Konur, karlar og lífeyrissjóðir Hanna Katrín Friðriksson skrifar 7. nóvember 2017 06:00 Um síðustu áramót áttu lífeyrissjóðirnir hreina eign sem nam 3.509 milljörðum kr. samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Lífeyrissjóðirnir eru umsvifamestu aðilar á íslenskum fjármálamarkaði nú um stundir og áhrif þeirra í íslensku viðskiptalífi því veruleg. Í lögum um lífeyrissjóði er hnykkt á samfélagslegri ábyrgð þeirra þar sem sagt er að þeir skuli hafa hagsmuni allra sjóðsfélaga að leiðarljósi og setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum. Hér þarf að ganga lengra. Það er alkunna að þó margt hafi áunnist í jafnréttismálum hér á landi er það enn viðvarandi vandamál hversu fáar konur gegna stjórnunarstöðum í fjármálageiranum. Í febrúar 2017 voru kynjahlutföll viðskiptabanka, sparisjóða, lífeyrissjóða, skráðra félaga, félaga á leið á markað, óskráðra tryggingafélaga, lánafyrirtækja, verðbréfafyrirtækja og -miðlana, framtakssjóða, orkufyrirtækja, greiðslustofnana, Kauphallar og lánasjóða á þá leið að 80 karlar gegndu þar stöðu æðsta stjórnanda en einungis átta konur. Staðan er verst þegar kemur að verðbréfafyrirtækjum og rekstrarfélögum verðbréfasjóða sem starfa sem milliliðir fyrir fjárfesta gegn þóknun. Þessir fjárfestar eru aðallega lífeyrissjóðir. Viðreisn mun við fyrsta tækifæri leggja fram frumvarp til laga þar sem hnykkt er enn frekar á samfélagslegri ábyrgð lífeyrissjóða að því er varðar jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna í samfélaginu. Eins og staðan er nú er lífeyrissjóðum í flestum tilvikum stýrt af körlum og karlar eru í verulegum meirihluta ef litið er til starfsmanna sem koma að fjárfestingum og eignastýringu. Frumvarpið kveður m.a. á um að í ársskýrslu sjóðanna skuli gerð grein fyrir framkvæmd jafnréttisstefnu sjóðanna. Þannig beri lífeyrissjóðum t.d. að skýra sérstaklega forsendur þess að fjárfest er í fyrirtækjum þar sem kynjahalli er verulegur meðal æðstu stjórnenda. Auðvitað ættu þessar áherslur að vera sjálfsagðar og eðlilegar í ljósi hlutverks lífeyrissjóða enda sýna fjölmargar rannsóknir að fyrirtækjum þar sem jafnvægi er í kynjahlutföllum í stjórn og framkvæmdastjórn vegnar almennt betur. Þess vegna er núverandi slagsíða vandamál. Því til viðbótar leiðir hún af sér annað tengt vandamál sem er að aðgengi karla og kvenna að fjármagni er alls ekki það sama. Vonandi munu stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir standa, geta sameinast um þessar áherslur til hagsbóta fyrir samfélagið allt.Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Um síðustu áramót áttu lífeyrissjóðirnir hreina eign sem nam 3.509 milljörðum kr. samkvæmt hagtölum Seðlabanka Íslands. Lífeyrissjóðirnir eru umsvifamestu aðilar á íslenskum fjármálamarkaði nú um stundir og áhrif þeirra í íslensku viðskiptalífi því veruleg. Í lögum um lífeyrissjóði er hnykkt á samfélagslegri ábyrgð þeirra þar sem sagt er að þeir skuli hafa hagsmuni allra sjóðsfélaga að leiðarljósi og setja sér siðferðisleg viðmið í fjárfestingum. Hér þarf að ganga lengra. Það er alkunna að þó margt hafi áunnist í jafnréttismálum hér á landi er það enn viðvarandi vandamál hversu fáar konur gegna stjórnunarstöðum í fjármálageiranum. Í febrúar 2017 voru kynjahlutföll viðskiptabanka, sparisjóða, lífeyrissjóða, skráðra félaga, félaga á leið á markað, óskráðra tryggingafélaga, lánafyrirtækja, verðbréfafyrirtækja og -miðlana, framtakssjóða, orkufyrirtækja, greiðslustofnana, Kauphallar og lánasjóða á þá leið að 80 karlar gegndu þar stöðu æðsta stjórnanda en einungis átta konur. Staðan er verst þegar kemur að verðbréfafyrirtækjum og rekstrarfélögum verðbréfasjóða sem starfa sem milliliðir fyrir fjárfesta gegn þóknun. Þessir fjárfestar eru aðallega lífeyrissjóðir. Viðreisn mun við fyrsta tækifæri leggja fram frumvarp til laga þar sem hnykkt er enn frekar á samfélagslegri ábyrgð lífeyrissjóða að því er varðar jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna í samfélaginu. Eins og staðan er nú er lífeyrissjóðum í flestum tilvikum stýrt af körlum og karlar eru í verulegum meirihluta ef litið er til starfsmanna sem koma að fjárfestingum og eignastýringu. Frumvarpið kveður m.a. á um að í ársskýrslu sjóðanna skuli gerð grein fyrir framkvæmd jafnréttisstefnu sjóðanna. Þannig beri lífeyrissjóðum t.d. að skýra sérstaklega forsendur þess að fjárfest er í fyrirtækjum þar sem kynjahalli er verulegur meðal æðstu stjórnenda. Auðvitað ættu þessar áherslur að vera sjálfsagðar og eðlilegar í ljósi hlutverks lífeyrissjóða enda sýna fjölmargar rannsóknir að fyrirtækjum þar sem jafnvægi er í kynjahlutföllum í stjórn og framkvæmdastjórn vegnar almennt betur. Þess vegna er núverandi slagsíða vandamál. Því til viðbótar leiðir hún af sér annað tengt vandamál sem er að aðgengi karla og kvenna að fjármagni er alls ekki það sama. Vonandi munu stjórnmálamenn hvar í flokki sem þeir standa, geta sameinast um þessar áherslur til hagsbóta fyrir samfélagið allt.Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun