Katrín stendur frammi fyrir erfiðri ákvörðun um myndun stjórnar Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 9. nóvember 2017 07:00 Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, á leið í þinghúsið eftir fund formannanna fjögurra á mánudag. vísir/vilhelm Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. Þrátt fyrir að forystumenn keppist við að segja allt galopið virðist raunin sú að allir kostir eru erfiðleikum bundnir. Margir spá því að forsetinn fari að hugsa sér til hreyfings og veiti Bjarna Benediktssyni umboð til stjórnarmyndunar. Hins vegar eru flestir þeirrar skoðunar meðal viðmælenda blaðsins að Katrín Jakobsdóttir standi með pálmann í höndunum. Hún á hins vegar bæði völina og kvölina enda stendur hún frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort eigi að mynda ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í óþökk margra flokksfélaga sinna. Með stjórnarmyndunarumboði hefði Bjarni hins vegar sterkari stöðu gagnvart Katrínu, sérstaklega varðandi embætti forsætisráðherra enda gerð rík krafa um það í báðum flokkum að formenn þeirra leiði ríkisstjórn. Eins ogblaðið greindi frá í gær heyrast raddir innan þingflokks Sjálfstæðismanna að Bjarni eigi þann kost að gefa Katrínu eftir forsætið gegn því að fá fleiri ráðherrastóla enda margir reyndir stjórnmálamenn í þingflokknum sem Bjarna gæti reynst erfitt að ganga fram hjá við myndun ríkisstjórnar. Þrátt fyrir að Bjarni hafi orðað viðræður við Framsóknarflokk, Miðflokk og Flokk fólksins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eru skiptar skoðanir um hvort sú stjórn er raunhæfur kostur enda ekki einhugur um samstarf í þá átt, hvorki meðal Sjálfstæðismanna né Framsóknarmanna. Þrýst er á Katrínu að reyna aftur viðræður frá vinstri til miðju með þátttöku Viðreisnar, í stað þess að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Samkvæmt heimildum eru meiri líkur á að Viðreisn taki sæti í stjórn frá vinstri til miðju en með Sjálfstæðisflokki. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira
Kostum í stjórnarmyndun hefur fjölgað og fækkað á víxl þá tíu daga sem þreifingar um stjórnarmyndun hafa staðið. Þrátt fyrir að forystumenn keppist við að segja allt galopið virðist raunin sú að allir kostir eru erfiðleikum bundnir. Margir spá því að forsetinn fari að hugsa sér til hreyfings og veiti Bjarna Benediktssyni umboð til stjórnarmyndunar. Hins vegar eru flestir þeirrar skoðunar meðal viðmælenda blaðsins að Katrín Jakobsdóttir standi með pálmann í höndunum. Hún á hins vegar bæði völina og kvölina enda stendur hún frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun hvort eigi að mynda ríkisstjórn VG, Framsóknar og Sjálfstæðisflokks í óþökk margra flokksfélaga sinna. Með stjórnarmyndunarumboði hefði Bjarni hins vegar sterkari stöðu gagnvart Katrínu, sérstaklega varðandi embætti forsætisráðherra enda gerð rík krafa um það í báðum flokkum að formenn þeirra leiði ríkisstjórn. Eins ogblaðið greindi frá í gær heyrast raddir innan þingflokks Sjálfstæðismanna að Bjarni eigi þann kost að gefa Katrínu eftir forsætið gegn því að fá fleiri ráðherrastóla enda margir reyndir stjórnmálamenn í þingflokknum sem Bjarna gæti reynst erfitt að ganga fram hjá við myndun ríkisstjórnar. Þrátt fyrir að Bjarni hafi orðað viðræður við Framsóknarflokk, Miðflokk og Flokk fólksins í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær, eru skiptar skoðanir um hvort sú stjórn er raunhæfur kostur enda ekki einhugur um samstarf í þá átt, hvorki meðal Sjálfstæðismanna né Framsóknarmanna. Þrýst er á Katrínu að reyna aftur viðræður frá vinstri til miðju með þátttöku Viðreisnar, í stað þess að ræða við Sjálfstæðisflokk og Framsókn. Samkvæmt heimildum eru meiri líkur á að Viðreisn taki sæti í stjórn frá vinstri til miðju en með Sjálfstæðisflokki.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Innlent Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Segja verkfall kennara skapa ójafnræði og óréttlæti Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið freistar þess að rjúfa útboðsstopp í vegagerð Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Sjá meira