Ætlar að þrýsta á Kínverja vegna viðskipta og Norður-Kóreu Samúel Karl Ólason skrifar 8. nóvember 2017 11:33 Trump, Jinping og eiginkonur þeirra í Forboðnu borginni. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að þrýsta á Kínverja varðandi viðskipti ríkjanna og samskipti Kínverja við Norður-Kóreu. Forsetinn er nú staddur í Kína þar sem hann mun vera í tvo daga. Meðal þess sem hann mun ræða við æðstu stjórnendur Kína er að Kínverjar hætti viðskiptum við Norður-Kóreu og vísi öllum verkamönnum þaðan úr Kína. Trump hefur áður hrósað Kína fyrir aðgerðir þeirra gegn Norður-Kóreu en sagt að þörf væri á frekari og strangari aðgerðum. Hann hefur ítrekað hrósað Xi Jinping, forseta Kína, sem varð nýverið valdamesti leiðtogi landsins í áratugi. Hugmyndafræði hans hefur verið innleidd í stjórnarskrá landsins og er hann settur á sama stall og Mao Zedong, stofnandi ríkisins. „Hann er valdamikill maður. Ég tel að hann sé góður maður. Nú, hafandi sagt það, þá er hann í forsvari fyrir Kína og ég fyrir Bandaríkin, svo, þú veist, það verða alltaf ákveðin átök. Fólk segir að við höfum besta samband allda forseta, því hann er einnig kallaður forseti. Einhverjir myndu kalla hann konung Kína en hann er kallaður forseti,“ sagði Trump nýverið um Jinping í viðtali við Fox.Spilað á Trump? Við komuna til Kína fóru Trump og eiginkona hans Melania í skoðunarferð um Forboðnu borgina með Jinping og Peng Liyuan, eiginkonu hans. Eftir það sagði Trump við fjölmiðla að hann væri að skemmta sér vel í Kína.Samkvæmt AP fréttaveitunni treysta starfsmenn Trump á að gott samband hans og Jinping muni hjálpa til við allar viðræður. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja þó að Jinping sé líklegast að spila með Trump. „Trump hefur ítrekað lýst sambandi hans og Xi á þann veg að þeir séu góðir vinir en það er ótrúlega barnalegt,“ segir Mike Chinoy. „Það er langt síðan Kínverjar áttuðu sig á því hvernig best er að eiga við Trump. Það er að að smjaðra fyrir honum og það er ekkert sem Kínverjar gera betur en að táldraga erlenda erindreka.“ Trump talaði mjög oft í kosningabaráttunni um að hann myndi taka Kína hörðum tökum og meðal annars laga viðskiptasamband ríkjanna. Chinoy sagði að nú ætlaði Trump taka Kína vetlingatökum ef þeir grípi til aðgerða vegna Norður-Kóreu. Donald Trump Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, ætlar að þrýsta á Kínverja varðandi viðskipti ríkjanna og samskipti Kínverja við Norður-Kóreu. Forsetinn er nú staddur í Kína þar sem hann mun vera í tvo daga. Meðal þess sem hann mun ræða við æðstu stjórnendur Kína er að Kínverjar hætti viðskiptum við Norður-Kóreu og vísi öllum verkamönnum þaðan úr Kína. Trump hefur áður hrósað Kína fyrir aðgerðir þeirra gegn Norður-Kóreu en sagt að þörf væri á frekari og strangari aðgerðum. Hann hefur ítrekað hrósað Xi Jinping, forseta Kína, sem varð nýverið valdamesti leiðtogi landsins í áratugi. Hugmyndafræði hans hefur verið innleidd í stjórnarskrá landsins og er hann settur á sama stall og Mao Zedong, stofnandi ríkisins. „Hann er valdamikill maður. Ég tel að hann sé góður maður. Nú, hafandi sagt það, þá er hann í forsvari fyrir Kína og ég fyrir Bandaríkin, svo, þú veist, það verða alltaf ákveðin átök. Fólk segir að við höfum besta samband allda forseta, því hann er einnig kallaður forseti. Einhverjir myndu kalla hann konung Kína en hann er kallaður forseti,“ sagði Trump nýverið um Jinping í viðtali við Fox.Spilað á Trump? Við komuna til Kína fóru Trump og eiginkona hans Melania í skoðunarferð um Forboðnu borgina með Jinping og Peng Liyuan, eiginkonu hans. Eftir það sagði Trump við fjölmiðla að hann væri að skemmta sér vel í Kína.Samkvæmt AP fréttaveitunni treysta starfsmenn Trump á að gott samband hans og Jinping muni hjálpa til við allar viðræður. Sérfræðingar sem AP ræddi við segja þó að Jinping sé líklegast að spila með Trump. „Trump hefur ítrekað lýst sambandi hans og Xi á þann veg að þeir séu góðir vinir en það er ótrúlega barnalegt,“ segir Mike Chinoy. „Það er langt síðan Kínverjar áttuðu sig á því hvernig best er að eiga við Trump. Það er að að smjaðra fyrir honum og það er ekkert sem Kínverjar gera betur en að táldraga erlenda erindreka.“ Trump talaði mjög oft í kosningabaráttunni um að hann myndi taka Kína hörðum tökum og meðal annars laga viðskiptasamband ríkjanna. Chinoy sagði að nú ætlaði Trump taka Kína vetlingatökum ef þeir grípi til aðgerða vegna Norður-Kóreu.
Donald Trump Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Fleiri fréttir Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Sjá meira