wall til dauða. 4. október 2017 16:45
Mál Kim Wall: Fundu myndbönd af aftökum kvenna í tölvu Madsen Peter Madsen var í dag úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald grunaður um að hafa orðið sænsku blaðakonunni Kim Wall að bana. 3. október 2017 14:37