Árásin í Texas: Ólétt fimm barna móðir í hópi hinna látnu Atli Ísleifsson skrifar 6. nóvember 2017 10:14 Crystal Holcombe lét lífið í árásinni í Sutherland Springs í gær. Á myndinni er hún með John, eiginmanni sínum. John lést ekki í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort að hann hafi verið í kirkjunni þegar árásin var gerð eður ei. Facebook 26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. Í hópi látinna var Crystal Holcombe, ólétt fimm barna móðir, þrjú börn hennar og tengdaforeldrar. Kelley hóf skothríð fyrir utan kirkjuna um klukkan 11:30 að staðartíma og hélt svo inn þegar sunnudagsmessa stóð þar yfir. Lögregla í Texas hefur staðfest að fórnarlömbin hafi verið á aldrinum fimm til 72 ára og hafa bandarískir fjölmiðlar sagt að fjölmennar fjölskyldur, ömmur og afar, mæður og feður og lítil börn hafi verið saman komin í kirkjunni þegar árásin var gerð.Þrjú barna Crystal létu lífiðAP hefur eftir Nick Uhrig að Crystal Holcombe og tengdaforeldrar hennar, Karla Holcombe og Bryan Holcombe, hafi öll verið drepin í árásinni. Uhrig er tengdur Holcombe fjölskylduböndum. Crystal var móðir fimm barna og létu þrjú barnanna lífið í gær. Hin börnin tvö særðust í árásinni, meðal annars þriggja ára drengur. Crystal var barnshafandi og gengin um átta mánuði á leið.Sjá einnig: Þetta vitum við um árásina í Texas „Hún drakk ekki einu sinni, reykti ekki,“ segir Uhrig um Crystal. „Hún sá bara um börnin, ræktaði geitur og bjó til heimalagaðan ost. Hún var þannig, þú skilur. Þau fara ekki út að dansa eða neitt þannig. Þau eru mjög gamaldags, jarðbundin,“ sagði Uhrig. Uhlig segist sjálfur ekki hafa mætt í messuna í gær þar sem hann hafi verið úti að skemmta sér á laugardagskvöldinu. Hann segir að Bryan Holcombe, tengdafaðir Crystal, hafi reglulega spilað á úkúlele og sungið fyrir fanga í nálægu fangelsi.Dóttir prestsins drepin Bandarískir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að dóttir prests safnaðarins, hin fjórtán ára Annabelle Pomeroy, hafi einnig látið lífið í árásinni. Presturinn Frank Pomeroy og eiginkona hans, Sherri, voru ekki stödd í bænum þegar árásin var gerð. Presturinn lýsir dóttur sinni sem „mjög fallegu og sérstöku barni“ í samtali við ABC. „Við misstum fjórtán ára gamla dóttur okkar og marga vini,“ segir Sherri Pomeroy í samtali við AP. Tengdar fréttir Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. 5. nóvember 2017 19:41 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
26 manns létu lífið í árás hins 26 ára Devin Patrick Kelley í baptistakirkjunni í Sutherland Springs í Texas í gær. Í hópi látinna var Crystal Holcombe, ólétt fimm barna móðir, þrjú börn hennar og tengdaforeldrar. Kelley hóf skothríð fyrir utan kirkjuna um klukkan 11:30 að staðartíma og hélt svo inn þegar sunnudagsmessa stóð þar yfir. Lögregla í Texas hefur staðfest að fórnarlömbin hafi verið á aldrinum fimm til 72 ára og hafa bandarískir fjölmiðlar sagt að fjölmennar fjölskyldur, ömmur og afar, mæður og feður og lítil börn hafi verið saman komin í kirkjunni þegar árásin var gerð.Þrjú barna Crystal létu lífiðAP hefur eftir Nick Uhrig að Crystal Holcombe og tengdaforeldrar hennar, Karla Holcombe og Bryan Holcombe, hafi öll verið drepin í árásinni. Uhrig er tengdur Holcombe fjölskylduböndum. Crystal var móðir fimm barna og létu þrjú barnanna lífið í gær. Hin börnin tvö særðust í árásinni, meðal annars þriggja ára drengur. Crystal var barnshafandi og gengin um átta mánuði á leið.Sjá einnig: Þetta vitum við um árásina í Texas „Hún drakk ekki einu sinni, reykti ekki,“ segir Uhrig um Crystal. „Hún sá bara um börnin, ræktaði geitur og bjó til heimalagaðan ost. Hún var þannig, þú skilur. Þau fara ekki út að dansa eða neitt þannig. Þau eru mjög gamaldags, jarðbundin,“ sagði Uhrig. Uhlig segist sjálfur ekki hafa mætt í messuna í gær þar sem hann hafi verið úti að skemmta sér á laugardagskvöldinu. Hann segir að Bryan Holcombe, tengdafaðir Crystal, hafi reglulega spilað á úkúlele og sungið fyrir fanga í nálægu fangelsi.Dóttir prestsins drepin Bandarískir fjölmiðlar hafa einnig greint frá því að dóttir prests safnaðarins, hin fjórtán ára Annabelle Pomeroy, hafi einnig látið lífið í árásinni. Presturinn Frank Pomeroy og eiginkona hans, Sherri, voru ekki stödd í bænum þegar árásin var gerð. Presturinn lýsir dóttur sinni sem „mjög fallegu og sérstöku barni“ í samtali við ABC. „Við misstum fjórtán ára gamla dóttur okkar og marga vini,“ segir Sherri Pomeroy í samtali við AP.
Tengdar fréttir Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28 Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15 Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. 5. nóvember 2017 19:41 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent Ekið á gangandi vegfaranda Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Sjá meira
Þetta vitum við um árásina í Texas 26 eru látnir eftir að karlmaður hóf skothríð í kirkju í Texas í morgun. Um er að ræða mesta fjöldamorðið í sögu Texas-ríkis. 6. nóvember 2017 08:28
Árásarmaðurinn í Texas lést að lokinni eftirför lögreglu Staðfest er að árásarmaðurinn í Texas sé látinn. Hann lést að lokinni eftirför. Óvíst er hvort hann hafi tekið eigið líf eða hvort hann hafi verið veginn. 6. nóvember 2017 00:15
Minnst 27 látnir eftir skotárás í kirkju í Texas Minnst 27 manns létu lífið þegar maður gerði skotárás í kirkju í bænum Sutherland Springs í Texas í dag. 5. nóvember 2017 19:41