Ferðamenn skulda 160 milljónir í sektir Jóhann Óli Eiðsson skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Nær allar hraðamyndasektir Íslendinga innheimtast en því er öfugt farið með erlenda ferðamenn. VÍSIR/PJETUR Um fjórðungur þeirra hraðasekta sem til verða við hraðakstur fram hjá hraðamyndavélum landsins innheimtist ekki. Langstærstan hluta þessa má rekja til erlendra ferðamanna en tæplega helmingur þeirra greiðir sektir sínar. Í fyrra voru 45.160 brot skráð vegna mynda úr hraðamyndavélum og hafði fjöldinn þrefaldast frá árinu 2013. Af þeim voru 16.447 sektir sem ekki innheimtust. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi, er meðalsektarupphæð vangreiddra sekta um 10 þúsund krónur. Varleg áætlun leiðir því ljós að 160 milljónir króna, hið minnsta, innheimtust ekki á síðasta ári. Talan er tvöfalt hærri en árið 2015. „Þegar myndavélin smellir af mynd þá flettum við upp skráðum eiganda. Ef sá eigandi reynist vera bílaleiga þá köllum við eftir upplýsingum um það hver var skráður leigutaki á þeim tíma. Sé sektin 30 þúsund krónur eða meira þá sendum við sektarboð til viðkomandi,“ segir Ólafur. Þrír starfsmenn embættisins sjá um að skrá brot, senda út sektir og samskipti við bílaleigur sé þess þörf. Fjárheimildir fyrir starfið hafa ekki aukist frá 2007 þrátt fyrir launahækkanir og gífurlega fjölgun brota. „Það eru engar vinnureglur til um hvað skuli gera ef ökumaður reynist ferðamaður. Við settum okkur viðmiðið 30 þúsund krónur sjálf á sínum tíma. Við tókum það upp sjálf að senda sektarboð út,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að næsta sekt fyrir neðan, það er þar sem hámarkshraði er 90 km/klst., sé 10 þúsund krónur og það taki því ekki að eltast við slíkar upphæðir. Það að skrá þær sektir inn í kerfið myndi auka vinnuálag til muna, sem þó er mikið fyrir. Sektarboðsbréf hafa verið þýdd á sex tungumál og eru send heim til viðkomandi. Það að koma fjármunum til embættisins getur þó verið vandkvæðum háð. „Við höfum kallað eftir því að sett verði upp greiðslugátt sem lögreglan gæti nýtt sér. Það gæti aukið innheimtuhlutfallið,“ segir Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Um fjórðungur þeirra hraðasekta sem til verða við hraðakstur fram hjá hraðamyndavélum landsins innheimtist ekki. Langstærstan hluta þessa má rekja til erlendra ferðamanna en tæplega helmingur þeirra greiðir sektir sínar. Í fyrra voru 45.160 brot skráð vegna mynda úr hraðamyndavélum og hafði fjöldinn þrefaldast frá árinu 2013. Af þeim voru 16.447 sektir sem ekki innheimtust. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á Vesturlandi, er meðalsektarupphæð vangreiddra sekta um 10 þúsund krónur. Varleg áætlun leiðir því ljós að 160 milljónir króna, hið minnsta, innheimtust ekki á síðasta ári. Talan er tvöfalt hærri en árið 2015. „Þegar myndavélin smellir af mynd þá flettum við upp skráðum eiganda. Ef sá eigandi reynist vera bílaleiga þá köllum við eftir upplýsingum um það hver var skráður leigutaki á þeim tíma. Sé sektin 30 þúsund krónur eða meira þá sendum við sektarboð til viðkomandi,“ segir Ólafur. Þrír starfsmenn embættisins sjá um að skrá brot, senda út sektir og samskipti við bílaleigur sé þess þörf. Fjárheimildir fyrir starfið hafa ekki aukist frá 2007 þrátt fyrir launahækkanir og gífurlega fjölgun brota. „Það eru engar vinnureglur til um hvað skuli gera ef ökumaður reynist ferðamaður. Við settum okkur viðmiðið 30 þúsund krónur sjálf á sínum tíma. Við tókum það upp sjálf að senda sektarboð út,“ segir Ólafur. Hann bætir því við að næsta sekt fyrir neðan, það er þar sem hámarkshraði er 90 km/klst., sé 10 þúsund krónur og það taki því ekki að eltast við slíkar upphæðir. Það að skrá þær sektir inn í kerfið myndi auka vinnuálag til muna, sem þó er mikið fyrir. Sektarboðsbréf hafa verið þýdd á sex tungumál og eru send heim til viðkomandi. Það að koma fjármunum til embættisins getur þó verið vandkvæðum háð. „Við höfum kallað eftir því að sett verði upp greiðslugátt sem lögreglan gæti nýtt sér. Það gæti aukið innheimtuhlutfallið,“ segir Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira