Repúblikanar óttast komandi ósigra Samúel Karl Ólason skrifar 9. nóvember 2017 15:45 Mikil spenna hefur verið á milli þingmanna Repúblikanaflokksins og Donald Trump og hafa fjölmargir þingmenn á báðum deildum þingsins ákveðið að gefa ekki aftur kost á sér. Vísir/AFP Í kjölfar mikivægra sigra Demókrataflokksins í kosningum sem fóru víða fram í Bandaríkjunum í byrjun vikunnar eru repúblikanar farnir að óttast um mikla ósigra í kosningunum á næsta ári. Jafnvel óttast forsvarsmenn flokksins að þeir gætu misst sterka stöðu sína á fulltrúadeild þingsins, ríkisstjórum og þingum einstakra ríkja. Meðal þess sem repúblikanar eru sagðir óttast er hvort að Donald Trump sé að koma niður á fylgi þeirra. Greinendur segja að niðurstöðurnar í ríkisstjórnakosningunum í Virginíu séu skírt merki um vandræði fyrir Repúblikanaflokkinn.Hausinn á kanarífuglinum sprakk Í samtali við Washington Post, segir greinandinn Mike Murphy að Trump sé ankeri á flokknum og haldi þeim niðri. „Við fengum þau skilaboð hátt og snjallt í Virginíu. Það leið ekki bara yfir kanarífuglinn í kolanámunni. Hausinn á honum sprakk.“ Skilaboðin þykja hvað skýrust í úthverfum þar sem Ed Gillespie, frambjóðanda Repbúblikanaflokksins í Virgínu, var hafnað með afgerandi hætti. Samkvæmt greiningu Politico gekk Trump illa í úthverfum Virginíu, en Gillespie gekk þó mun verr. „Ef þetta hefði bara verið í Virginíu hefðum við getað sett þetta á starfsmenn ríkisins og verktaka en þetta gerðist einnig í Pennsylvaníu og víðar. Ef þú ert þingmaður Repúblikanaflokksins í umdæmi þar mikið er um úthverfi og háskólamenntað fólk, þá held ég að þú hafir áhyggjur og það væru réttmætar áhyggjur,“ skrifaði greinandinn Chris Wilson til Politico. Á móti kom að Gillespie fékk fleiri atkvæði en Trump á meðal íbúa í dreifbýlum og meðal fólks með minni menntun. Það var þó dropi í hafið miðað við atkvæðin sem hann tapaði í samanburði við Trump. Kosningar til þings Virginíu fylgdu svipuðum línum.Reiðin virki ekki til langs tíma Öldungadeildarþingmaðurinn John Kasich sagði að kosningarnar á þriðjudaginn væru til merkis um að flokkurinn gæti ekki haldið áfram að einbeita sér að íhaldssömustu kjósendum flokksins. Það fældi hófsama kjósendur frá Repúblikanaflokknum. Í stað þess að senda eingöngu frá sér skilaboð sem ganga út á að skamma og kenna öðrum um þurfi flokkurinn að snúa sér að því að byggja upp von og snúa sér að málum eins og efnahagi landsins og heilbrigðiskerfi. „Þetta er höfnun þröngra stjórnmála. Pólitík reiðarinnar virkar kannski til skamms tíma en hún endist ekki, guði sé lof.“Alls ekki sammála um stöðuna Einhverjir repúblikanar segja þó að ekki sé hægt að draga of miklar ályktanir frá kosningunum í svo fáum ríkjum eins og Virginíu og Pennsylvaníu. Hillary Clinton vann bæði ríkin í forsetakosningunum í fyrra. Formaður flokksins í Norður-Karólínu sagði Washington Post að Trump væri mjög vinsæll víða og að loforð hans um að þurrka upp mýrina næði enn til fjölda kjósenda. Ríkisstjóri Tennessee, Bill Haslam, sagði einnig að þetta hafi einunigs verið eitt kosningakvöld og að þeir sem sitji í Hvíta húsinu þurfi ávalt að eiga við mótvind. Vinsældartölur Donald Trump eru mjög lágar en hann er enn mjög vinsæll meðal kjósenda Repúblikanaflokksins. Frambjóðendur flokksins standa nú frammi fyrir því vali hvort þeir eigi að reyna að slíta sig frá Trump fyrir komandi kosningar eða taka honum fagnandi og tjóðra framboð sín við Hvíta húsið.Samkvæmt Politico eru ráðgjafar flokksins alls ekki sammála um hvort sé betra fyrir frambjóðendurna. Mikil spenna hefur verið á milli þingmanna Repúblikanaflokksins og Donald Trump og hafa fjölmargir þingmenn á báðum deildum þingsins ákveðið að gefa ekki aftur kost á sér. Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Senda Trump skýr skilaboð Demókratar unnu stórsigra í fjölmörgum kosningum á þriðjudag. Einna mesta athygli vekur sigur trans konu á Repúblikana sem kallaði sjálfan sig aðalhommahatarann. 9. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Í kjölfar mikivægra sigra Demókrataflokksins í kosningum sem fóru víða fram í Bandaríkjunum í byrjun vikunnar eru repúblikanar farnir að óttast um mikla ósigra í kosningunum á næsta ári. Jafnvel óttast forsvarsmenn flokksins að þeir gætu misst sterka stöðu sína á fulltrúadeild þingsins, ríkisstjórum og þingum einstakra ríkja. Meðal þess sem repúblikanar eru sagðir óttast er hvort að Donald Trump sé að koma niður á fylgi þeirra. Greinendur segja að niðurstöðurnar í ríkisstjórnakosningunum í Virginíu séu skírt merki um vandræði fyrir Repúblikanaflokkinn.Hausinn á kanarífuglinum sprakk Í samtali við Washington Post, segir greinandinn Mike Murphy að Trump sé ankeri á flokknum og haldi þeim niðri. „Við fengum þau skilaboð hátt og snjallt í Virginíu. Það leið ekki bara yfir kanarífuglinn í kolanámunni. Hausinn á honum sprakk.“ Skilaboðin þykja hvað skýrust í úthverfum þar sem Ed Gillespie, frambjóðanda Repbúblikanaflokksins í Virgínu, var hafnað með afgerandi hætti. Samkvæmt greiningu Politico gekk Trump illa í úthverfum Virginíu, en Gillespie gekk þó mun verr. „Ef þetta hefði bara verið í Virginíu hefðum við getað sett þetta á starfsmenn ríkisins og verktaka en þetta gerðist einnig í Pennsylvaníu og víðar. Ef þú ert þingmaður Repúblikanaflokksins í umdæmi þar mikið er um úthverfi og háskólamenntað fólk, þá held ég að þú hafir áhyggjur og það væru réttmætar áhyggjur,“ skrifaði greinandinn Chris Wilson til Politico. Á móti kom að Gillespie fékk fleiri atkvæði en Trump á meðal íbúa í dreifbýlum og meðal fólks með minni menntun. Það var þó dropi í hafið miðað við atkvæðin sem hann tapaði í samanburði við Trump. Kosningar til þings Virginíu fylgdu svipuðum línum.Reiðin virki ekki til langs tíma Öldungadeildarþingmaðurinn John Kasich sagði að kosningarnar á þriðjudaginn væru til merkis um að flokkurinn gæti ekki haldið áfram að einbeita sér að íhaldssömustu kjósendum flokksins. Það fældi hófsama kjósendur frá Repúblikanaflokknum. Í stað þess að senda eingöngu frá sér skilaboð sem ganga út á að skamma og kenna öðrum um þurfi flokkurinn að snúa sér að því að byggja upp von og snúa sér að málum eins og efnahagi landsins og heilbrigðiskerfi. „Þetta er höfnun þröngra stjórnmála. Pólitík reiðarinnar virkar kannski til skamms tíma en hún endist ekki, guði sé lof.“Alls ekki sammála um stöðuna Einhverjir repúblikanar segja þó að ekki sé hægt að draga of miklar ályktanir frá kosningunum í svo fáum ríkjum eins og Virginíu og Pennsylvaníu. Hillary Clinton vann bæði ríkin í forsetakosningunum í fyrra. Formaður flokksins í Norður-Karólínu sagði Washington Post að Trump væri mjög vinsæll víða og að loforð hans um að þurrka upp mýrina næði enn til fjölda kjósenda. Ríkisstjóri Tennessee, Bill Haslam, sagði einnig að þetta hafi einunigs verið eitt kosningakvöld og að þeir sem sitji í Hvíta húsinu þurfi ávalt að eiga við mótvind. Vinsældartölur Donald Trump eru mjög lágar en hann er enn mjög vinsæll meðal kjósenda Repúblikanaflokksins. Frambjóðendur flokksins standa nú frammi fyrir því vali hvort þeir eigi að reyna að slíta sig frá Trump fyrir komandi kosningar eða taka honum fagnandi og tjóðra framboð sín við Hvíta húsið.Samkvæmt Politico eru ráðgjafar flokksins alls ekki sammála um hvort sé betra fyrir frambjóðendurna. Mikil spenna hefur verið á milli þingmanna Repúblikanaflokksins og Donald Trump og hafa fjölmargir þingmenn á báðum deildum þingsins ákveðið að gefa ekki aftur kost á sér.
Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Senda Trump skýr skilaboð Demókratar unnu stórsigra í fjölmörgum kosningum á þriðjudag. Einna mesta athygli vekur sigur trans konu á Repúblikana sem kallaði sjálfan sig aðalhommahatarann. 9. nóvember 2017 07:00 Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Fleiri fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Sjá meira
Senda Trump skýr skilaboð Demókratar unnu stórsigra í fjölmörgum kosningum á þriðjudag. Einna mesta athygli vekur sigur trans konu á Repúblikana sem kallaði sjálfan sig aðalhommahatarann. 9. nóvember 2017 07:00