Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á leið í þinghúsið eftir fund formannanna fjögurra á mánudag. vísir/vilhelm Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. Þrátt fyrir að forystumenn keppist við að segja allt galopið virðist raunin sú að allir kostir eru erfiðleikum bundnir. Margir spá því að forsetinn fari að hugsa sér til hreyfings og veiti Bjarna Benediktssyni umboð til stjórnarmyndunar. Hins vegar eru flestir þeirrar skoðunar meðal viðmælenda blaðsins að Katrín Jakobsdóttir standi með pálmann í höndunum. Hún á hins vegar bæði völina og kvölina enda stendur hún frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort eigi að mynda ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í óþökk margra flokksfélaga sinna. Með stjórnarmyndunarumboði hefði Bjarni hins vegar sterkari stöðu gagnvart Katrínu, sérstaklega varðandi embætti forsætisráðherra enda gerð rík krafa um það í báðum flokkum að formenn þeirra leiði ríkisstjórn. Eins ogblaðið greindi frá í gær heyrast raddir innan þingflokks Sjálfstæðismanna að Bjarni eigi þann kost að gefa Katrínu eftir forsætið gegn því að fá fleiri ráðherrastóla enda margir reyndir stjórnmálamenn í þingflokknum sem Bjarna gæti reynst erfitt að ganga fram hjá við myndun ríkisstjórnar. Þrátt fyrir að Bjarni hafi orðað viðræður við Framsóknarflokk, Miðflokk og Flokk fólksins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eru skiptar skoðanir um hvort sú stjórn er raunhæfur kostur enda ekki einhugur um samstarf í þá átt, hvorki meðal Sjálfstæðismanna né Framsóknarmanna. Þrýst er á Katrínu að reyna aftur viðræður frá vinstri til miðju með þátttöku Viðreisnar, í stað þess að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Samkvæmt heimildum eru meiri líkur á að Viðreisn taki sæti í stjórn frá vinstri til miðju en með Sjálfstæðisflokki. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. Þrátt fyrir að forystumenn keppist við að segja allt galopið virðist raunin sú að allir kostir eru erfiðleikum bundnir. Margir spá því að forsetinn fari að hugsa sér til hreyfings og veiti Bjarna Benediktssyni umboð til stjórnarmyndunar. Hins vegar eru flestir þeirrar skoðunar meðal viðmælenda blaðsins að Katrín Jakobsdóttir standi með pálmann í höndunum. Hún á hins vegar bæði völina og kvölina enda stendur hún frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort eigi að mynda ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í óþökk margra flokksfélaga sinna. Með stjórnarmyndunarumboði hefði Bjarni hins vegar sterkari stöðu gagnvart Katrínu, sérstaklega varðandi embætti forsætisráðherra enda gerð rík krafa um það í báðum flokkum að formenn þeirra leiði ríkisstjórn. Eins ogblaðið greindi frá í gær heyrast raddir innan þingflokks Sjálfstæðismanna að Bjarni eigi þann kost að gefa Katrínu eftir forsætið gegn því að fá fleiri ráðherrastóla enda margir reyndir stjórnmálamenn í þingflokknum sem Bjarna gæti reynst erfitt að ganga fram hjá við myndun ríkisstjórnar. Þrátt fyrir að Bjarni hafi orðað viðræður við Framsóknarflokk, Miðflokk og Flokk fólksins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eru skiptar skoðanir um hvort sú stjórn er raunhæfur kostur enda ekki einhugur um samstarf í þá átt, hvorki meðal Sjálfstæðismanna né Framsóknarmanna. Þrýst er á Katrínu að reyna aftur viðræður frá vinstri til miðju með þátttöku Viðreisnar, í stað þess að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Samkvæmt heimildum eru meiri líkur á að Viðreisn taki sæti í stjórn frá vinstri til miðju en með Sjálfstæðisflokki.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent