Skramba slæm byrjun hjá Ólafíu sem söng svo fuglasöng en kom í hús á pari Tómas Þór Þórðarson skrifar 8. nóvember 2017 07:32 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir er á parinu. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er á pari eftir fyrsta hringinn á Bláfjarðamótinu á LPGA-mótaröðinni sem var spilaður í Kína í nótt. Ólafía byrjaði ekki vel því hún fékk skramba, eða tvöfaldan skolla, strax á fyrstu holu þegar að hún lét par fjögur holu á sex höggum. Hún var ekki lengi að bæta upp fyrir það og fékk fugl á annarri holu og var þá einu höggi yfir pari. Hún hélt áfram að syngja fuglasöng þegar að hún bætti við fuglum á áttundu og níundu braut sem og þeirri elleftu en þá var hún komin tvö högg undir parið. Reykvíkingurinn hélt það því miður ekki út því Ólafía fékk tvo skolla í röð á tólftu og þrettándu braut áður en hún paraði svo restina og kom í hús á 72 höggum eða á pari vallarins. Hún er sem stendur í 34.-40. sæti mótsins en ekki verður skorið niður eftir tvo hringi. Aðstæður voru erfiðar í nótt vegna mikils vinds en ekki hafa allir kylfingar lokið keppni. Blue Bay Open er fjögurra ára gamalt mót þar sem heildarverðlaunafé er 2,1 milljónir dollara. Þetta er 25. mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni í ár. Golf Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir, atvinnukylfingur úr GR, er á pari eftir fyrsta hringinn á Bláfjarðamótinu á LPGA-mótaröðinni sem var spilaður í Kína í nótt. Ólafía byrjaði ekki vel því hún fékk skramba, eða tvöfaldan skolla, strax á fyrstu holu þegar að hún lét par fjögur holu á sex höggum. Hún var ekki lengi að bæta upp fyrir það og fékk fugl á annarri holu og var þá einu höggi yfir pari. Hún hélt áfram að syngja fuglasöng þegar að hún bætti við fuglum á áttundu og níundu braut sem og þeirri elleftu en þá var hún komin tvö högg undir parið. Reykvíkingurinn hélt það því miður ekki út því Ólafía fékk tvo skolla í röð á tólftu og þrettándu braut áður en hún paraði svo restina og kom í hús á 72 höggum eða á pari vallarins. Hún er sem stendur í 34.-40. sæti mótsins en ekki verður skorið niður eftir tvo hringi. Aðstæður voru erfiðar í nótt vegna mikils vinds en ekki hafa allir kylfingar lokið keppni. Blue Bay Open er fjögurra ára gamalt mót þar sem heildarverðlaunafé er 2,1 milljónir dollara. Þetta er 25. mótið sem Ólafía Þórunn tekur þátt í á LPGA-mótaröðinni í ár.
Golf Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Valskonur í Eyjum þegar öllu var frestað: „Brast nú út smá hlátur“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Enski boltinn Fleiri fréttir Tiger syrgir móður sína Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira