Aðventan nálgast: Dónalegar jólapeysur og dásamlegar dragtir Lilja Katrín Gunnarsdóttir skrifar 8. nóvember 2017 21:30 Jólin nálgast nú óðfluga en á mörgum vinnustöðum er komin hefð fyrir því að hvetja starfsmenn til að mæta í sínu jólalegasta pússi á einhverjum tímapunkti á aðventunni. Margir kannast eflaust við svoleiðis hópþrýsting og hafa lent í því að keyra um allan bæ til að finna eitthvað nógu jólalegt, svo maður verði ekki fyrir aðkasti á kaffistofunni. Lífið fór því á stúfana og fann nokkur jólaleg dress sem ættu að geta bjargað þér og þínum frá fullkominni niðurlægingu.Brot af úrvalinu hjá Flottum fötum.Jólaleg uppköst Á vefsíðunni Flott föt er gríðarlega mikið úrval af jólalegum jakkafötum og drögtum sem tekið er eftir. Á vinnustöðum er oft boðið upp á keppni í því hver getur verið jólalegastur, og væri sigurinn vís í svona klæðnaði. Sumir myndu segja að jólin hefðu jafnvelt kastað upp á þig, í eins jákvæðri merkingu þess orðasambands og hægt er.Í efri röð eru peysur úr Rúmfatalagernum en í neðri eru flíkur úr Hókus Pókus.Hallærislegar jólapeysur Jólapeysur þóttu ekkert sérstaklega smart fyrir nokkrum árum en í dag fá þeir aðilar sem klæðast hallærislegustu jólapeysunum mikið hrós á aðventunni. Við fundum mishallærislegar peysur bæði í Rúmfatalagernum og Hókus Pókus og eru þær tilvaldar fyrir þá sem vilja ekki ganga alla leið og klæðast jólalegum alklæðnaði. Hókus Pókus býður meira að segja uppá úrval af dónalegum jólapeysum, ef það er að gera eitthvað fyrir ykkur. Með því að smella sér í eitt stykki jólapeysu tekur maður vissulega þátt í jólagleðinni og kemst nánast samstundis í gott skap.Penir kjólar úr Kjólar og Konfekt.Smart er líka í lagi Svo eru það þær sem vilja vera smart og penar í jóladressinu. Þá er tilvalið að skella sér í kjólabúðina Kjólar og Konfekt þar sem hægt er að versla klæðilega kjóla með penu jólamynstri. Það er þó ekki úr vegi að poppa slíkar gersemar upp með einhverju hallærislegu jólaskrauti til að fara ekki alla leið í smartheitum. Jól Tíska og hönnun Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira
Jólin nálgast nú óðfluga en á mörgum vinnustöðum er komin hefð fyrir því að hvetja starfsmenn til að mæta í sínu jólalegasta pússi á einhverjum tímapunkti á aðventunni. Margir kannast eflaust við svoleiðis hópþrýsting og hafa lent í því að keyra um allan bæ til að finna eitthvað nógu jólalegt, svo maður verði ekki fyrir aðkasti á kaffistofunni. Lífið fór því á stúfana og fann nokkur jólaleg dress sem ættu að geta bjargað þér og þínum frá fullkominni niðurlægingu.Brot af úrvalinu hjá Flottum fötum.Jólaleg uppköst Á vefsíðunni Flott föt er gríðarlega mikið úrval af jólalegum jakkafötum og drögtum sem tekið er eftir. Á vinnustöðum er oft boðið upp á keppni í því hver getur verið jólalegastur, og væri sigurinn vís í svona klæðnaði. Sumir myndu segja að jólin hefðu jafnvelt kastað upp á þig, í eins jákvæðri merkingu þess orðasambands og hægt er.Í efri röð eru peysur úr Rúmfatalagernum en í neðri eru flíkur úr Hókus Pókus.Hallærislegar jólapeysur Jólapeysur þóttu ekkert sérstaklega smart fyrir nokkrum árum en í dag fá þeir aðilar sem klæðast hallærislegustu jólapeysunum mikið hrós á aðventunni. Við fundum mishallærislegar peysur bæði í Rúmfatalagernum og Hókus Pókus og eru þær tilvaldar fyrir þá sem vilja ekki ganga alla leið og klæðast jólalegum alklæðnaði. Hókus Pókus býður meira að segja uppá úrval af dónalegum jólapeysum, ef það er að gera eitthvað fyrir ykkur. Með því að smella sér í eitt stykki jólapeysu tekur maður vissulega þátt í jólagleðinni og kemst nánast samstundis í gott skap.Penir kjólar úr Kjólar og Konfekt.Smart er líka í lagi Svo eru það þær sem vilja vera smart og penar í jóladressinu. Þá er tilvalið að skella sér í kjólabúðina Kjólar og Konfekt þar sem hægt er að versla klæðilega kjóla með penu jólamynstri. Það er þó ekki úr vegi að poppa slíkar gersemar upp með einhverju hallærislegu jólaskrauti til að fara ekki alla leið í smartheitum.
Jól Tíska og hönnun Mest lesið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga rifja upp gamla takta í Draumahöllinni Bíó og sjónvarp Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Fleiri fréttir Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Laufey glæsileg í 400 þúsund króna kjól Bestu hrekkjavökubúningar stjarnanna Lítið um litadýrð en glamúrinn í hávegum hafður Kynntust í Mílanó og urðu sálarsystur í tískunni Nærfatamódelin sneru aftur eftir sex ára hlé Heitustu skvísur landsins skáluðu fyrir Ástrós Skelltu sér í rússíbana með James Franco á tískusýningu ársins Hvernig náum við fram okkar bestu andlitsdráttum? „Mér leið eins og alvöru prinsessu“ Sjá meira