Paradísarskjölin: Eignir Bretadrottningar og tengsl bandarísks ráðherra við tengdason Pútín Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 19:21 Bretadrottning er í hinum nýja gagnaleka en ekkert saknæmt virðist vera við viðskipti hennar. Vísir/Getty Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Gögnin bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung sem rannsakaði skjölin í samstarfi við alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, líkt og með Panama-skjölin sem gerð voru opinber í apríl á síðasta ári. Lekinn hefur hlotið viðurnefnið Paradísarskjölin og um er að ræða 12,4 milljónir skjala, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða.Samkvæmt frétt á vef Reykjavík Media eru nöfn nokkurra tuga Íslendinga að finna í skjölunum. Engin nöfn íslenskra stjórnmálamanna hafa fundist í gögnunum en þar er hins vegar að finna nöfn 126 stjórnmálamanna frá 47 löndum. Af norðurlöndunum eru Norðmenn flestir í skjölunum, eða um eitt þúsund, en Íslendingar fæstir.Í viðskiptum við tengdason Pútín Meðal þess sem gögnin varpa ljósi á eru viðskiptatengsl Wilburs Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við tengdason Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Þessi afhjúpun gæti haft áhrif á ríkisstjórn Bandaríkjanna, en tengsl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við yfirvöld í Moskvu hafa verið til rannsóknar í nokkra mánuði. Ross á hlut í flutningafyrirtækinu Navigator Holdings sem þénar milljónir dala ár hvert í gegnum flutning á olíu og bensíni til Rússlands fyrir fyrirtæki sem er að hluta í eigu tengdasonar Pútín. Elísabet Bretadrottning er einnig í lekanum en gögnin sýna að um 10 milljónir punda af einkafé drottningarinnar hafi verið geymt á aflandsreikningum. Upphæðin nemur tæpum 1,4 milljörðum íslenskra króna. Féð var geymt í sjóði á Cayman eyjum og á Bermúda. Ekkert er saknæmt við fjárfestingar drottningarinnar og engar vísbendingar eru um að drottningin greiði ekki skatta. Hins vegar hafa skjölin vakið spurningar um hvort viðeigandi sé að þjóðhöfðinginn fjárfesti á þennan hátt. Sem fyrr segir var einungis greint frá hluta gagnanna í dag og má því búast við fleiri fregnum af málinu á næstu dögum. Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira
Nýr gagnaleki hefur varpað ljósi á eignir og fjárhag sumra af ríkustu einstaklingum heims. Gögnin bárust þýska dagblaðinu Süddeutsche Zeitung sem rannsakaði skjölin í samstarfi við alþjóðasamtök rannsóknarblaðamanna, líkt og með Panama-skjölin sem gerð voru opinber í apríl á síðasta ári. Lekinn hefur hlotið viðurnefnið Paradísarskjölin og um er að ræða 12,4 milljónir skjala, sem flest eru frá lögmannsstofunni Appleby á Bermúda-eyjum sem sérhæfir sig í aflandsviðskiptum. Í flestum tilvikum er um lögleg viðskipti að ræða.Samkvæmt frétt á vef Reykjavík Media eru nöfn nokkurra tuga Íslendinga að finna í skjölunum. Engin nöfn íslenskra stjórnmálamanna hafa fundist í gögnunum en þar er hins vegar að finna nöfn 126 stjórnmálamanna frá 47 löndum. Af norðurlöndunum eru Norðmenn flestir í skjölunum, eða um eitt þúsund, en Íslendingar fæstir.Í viðskiptum við tengdason Pútín Meðal þess sem gögnin varpa ljósi á eru viðskiptatengsl Wilburs Ross, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, við tengdason Vladimirs Pútín, forseta Rússlands. Þessi afhjúpun gæti haft áhrif á ríkisstjórn Bandaríkjanna, en tengsl Donalds Trump Bandaríkjaforseta við yfirvöld í Moskvu hafa verið til rannsóknar í nokkra mánuði. Ross á hlut í flutningafyrirtækinu Navigator Holdings sem þénar milljónir dala ár hvert í gegnum flutning á olíu og bensíni til Rússlands fyrir fyrirtæki sem er að hluta í eigu tengdasonar Pútín. Elísabet Bretadrottning er einnig í lekanum en gögnin sýna að um 10 milljónir punda af einkafé drottningarinnar hafi verið geymt á aflandsreikningum. Upphæðin nemur tæpum 1,4 milljörðum íslenskra króna. Féð var geymt í sjóði á Cayman eyjum og á Bermúda. Ekkert er saknæmt við fjárfestingar drottningarinnar og engar vísbendingar eru um að drottningin greiði ekki skatta. Hins vegar hafa skjölin vakið spurningar um hvort viðeigandi sé að þjóðhöfðinginn fjárfesti á þennan hátt. Sem fyrr segir var einungis greint frá hluta gagnanna í dag og má því búast við fleiri fregnum af málinu á næstu dögum.
Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Innlent Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Innlent Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Erlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Fleiri fréttir Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Sjá meira