Inga Sæland kveðst alltaf hafa verið jafnaðarmaður Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 9. nóvember 2017 10:59 Inga Sæland á kosningavöku Flokks fólksins á kosninganótt. Vísir/Ernir Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist aldrei hafa spáð í vinstri eða hægri og kveðst alla tíð hafa verið jafnaðarmaður. Þá segist hún aldrei hafa kosið Alþýðubandalagið eða Vinstri græna en eftir að Flokkur fólksins náði kjöri á þing hafa margir velt því fyrir sér hvort að flokkurinn sé hallist frekar til vinstri eða hægri. Inga ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „„Ég er bara jafnaðarmaður. Ég hef alla tíð verið það, alltaf verið jafnaðarmaður. Ég hef aldrei spáð í vinstri, hægri en ég sagði þarna einhvern tímann um daginn þegar það er alltaf verið að setja mann á einhvern skala þá sagði ég náttúrulega að það hefði verið þessi tilhneiging til að setja þessa flokka og kalla þá velferðarflokka og um leið að líta til vinstri. Ég var ekkert að segja að ég væri að gera það, alls ekki, það bara „Segðu eitthvað,“ og það er bara tvistað út úr þér og búið til eitthvað úr því. Þannig að ég verð að fara að passa mig,“ sagði Inga aðspurð hvort hún væri vinstrisinnuð eða hægrisinnuð.Segir Sigmund elskulegan mann Þá ræddi hún einnig bílferð sem vakti mikla athygli mánudaginn eftir kosningar er hún sat í aftursætinu hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, en hann var sá fyrsti sem Inga heyrði í að loknum kosningum. Um bílferðina sagði Inga: „Það varð mjög frægt og það þótti mér mjög skemmtilegt því eins og ég hef gjarnan sagt, og ég vil gjarnan halda því áfram, að vera ekki einhver dæmigerður pólitíkus með einhver klækjabrögð. Ég er ekki þannig. Svo ég segi bara hlutina þó að það komi eins og gusa á allt og alla. Í þessu tilviki, þá náttúrulega af því að ég hef ekki bílpróf því ég er sjónskert, og við vorum að spjalla þarna saman í svona hálftíma um allt hvað eina og afskaplega elskulegur maður, Sigmundur. Hann er að fara þarna á Bessastaði klukkan tvö og bílstjórinn hafði þá ekkert að gera á meðan nema þá að bíða eftir honum.“ Hún sagði að Sigmundur hefði þá boðið henni að bílstjórinn myndi skutla henni heim á meðan hann fundaði með forsetanum. „Ég þakkaði bara fyrir það og sat þarna bísperrt í aftursætinu á meðan við keyrðum þarna fyrir framan tuttugu blaðamenn og jafnvel enn fleiri myndavélar. Það sem mér þótti merkilegast í þessu og fékk mig til að hugsa hvað þetta væri allt skrýtið, það var sko leynifundur. Þetta er bara svo mikill húmor, bara gantagrín, því auðvitað er enginn leynifundur fyrir framan tuttugu blaðamenn og fjörutíu myndavélar,“ sagði Inga en það var einmitt Sigmundur sem orðaði það svo við blaðamenn eftir fund sinn með forseta að hann og Inga hefðu verið á leynifundi.Viðtalið við Ingu Sæland úr Bítinu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 Viðræðuslit ákveðin vonbrigði fyrir Ingu Sæland en komu henni þó ekki á óvart Enginn haft samband við hana um stjórnarmyndun. 6. nóvember 2017 15:18 Inga veit ekki betur en 37 prósent hafi kosið þessa meintu milljarðamæringa Inga Sæland gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Illuga Jökulssonar. 31. október 2017 10:46 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist aldrei hafa spáð í vinstri eða hægri og kveðst alla tíð hafa verið jafnaðarmaður. Þá segist hún aldrei hafa kosið Alþýðubandalagið eða Vinstri græna en eftir að Flokkur fólksins náði kjöri á þing hafa margir velt því fyrir sér hvort að flokkurinn sé hallist frekar til vinstri eða hægri. Inga ræddi þessi mál í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „„Ég er bara jafnaðarmaður. Ég hef alla tíð verið það, alltaf verið jafnaðarmaður. Ég hef aldrei spáð í vinstri, hægri en ég sagði þarna einhvern tímann um daginn þegar það er alltaf verið að setja mann á einhvern skala þá sagði ég náttúrulega að það hefði verið þessi tilhneiging til að setja þessa flokka og kalla þá velferðarflokka og um leið að líta til vinstri. Ég var ekkert að segja að ég væri að gera það, alls ekki, það bara „Segðu eitthvað,“ og það er bara tvistað út úr þér og búið til eitthvað úr því. Þannig að ég verð að fara að passa mig,“ sagði Inga aðspurð hvort hún væri vinstrisinnuð eða hægrisinnuð.Segir Sigmund elskulegan mann Þá ræddi hún einnig bílferð sem vakti mikla athygli mánudaginn eftir kosningar er hún sat í aftursætinu hjá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, formanni Miðflokksins, en hann var sá fyrsti sem Inga heyrði í að loknum kosningum. Um bílferðina sagði Inga: „Það varð mjög frægt og það þótti mér mjög skemmtilegt því eins og ég hef gjarnan sagt, og ég vil gjarnan halda því áfram, að vera ekki einhver dæmigerður pólitíkus með einhver klækjabrögð. Ég er ekki þannig. Svo ég segi bara hlutina þó að það komi eins og gusa á allt og alla. Í þessu tilviki, þá náttúrulega af því að ég hef ekki bílpróf því ég er sjónskert, og við vorum að spjalla þarna saman í svona hálftíma um allt hvað eina og afskaplega elskulegur maður, Sigmundur. Hann er að fara þarna á Bessastaði klukkan tvö og bílstjórinn hafði þá ekkert að gera á meðan nema þá að bíða eftir honum.“ Hún sagði að Sigmundur hefði þá boðið henni að bílstjórinn myndi skutla henni heim á meðan hann fundaði með forsetanum. „Ég þakkaði bara fyrir það og sat þarna bísperrt í aftursætinu á meðan við keyrðum þarna fyrir framan tuttugu blaðamenn og jafnvel enn fleiri myndavélar. Það sem mér þótti merkilegast í þessu og fékk mig til að hugsa hvað þetta væri allt skrýtið, það var sko leynifundur. Þetta er bara svo mikill húmor, bara gantagrín, því auðvitað er enginn leynifundur fyrir framan tuttugu blaðamenn og fjörutíu myndavélar,“ sagði Inga en það var einmitt Sigmundur sem orðaði það svo við blaðamenn eftir fund sinn með forseta að hann og Inga hefðu verið á leynifundi.Viðtalið við Ingu Sæland úr Bítinu má hlusta á í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06 Viðræðuslit ákveðin vonbrigði fyrir Ingu Sæland en komu henni þó ekki á óvart Enginn haft samband við hana um stjórnarmyndun. 6. nóvember 2017 15:18 Inga veit ekki betur en 37 prósent hafi kosið þessa meintu milljarðamæringa Inga Sæland gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Illuga Jökulssonar. 31. október 2017 10:46 Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Inga Sæland í aftursætinu hjá Sigmundi á Bessastöðum Athygli vakti að þegar Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, kom til Bessastaða á fund forseta Íslands nú fyrir stuttu að Inga Sæland, formaður Flokks fólksins var í aftursæti bifreiðar hans. 30. október 2017 14:06
Viðræðuslit ákveðin vonbrigði fyrir Ingu Sæland en komu henni þó ekki á óvart Enginn haft samband við hana um stjórnarmyndun. 6. nóvember 2017 15:18
Inga veit ekki betur en 37 prósent hafi kosið þessa meintu milljarðamæringa Inga Sæland gefur ekki mikið fyrir gagnrýni Illuga Jökulssonar. 31. október 2017 10:46