Bjarni um stjórnarmyndunarviðræður: „Ég bara veit ekki hverju ég á von á“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 30. október 2017 10:40 Bjarni Benediktsson eftir fund með forseta Íslands í dag. Vísir/Ernir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. Bjarni fór á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Bjarni segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sterkasta tilkallið til stjórnarmyndunarumboðs í ljósi þess að flokkurinn er með mestan þingstyrk í kjölfar kosninganna. Hann gefur lítið fyrir tal að stjórnarandstaðan sé nú komin með 32 þingmanna meirihluta og eigi því tilkall til umboðsins. „Í fyrsta lagi finnst mér þetta hjákátleg skýring á niðurstöðum kosninganna. Auðvitað sjá það allir að það eru nýju flokkarnir sem eru stóru tíðindin í þessu. 32 þingmenn fyrir stjórnarandstöðu þegar einn stjórnarflokkurinn þurrkast út af þingi og hinir báðir tapa mönnum, það er enginn sigur fyrir stjórnarandstöðuna, enda var þetta ekki samstillt stjórnarandstaða,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi að loknum fundi hans með forsetanum.Vill meira svigrúm til viðræðna Hann segir að enn séu menn að vinna úr niðurstöðum kosninganna. Hann segist hafa rætt við nokkra formenn flokka um mögulegt samstarf en vill þó ekki gefa upp hvaða formenn það eru. Hann benti á að báðir formennirnir sem hann gerði stjórnarsáttmála með hafi horfið af þingi um helgina og á þar við Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formann Viðreisnar og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar. Hann segist því vona að stjórnmálamenn fái svigrúm til viðræðna svo hægt sé að komast að skynsamlegri niðurstöðu.Bjarni var fyrstur í röð þeirra stjórnmálamanna sem fara á fund forseta í dag. Vísir/Ernir„Ég er ekki kominn hingað í dag með formaðan meirihluta og ég er þeirrar skoðunar að það kunni jafnvel að vera ágætt í kjölfar þessara kosninga a leyfa rykinu aðeins að setjast og leyfa fólki að eiga samtal, jafnvel óformlegar viðræður.“Áttu von á löngum stjórnarmyndunarviðræðum? „Ég bara veit ekki hverju ég á von á.“ Hann segir það hafa orðið ljóst undanfarin ár að ef menn vilji styrkja sig sem stjórnmálum þá sé langbest að halda sig frá ríkisstjórn landsins. „Við þær aðstæður þá þurfa stjórnmálaleiðtogar aðeins að spyrja sig, á að gefa eftir gagnvart þessari tilfinningu og forðast ábyrgð, eða snýst þetta um að bera ábyrgð þegar er erfitt? Ég hef skipað mér í þennan seinni flokk að láta það ekki trufla mig þó það kunni að reyna á að taka þátt í að leiða fram niðurstöðu um stór mál, erfið mál,“ segir Bjarni. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bein útsending: Formenn fara á fund forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun funda með formönnum allra flokkanna átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi á Bessastöðum í dag. 30. október 2017 08:00 Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segist ekki vera með fullformaða hugmynd um ríkisstjórn. Bjarni fór á fund Guðna Th. Jóhannessonar, forseta Íslands, á Bessastöðum í dag. Bjarni segir það borðleggjandi að Sjálfstæðisflokkurinn eigi sterkasta tilkallið til stjórnarmyndunarumboðs í ljósi þess að flokkurinn er með mestan þingstyrk í kjölfar kosninganna. Hann gefur lítið fyrir tal að stjórnarandstaðan sé nú komin með 32 þingmanna meirihluta og eigi því tilkall til umboðsins. „Í fyrsta lagi finnst mér þetta hjákátleg skýring á niðurstöðum kosninganna. Auðvitað sjá það allir að það eru nýju flokkarnir sem eru stóru tíðindin í þessu. 32 þingmenn fyrir stjórnarandstöðu þegar einn stjórnarflokkurinn þurrkast út af þingi og hinir báðir tapa mönnum, það er enginn sigur fyrir stjórnarandstöðuna, enda var þetta ekki samstillt stjórnarandstaða,“ sagði Bjarni á blaðamannafundi að loknum fundi hans með forsetanum.Vill meira svigrúm til viðræðna Hann segir að enn séu menn að vinna úr niðurstöðum kosninganna. Hann segist hafa rætt við nokkra formenn flokka um mögulegt samstarf en vill þó ekki gefa upp hvaða formenn það eru. Hann benti á að báðir formennirnir sem hann gerði stjórnarsáttmála með hafi horfið af þingi um helgina og á þar við Benedikt Jóhannesson, fyrrverandi formann Viðreisnar og Óttarr Proppé, formann Bjartrar framtíðar. Hann segist því vona að stjórnmálamenn fái svigrúm til viðræðna svo hægt sé að komast að skynsamlegri niðurstöðu.Bjarni var fyrstur í röð þeirra stjórnmálamanna sem fara á fund forseta í dag. Vísir/Ernir„Ég er ekki kominn hingað í dag með formaðan meirihluta og ég er þeirrar skoðunar að það kunni jafnvel að vera ágætt í kjölfar þessara kosninga a leyfa rykinu aðeins að setjast og leyfa fólki að eiga samtal, jafnvel óformlegar viðræður.“Áttu von á löngum stjórnarmyndunarviðræðum? „Ég bara veit ekki hverju ég á von á.“ Hann segir það hafa orðið ljóst undanfarin ár að ef menn vilji styrkja sig sem stjórnmálum þá sé langbest að halda sig frá ríkisstjórn landsins. „Við þær aðstæður þá þurfa stjórnmálaleiðtogar aðeins að spyrja sig, á að gefa eftir gagnvart þessari tilfinningu og forðast ábyrgð, eða snýst þetta um að bera ábyrgð þegar er erfitt? Ég hef skipað mér í þennan seinni flokk að láta það ekki trufla mig þó það kunni að reyna á að taka þátt í að leiða fram niðurstöðu um stór mál, erfið mál,“ segir Bjarni.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Bein útsending: Formenn fara á fund forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun funda með formönnum allra flokkanna átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi á Bessastöðum í dag. 30. október 2017 08:00 Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00 Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Sjá meira
Bein útsending: Formenn fara á fund forseta Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, mun funda með formönnum allra flokkanna átta sem eiga kjörna fulltrúa á Alþingi á Bessastöðum í dag. 30. október 2017 08:00
Íhaldssveifla eina heildstæða lína kosninganna Kosningar eru að baki og stjórnarmyndunarviðræður eru í vændum. Álitsgjafar Fréttablaðsins rýna í nýja stöðu í íslenskum stjórnmálum. 30. október 2017 07:00
Staðan er opnari en á sama tíma í fyrra Formaður VG vonast til þess að geta myndað ríkisstjórn með stjórnarandstöðunni. Það yrði stjórn með minnsta mögulega þingmannafjölda að baki sér. 30. október 2017 07:00