Aðgerðastjórn virkjuð á höfuðborgarsvæðinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 15:30 Björgunarsveitarmenn hafa ekki sinnt neinum útköllum það sem af er degi en aðgerðastjórn hefur verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm Veðurviðvaranir eru nú í gildi um allt land en búist er við að óveðrið, sem gengur yfir landið, nái hámarki á áttunda tímanum í kvöld. Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið gera nú ráðstafanir víðsvegar um land en innan- og utanlandsflugferðum hefur verið aflýst og þá hefur hringveginum verið lokað á nokkrum stöðum síðdegis. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafullrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að dagurinn hafi gengið vel miðað við aðstæður. Aðgerðastjórn hefur nú verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu. „Það eina sem snertir okkur er að það er búið að virkja aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu, þar eru lögregla og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar, slökkvilið og fleiri,“ segir Davíð Már í samtali við Vísi. „Að öðru leyti er okkar fólk ekki komið í nein verkefni önnur en lokanir á Hellisheiði og Mosfellsheiði.“Sjá einnig: Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Í fréttum á Bylgjunni klukkan 15 kom fram að vindur á suðvestanverðu landinu hafi farið vaxandi síðan á hádegi. Vindur mældist allt að 35 metrar á sekúndu undir Hafnarfjalli og þá er viðbúið að Suðurlandsvegi verði lokað nú síðdegis. Innanlandsflugi á milli Reykjavíkur og Egilsstaða, Ísafjarðar og Akureyrar hefur verið aflýst í dag, svo og mörgum ferðum með millilandaflugi. Davíð Már segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður. Lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. „Ég veit til þess að það hafa komið upp einhver smáverkefni, skilti og fötur sem hafa farið á hreyfingu sem lögreglan hefur sinnt.“ Tengdar fréttir Airwaves-gestir hvattir til að mæta snemma á Mumford & Sons vegna veðurs Valshöllin mun því opna með fyrra fallinu, eða klukkan 18, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 5. nóvember 2017 11:10 Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42 Loka hluta hringvegarins vegna stormsins Hringveginum frá Markarfljóti að Vík, yfir Hellisheiði og um Kjalarnes verður lokað kl. 15 vegna veðurs. 5. nóvember 2017 12:24 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Sjá meira
Veðurviðvaranir eru nú í gildi um allt land en búist er við að óveðrið, sem gengur yfir landið, nái hámarki á áttunda tímanum í kvöld. Björgunarsveitir, lögregla og slökkvilið gera nú ráðstafanir víðsvegar um land en innan- og utanlandsflugferðum hefur verið aflýst og þá hefur hringveginum verið lokað á nokkrum stöðum síðdegis. Davíð Már Bjarnason, upplýsingafullrúi Slysavarnarfélagsins Landsbjargar, segir að dagurinn hafi gengið vel miðað við aðstæður. Aðgerðastjórn hefur nú verið virkjuð á höfuðborgarsvæðinu. „Það eina sem snertir okkur er að það er búið að virkja aðgerðastjórn á höfuðborgarsvæðinu, þar eru lögregla og björgunarsveitir og aðrir viðbragðsaðilar, slökkvilið og fleiri,“ segir Davíð Már í samtali við Vísi. „Að öðru leyti er okkar fólk ekki komið í nein verkefni önnur en lokanir á Hellisheiði og Mosfellsheiði.“Sjá einnig: Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Í fréttum á Bylgjunni klukkan 15 kom fram að vindur á suðvestanverðu landinu hafi farið vaxandi síðan á hádegi. Vindur mældist allt að 35 metrar á sekúndu undir Hafnarfjalli og þá er viðbúið að Suðurlandsvegi verði lokað nú síðdegis. Innanlandsflugi á milli Reykjavíkur og Egilsstaða, Ísafjarðar og Akureyrar hefur verið aflýst í dag, svo og mörgum ferðum með millilandaflugi. Davíð Már segir engin útköll enn hafa borist björgunarsveitinni í dag þrátt fyrir aftakaveður. Lögreglan hafi þó sinnt einhverjum verkefnum. „Ég veit til þess að það hafa komið upp einhver smáverkefni, skilti og fötur sem hafa farið á hreyfingu sem lögreglan hefur sinnt.“
Tengdar fréttir Airwaves-gestir hvattir til að mæta snemma á Mumford & Sons vegna veðurs Valshöllin mun því opna með fyrra fallinu, eða klukkan 18, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 5. nóvember 2017 11:10 Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17 Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42 Loka hluta hringvegarins vegna stormsins Hringveginum frá Markarfljóti að Vík, yfir Hellisheiði og um Kjalarnes verður lokað kl. 15 vegna veðurs. 5. nóvember 2017 12:24 Mest lesið Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Innlent Bandaríkin ein ástæða þess að Íslendingar eru eftirbátar Norðurlandanna Innlent Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Innlent Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Innlent Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Innlent Sagður hafa þegið töskur fullar fjár frá Gaddafi Erlent Vildi aðstoð lögreglu við að fá vinninginn afhentan Innlent Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Innlent Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Innlent Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Innlent Fleiri fréttir Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Tár féllu þegar Bjarni sagði þingflokknum frá ákvörðun sinni Tekur sætið og útilokar ekki formannsframboð „Helsti valdamaður landsins í meira en áratug“ Peningadeilur Fjólu og Eddu á dagskrá dómstóla Dagurinn eigi að snúast um ákvörðun Bjarna Allir sem hafi íhugað formannsframboð hljóti að gera það í dag Jón Gunnarsson kemur inn við brotthvarf Bjarna Hildur áfram þingflokksformaður Bjarni gefur ekki kost á sér og afsalar sér þingsæti Fjögur mál til landskjörstjórnar vegna alþingiskosninganna Lárus bætist í hóp aðstoðarmanna ráðherra Grái herinn fær áheyrn í Strassborg Veður gæti haft áhrif á brennuhald Vigdís á allra vörum og nýtt námskeið kynnt til sögunnar Tugir svekktra barna þurftu að snúa við á Kjalarnesi Landskjörstjórn ætlar að skila í næstu viku Þrír ráðuneytisstjórar fluttir til í starfi Sætta sig ekki við neitt annað en að húsið verði rifið Ástandið að lagast í Hvítá Sjá meira
Airwaves-gestir hvattir til að mæta snemma á Mumford & Sons vegna veðurs Valshöllin mun því opna með fyrra fallinu, eða klukkan 18, að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves. 5. nóvember 2017 11:10
Í beinni: Fyrsti stormur vetrarins skellur á Fylgstu með nýjustu tíðindum af storminum sem gengur yfir landið í beinni textalýsingu á Vísi. 5. nóvember 2017 13:17
Millilandaflugi aflýst vegna veðurs Lægðin sem gengur yfir landið spillir flugsamgöngum í dag. 5. nóvember 2017 13:42
Loka hluta hringvegarins vegna stormsins Hringveginum frá Markarfljóti að Vík, yfir Hellisheiði og um Kjalarnes verður lokað kl. 15 vegna veðurs. 5. nóvember 2017 12:24