Pósturinn fækkar útburðardögum í þéttbýli Atli Ísleifsson skrifar 7. nóvember 2017 10:04 Í tilkynningu kemur fram að bréfum hafi fækkað mjög á undanförnum árum eða um 52 prósent frá árinu 2007 og heil sjö prósent það sem af er þessu ári. Vísir/ernir Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að bréfum hafi fækkað mjög á undanförnum árum eða um 52 prósent frá árinu 2007 og heil sjö prósent það sem af er þessu ári. „Í reglugerð um póstþjónustu er kveðið á um heimild til þess að fækka dreifingardögum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja á þjónustunni hafi minnkað verulega og er ekki í samræmi við framboð hennar. Minnkandi eftirspurn eftir bréfadreifingu kallar á að Pósturinn feti í fótspor póstfyrirtækja í nágrannalöndunum og fækki dreifingardögum. Búið er að tilkynna Póst- og fjarskiptastofnun um fyrirhugaða breytingu og er málið nú þar til meðferðar. Á síðasta ári var hætt að bera póst út daglega í dreifbýli og verður því tíðni bréfadreifingar hin sama um allt land þegar breytingin tekur gildi 1. febrúar.Um 70% bréfapósts er nú þegar B-póstur sem dreift er innan þriggja daga Legið hefur fyrir um nokkra hríð að eftirspurn eftir því að senda bréf sem borin eru út strax næsta dag sé ekki lengur næg til að standa undir óbreyttu þjónustustigi. Breytingin felur í sér að hér eftir verður svokallaður A-póstur, sem hefur verið borinn út daglega, ekki lengur í boði. Þess í stað verður öllum almennum bréfum dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu líkt og gert er með B-póst. Nú þegar eru um 70% af bréfapósti B-póstur. Þeir sem það kjósa geta eftir sem áður sent bréf sem dreift er næsta virka dag en þau heyra þá undir vöruflokkinn „rekjanleg bréf“. Pökkum verður áfram dreift alla virka daga en mikill vöxtur er í pakkasendingum hér á landi samhliða aukinni netverslun. Mun Pósturinn efla enn frekar þjónustu sína á því sviði í takt við óskir og eftirspurn viðskiptavina. Má þar nefna laugardagsdreifingu á pakkasendingum sem hófst á höfuðborgarsvæðinu nú í nóvember,“ segir í tilkynningunni. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir að bréfum hafi fækkað um meira en helming á liðnum áratug þrátt fyrir fólksfjölgun á sama tíma. Því fylgi aukinn kostnaður á hvert sent bréf. „Þessi þróun hefur lengi verið fyrirséð, enda bjóðast nú margir hraðvirkari og einfaldari samskiptamátar en bréfasendingar. Það er skiljanlegt að einhverjir muni sakna þess að fá ekki lengur daglega heimsókn frá bréfberanum, en þjónusta Póstsins þarf, rétt eins og þjónusta annarra fyrirtækja, að breytast í takt við nýja tíma. Pósturinn var bréfafyrirtæki sem bauð einnig pakkasendingar en er í dag pakkafyrirtæki sem býður líka upp á bréfasendingar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við gerum breytingar sem þessar enda hefur fyrirtækið þurft að bregðast við nýrri samskiptatækni og hefur breytt starfseminni jafnt og þétt í samræmi við breyttar þarfir og óskir viðskiptavina. Þörfin fyrir bréfadreifingu hefur minnkað mikið með nýjum boðleiðum og sú þróun mun halda áfram. Um leið vill fólk fá pakkasendingar til sín svo hratt sem mögulegt er og leggjum við áherslu á að bregðast fljótt og vel við þeim óskum um þjónustu Póstsins,” segir Brynjar Smári. Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira
Pósturinn hefur ákveðið að fækka dreifingardögum bréfapósts í þéttbýli frá og með 1. febrúar næstkomandi. Í tilkynningu kemur fram að bréfum hafi fækkað mjög á undanförnum árum eða um 52 prósent frá árinu 2007 og heil sjö prósent það sem af er þessu ári. „Í reglugerð um póstþjónustu er kveðið á um heimild til þess að fækka dreifingardögum ef eftirspurn almennings og fyrirtækja á þjónustunni hafi minnkað verulega og er ekki í samræmi við framboð hennar. Minnkandi eftirspurn eftir bréfadreifingu kallar á að Pósturinn feti í fótspor póstfyrirtækja í nágrannalöndunum og fækki dreifingardögum. Búið er að tilkynna Póst- og fjarskiptastofnun um fyrirhugaða breytingu og er málið nú þar til meðferðar. Á síðasta ári var hætt að bera póst út daglega í dreifbýli og verður því tíðni bréfadreifingar hin sama um allt land þegar breytingin tekur gildi 1. febrúar.Um 70% bréfapósts er nú þegar B-póstur sem dreift er innan þriggja daga Legið hefur fyrir um nokkra hríð að eftirspurn eftir því að senda bréf sem borin eru út strax næsta dag sé ekki lengur næg til að standa undir óbreyttu þjónustustigi. Breytingin felur í sér að hér eftir verður svokallaður A-póstur, sem hefur verið borinn út daglega, ekki lengur í boði. Þess í stað verður öllum almennum bréfum dreift á næstu þremur virku dögum eftir póstlagningu líkt og gert er með B-póst. Nú þegar eru um 70% af bréfapósti B-póstur. Þeir sem það kjósa geta eftir sem áður sent bréf sem dreift er næsta virka dag en þau heyra þá undir vöruflokkinn „rekjanleg bréf“. Pökkum verður áfram dreift alla virka daga en mikill vöxtur er í pakkasendingum hér á landi samhliða aukinni netverslun. Mun Pósturinn efla enn frekar þjónustu sína á því sviði í takt við óskir og eftirspurn viðskiptavina. Má þar nefna laugardagsdreifingu á pakkasendingum sem hófst á höfuðborgarsvæðinu nú í nóvember,“ segir í tilkynningunni. Brynjar Smári Rúnarsson, forstöðumaður markaðsdeildar Íslandspósts, segir að bréfum hafi fækkað um meira en helming á liðnum áratug þrátt fyrir fólksfjölgun á sama tíma. Því fylgi aukinn kostnaður á hvert sent bréf. „Þessi þróun hefur lengi verið fyrirséð, enda bjóðast nú margir hraðvirkari og einfaldari samskiptamátar en bréfasendingar. Það er skiljanlegt að einhverjir muni sakna þess að fá ekki lengur daglega heimsókn frá bréfberanum, en þjónusta Póstsins þarf, rétt eins og þjónusta annarra fyrirtækja, að breytast í takt við nýja tíma. Pósturinn var bréfafyrirtæki sem bauð einnig pakkasendingar en er í dag pakkafyrirtæki sem býður líka upp á bréfasendingar. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við gerum breytingar sem þessar enda hefur fyrirtækið þurft að bregðast við nýrri samskiptatækni og hefur breytt starfseminni jafnt og þétt í samræmi við breyttar þarfir og óskir viðskiptavina. Þörfin fyrir bréfadreifingu hefur minnkað mikið með nýjum boðleiðum og sú þróun mun halda áfram. Um leið vill fólk fá pakkasendingar til sín svo hratt sem mögulegt er og leggjum við áherslu á að bregðast fljótt og vel við þeim óskum um þjónustu Póstsins,” segir Brynjar Smári.
Mest lesið Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Viðskipti innlent Milljarður í afgang í Garðabæ Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í fullkomnu frelsi: „Þar sem er heyskapur er ég“ Atvinnulíf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf Íhuga hærri tolla á alla Viðskipti erlent „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Milljarður í afgang í Garðabæ Útflutningur gefur eftir en einkaneyslan stígur fram á sviðið Vilja minnka líkurnar á því að vinna í Lottóinu Besta rekstrarár frá opnun Hörpu Hneykslaðist á „óútfærðum afkomubætandi aðgerðum“ Deila um þvottahús stöðvar ekki Hreint í bili Eldisfiskur fluttur út fyrir 54 milljarða króna Ræðst í byggingu átta húsa í Hvammsvík Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Sjá meira