Sport

Ein flottasta innkoma allra tíma | Mynd

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Stökk Jonathan Stewart í gær.
Stökk Jonathan Stewart í gær. Vísir/Getty
Leikmenn NFL-liðanna koma oftast inn á völlinn með miklum tilþrifum þegar lið þeirra er að spila á heimavelli.

Svo var einnig á NFL-leik Carolina Panthers og Atlanta Falcons í gærdag en þessi leikur var meðal annars sýndur beint á Stöð 2 Sport.

Eldur, reykur, sprengingar og mikill fjöldi leikmanna gerir innkomu heimaliðsins alltaf að ómissandi hluta af því að skella sér á leik í ameríska fótboltanum.

Það er hinsvegar erfitt að ímynda sér að einhverjir hafi átt flottari innkomu en hlauparinn Jonathan Stewart hjá Carolina Panthers átti í leiknum í gær.

Eins og sjá á þessari mögnuðu mynd af Jonathan Stewart frá því í gær þá kom hann bókstaflega fljúgandi inn á leikvanginn og reykurinn gerði stökkið hans enn tilkomumeira.



Ljósmyndarinn Todd Rosenberg setti myndina af Jonathan Stewart inn á Twitter-síðu sína og hefur að sjálfsögðu fengið mjög góð viðbrögð á samfélagsmiðlinum enda er hér  um að ræða algjörlega geggjaða mynd.

Því má ekki gleyma að Jonathan Stewart er 107 kíló maður og hann er þarna í öllum græjunum sem verja hann frá hörðum höggum inn á vellinum. Það er því líka magnað að hann hafi getað hoppað svona í fullum herklæðum.

Vísir/Getty
NFL



Fleiri fréttir

Sjá meira


×