Stolið fyrir milljarð á hverju ári Benedikt Bóas skrifar 30. október 2017 13:30 Hér má sjá fjöldatölur yfir virka deilendur á nokkrum íslenskum þáttum af skráarskiptisíðunni Deildu.net frá því fyrr í dag. FRÍSK hefur látið reikna út að tap iðnaðarins af sjónvarps- og kvikmyndastuldi eingöngu er 1,1 milljarður á ári sem er mikið í okkar litla samfélagi,“ segir Jóhanna Margrét Gísladóttir, dagskrárstjóri Stöðvar. Fjölmargir þættir stöðvarinnar eru gríðarlega vinsælir á niðurhalssíðum og er niðurhalað án endurgjalds. Þáttaraðirnar Leitin að upprunanum og Fósturbörn eru þar í efstu sætum.„Íslenskt efni verður ekki sett á hakann en það heftir vöxt á framleiðslu að stór hluti áhorfenda horfir með ólögmætum hætti sem skilar sér ekki til þeirra sem framleiddu efnið,“ segir Jóhanna.Raunheimar og internetheimar lúta sömu lagareglum en lögreglan hefur ekki mannafla til að rannsaka og taka til meðferðar kærur sem berast henni um ólöglegt niðurhal. Samkvæmt höfundarlögum varðar það sektum eða fangelsi í tvö ár að brjóta þau. Jóhanna segir að einstaklingar verði áfram kærðir fyrir að setja höfundarréttarvarið efni inn á ólöglegar síður. „Lögreglan þarf að taka til rannsóknar kærur sem hefur verið beint gegn þeim sem talið er að reki síðurnar og þá stærstu sem eru í því að setja þar inn íslenskt efni. Kærur þess efnis hafa verið sendar til lögreglu bæði af FRÍSK og okkur hjá 365 miðlum og haldið verður áfram að kæra helstu aðila sem setja inn íslenskt efni. Rétthafar hafa fengið lögbann sett á fjarskiptasíðurnar til að lágmarka aðgang að þeim sem hefur haft töluverð áhrif en betur má ef duga skal og þar þurfum við lögregluna með okkur í lið,“ segir hún.Í nýrri þáttaröð Leitarinnar að upprunanum var meðal annars fylgst með máli Lindu Rutar, sem hefur leitað að föður sínum í yfir áratug.Í könnun frá 2016, sem Capacent gerði, kom í ljós að 37 prósent þátttakenda stunda ólöglegt niðurhal á efni. „Það er mjög alvarlegt mál hversu léttvægt Íslendingum finnst að stela efni á netinu. Í nágrannalöndum okkar eru mun harðari viðurlög og fylgst grannt með því af netveitum og lögreglu. Því er fólk meira meðvitað um að það er glæpur að ná í efni án greiðslu. Mér finnst mjög sorglegt að sjá fólk deila slóðum á efni eins og ekkert sé eðlilegra á netinu, sérstaklega á íslenskt efni, þegar hægt er að nálgast það á löglegan máta á auðveldan hátt. Löglegum leiðum til að nálgast efni hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár með tilkomu fjölda streymisveita eins og okkar þjónustu, Stöð 2 Maraþon NOW, þar sem er hægt fyrir undir 2.990 kr. á mánuði að styðja við íslenska framleiðslu og fá mikið af bæði íslensku og erlendu gæðaefni á löglegan máta,“ segir Jóhanna. Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira
FRÍSK hefur látið reikna út að tap iðnaðarins af sjónvarps- og kvikmyndastuldi eingöngu er 1,1 milljarður á ári sem er mikið í okkar litla samfélagi,“ segir Jóhanna Margrét Gísladóttir, dagskrárstjóri Stöðvar. Fjölmargir þættir stöðvarinnar eru gríðarlega vinsælir á niðurhalssíðum og er niðurhalað án endurgjalds. Þáttaraðirnar Leitin að upprunanum og Fósturbörn eru þar í efstu sætum.„Íslenskt efni verður ekki sett á hakann en það heftir vöxt á framleiðslu að stór hluti áhorfenda horfir með ólögmætum hætti sem skilar sér ekki til þeirra sem framleiddu efnið,“ segir Jóhanna.Raunheimar og internetheimar lúta sömu lagareglum en lögreglan hefur ekki mannafla til að rannsaka og taka til meðferðar kærur sem berast henni um ólöglegt niðurhal. Samkvæmt höfundarlögum varðar það sektum eða fangelsi í tvö ár að brjóta þau. Jóhanna segir að einstaklingar verði áfram kærðir fyrir að setja höfundarréttarvarið efni inn á ólöglegar síður. „Lögreglan þarf að taka til rannsóknar kærur sem hefur verið beint gegn þeim sem talið er að reki síðurnar og þá stærstu sem eru í því að setja þar inn íslenskt efni. Kærur þess efnis hafa verið sendar til lögreglu bæði af FRÍSK og okkur hjá 365 miðlum og haldið verður áfram að kæra helstu aðila sem setja inn íslenskt efni. Rétthafar hafa fengið lögbann sett á fjarskiptasíðurnar til að lágmarka aðgang að þeim sem hefur haft töluverð áhrif en betur má ef duga skal og þar þurfum við lögregluna með okkur í lið,“ segir hún.Í nýrri þáttaröð Leitarinnar að upprunanum var meðal annars fylgst með máli Lindu Rutar, sem hefur leitað að föður sínum í yfir áratug.Í könnun frá 2016, sem Capacent gerði, kom í ljós að 37 prósent þátttakenda stunda ólöglegt niðurhal á efni. „Það er mjög alvarlegt mál hversu léttvægt Íslendingum finnst að stela efni á netinu. Í nágrannalöndum okkar eru mun harðari viðurlög og fylgst grannt með því af netveitum og lögreglu. Því er fólk meira meðvitað um að það er glæpur að ná í efni án greiðslu. Mér finnst mjög sorglegt að sjá fólk deila slóðum á efni eins og ekkert sé eðlilegra á netinu, sérstaklega á íslenskt efni, þegar hægt er að nálgast það á löglegan máta á auðveldan hátt. Löglegum leiðum til að nálgast efni hefur fjölgað gríðarlega síðustu ár með tilkomu fjölda streymisveita eins og okkar þjónustu, Stöð 2 Maraþon NOW, þar sem er hægt fyrir undir 2.990 kr. á mánuði að styðja við íslenska framleiðslu og fá mikið af bæði íslensku og erlendu gæðaefni á löglegan máta,“ segir Jóhanna.
Mest lesið Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Ætlar að einbeita sér að Tesla eftir slæmt uppgjör Viðskipti erlent Ummæli Trumps um „meiriháttar lúser“ leggjast illa í markaðinn Viðskipti erlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sjá meira