Minna stjórnarmyndunarflokka á þátt þolenda kynferðisofbeldis í viðræðunum Kristín Ólafsdóttir skrifar 5. nóvember 2017 10:45 Druslugangan er árviss viðburður og miðar að því að valdefla þolendur kynferðisofbeldis. Vísir/Andri Marinó Druslugangan minnir aðildarflokka stjórnarmyndunarviðræðna, sem fara nú fram á milli Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata, að krafan um bætta stöðu þolenda kynferðisofbeldis hafi orðið til þess að flokkarnir séu nú í stöðu til að mynda ríkisstjórn. Þá telur Druslugangan að mikilvægt sé að halda áfram vinnu við að skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi í lögum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir málaflokkinn hafa verið ræddan á fundi flokkanna í Reykjavík í gær.Mynda nýja ríkisstjórn vegna þolendaÍ stöðuuppfærslu, sem birt var á Facebook-reikningi Druslugöngunnar í gær, eru þeir stjórnmálamenn sem standa nú að stjórnarmyndunarviðræðum beðnir að gleyma ekki þætti þolenda kynferðisofbeldis í falli síðustu ríkisstjórnar. „Getum við byrjað á því að vera sammála um að þörf sé á betra samfélagi fyrir þolendur ofbeldis og að krafan um bætta stöðu brotaþola kynferðisofbeldis hafi komið ykkur í þá stöðu sem þið eruð í í dag, að mynda nýja ríkisstjórn aðeins einu ári eftir síðustu tilraun,“ ritar Druslugangan sem minnir leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna enn fremur á að nýafstaðin kosningabarátta þeirra hafi að miklu leyti verið byggð á stuðningsyfirlýsingum með þolendum ofbeldis.Sjá einnig: Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokiðFrá Druslugöngunni í Reykjavík í sumar.Vísir/Laufey ElíasdóttirNauðsynlegt að einhver taki við af Bjartri framtíðNú vilja forsvarsmenn Druslugöngunnar því sjá kosningaloforðunum framfylgt. „Stafrænt kynferðisofbeldi er raunveruleg ógn sem hefur engu léttvægari afleiðingar en annars lags kynferðisofbeldi. Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki nýtt af nálinni en hefur þess konar málum fjölgað gríðarlega á síðustu árum og er nauðsynlegt að lögin séu í stakk búin að taka á þeim,“ ritar Druslugangan. Þá segir í stöðuuppfærslunni að fráfarandi ríkisstjórn hafi sammælst um að nauðsynlegt væri að skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi í lögum. Stjórnarflokkurinn Björt framtíð, sem náði ekki inn á þing í nýafstöðnum alþingiskosningum, beitti sér einna helst í málaflokknum. Druslugangan skorar því á nýtt þing, og mögulega ríkisstjórn, að axla ábyrgðina á málefnum þolenda ofbeldis. „Nú er sá stjórnmálaflokkur sem fór af stað með frumvarp, um skilgreiningu stafræns kynferðisofbeldis í lögum, horfinn af þingi og ábyrgðin er ykkar að taka við keflinu. Druslugangan skorar á ykkur að gera þetta að því málefni sem sameinar ykkur, koma því í stjórnarsáttmálann og fylgja því eftir.“Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm„Takk!“Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar – sem einmitt er einn aðildarflokka stjórnarmyndunarviðræðna, þakkar Druslugöngunni fyrir innleggið í athugasemd við færsluna. „Takk!“ ritar Helga Vala, sem segir stjórnarmyndunarflokkana nú þegar hafa rætt stafrænt kynferðisofbeldi sín á milli. „Við funduðum í borginni í dag og þetta er komið til skila!“ Þá tekur Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í sama streng og Helga Vala og þakkar Druslugöngunni fyrir stöðuuppfærsluna. Druslugangan hefur verið gengin að sumarlagi í Reykjavík síðan 2011 og þá hafa aðrir landshlutar einnig blásið til Drusluganga. Yfirlýst markmið göngunnar er m.a. að stuðla að valdeflingu þolenda kynferðisofbeldis og leggja áherslu á ábyrgð gerenda á ofbeldinu. Þá var stafrænt kynferðisofbeldi tekið sérstaklega fyrir í göngunni í ár.Stöðuuppfærslu Druslugöngunnar má lesa í heild sinni hér að neðan. Druslugangan Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hafnarfjarðarbær og Druslugangan hlutu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í dag við hátíðlega athöfn í Hannesarholti. 24. október 2017 19:50 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 „Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“ Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. 29. júlí 2017 13:53 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Druslugangan minnir aðildarflokka stjórnarmyndunarviðræðna, sem fara nú fram á milli Vinstri grænna, Samfylkingar, Framsóknarflokks og Pírata, að krafan um bætta stöðu þolenda kynferðisofbeldis hafi orðið til þess að flokkarnir séu nú í stöðu til að mynda ríkisstjórn. Þá telur Druslugangan að mikilvægt sé að halda áfram vinnu við að skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi í lögum. Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir málaflokkinn hafa verið ræddan á fundi flokkanna í Reykjavík í gær.Mynda nýja ríkisstjórn vegna þolendaÍ stöðuuppfærslu, sem birt var á Facebook-reikningi Druslugöngunnar í gær, eru þeir stjórnmálamenn sem standa nú að stjórnarmyndunarviðræðum beðnir að gleyma ekki þætti þolenda kynferðisofbeldis í falli síðustu ríkisstjórnar. „Getum við byrjað á því að vera sammála um að þörf sé á betra samfélagi fyrir þolendur ofbeldis og að krafan um bætta stöðu brotaþola kynferðisofbeldis hafi komið ykkur í þá stöðu sem þið eruð í í dag, að mynda nýja ríkisstjórn aðeins einu ári eftir síðustu tilraun,“ ritar Druslugangan sem minnir leiðtoga stjórnarandstöðuflokkanna enn fremur á að nýafstaðin kosningabarátta þeirra hafi að miklu leyti verið byggð á stuðningsyfirlýsingum með þolendum ofbeldis.Sjá einnig: Fólkið sem felldi ríkisstjórnina: Málinu er ekki lokiðFrá Druslugöngunni í Reykjavík í sumar.Vísir/Laufey ElíasdóttirNauðsynlegt að einhver taki við af Bjartri framtíðNú vilja forsvarsmenn Druslugöngunnar því sjá kosningaloforðunum framfylgt. „Stafrænt kynferðisofbeldi er raunveruleg ógn sem hefur engu léttvægari afleiðingar en annars lags kynferðisofbeldi. Stafrænt kynferðisofbeldi er ekki nýtt af nálinni en hefur þess konar málum fjölgað gríðarlega á síðustu árum og er nauðsynlegt að lögin séu í stakk búin að taka á þeim,“ ritar Druslugangan. Þá segir í stöðuuppfærslunni að fráfarandi ríkisstjórn hafi sammælst um að nauðsynlegt væri að skilgreina stafrænt kynferðisofbeldi í lögum. Stjórnarflokkurinn Björt framtíð, sem náði ekki inn á þing í nýafstöðnum alþingiskosningum, beitti sér einna helst í málaflokknum. Druslugangan skorar því á nýtt þing, og mögulega ríkisstjórn, að axla ábyrgðina á málefnum þolenda ofbeldis. „Nú er sá stjórnmálaflokkur sem fór af stað með frumvarp, um skilgreiningu stafræns kynferðisofbeldis í lögum, horfinn af þingi og ábyrgðin er ykkar að taka við keflinu. Druslugangan skorar á ykkur að gera þetta að því málefni sem sameinar ykkur, koma því í stjórnarsáttmálann og fylgja því eftir.“Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar.Vísir/Vilhelm„Takk!“Helga Vala Helgadóttir, nýkjörinn þingmaður Samfylkingarinnar – sem einmitt er einn aðildarflokka stjórnarmyndunarviðræðna, þakkar Druslugöngunni fyrir innleggið í athugasemd við færsluna. „Takk!“ ritar Helga Vala, sem segir stjórnarmyndunarflokkana nú þegar hafa rætt stafrænt kynferðisofbeldi sín á milli. „Við funduðum í borginni í dag og þetta er komið til skila!“ Þá tekur Svandís Svavarsdóttir, þingmaður Vinstri grænna, í sama streng og Helga Vala og þakkar Druslugöngunni fyrir stöðuuppfærsluna. Druslugangan hefur verið gengin að sumarlagi í Reykjavík síðan 2011 og þá hafa aðrir landshlutar einnig blásið til Drusluganga. Yfirlýst markmið göngunnar er m.a. að stuðla að valdeflingu þolenda kynferðisofbeldis og leggja áherslu á ábyrgð gerenda á ofbeldinu. Þá var stafrænt kynferðisofbeldi tekið sérstaklega fyrir í göngunni í ár.Stöðuuppfærslu Druslugöngunnar má lesa í heild sinni hér að neðan.
Druslugangan Kosningar 2017 Tengdar fréttir Hafnarfjarðarbær og Druslugangan hlutu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í dag við hátíðlega athöfn í Hannesarholti. 24. október 2017 19:50 Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00 „Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“ Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. 29. júlí 2017 13:53 Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16 Mest lesið Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Erlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Innlent Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli Innlent Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent E. coli fannst í neysluvatni Innlent Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Innlent Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Fleiri fréttir Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Sjá meira
Hafnarfjarðarbær og Druslugangan hlutu jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs Þorsteinn Víglundsson, félags- og jafnréttismálaráðherra, afhenti jafnréttisviðurkenningu Jafnréttisráðs í dag við hátíðlega athöfn í Hannesarholti. 24. október 2017 19:50
Framhald viðræðna ræðst á mánudaginn Viðræður um stjórnarmyndun halda áfram um helgina og staðan svo metin á mánudaginn. 4. nóvember 2017 07:00
„Hættum að klikka, hættum að deila og hættum að beita ofbeldi“ Helga Lind Mar á sér þá ósk að eftir nokkur ár verði viðhorfið í samfélaginu þannig að það þyki jafn undarlegt að kenna þolendum stafræns kynferðisofbeldis um ofbeldið sem það varð fyrir og okkur þykja ummæli lögregluþjónsins frá Toronto sem viðhafði þolendaskömmun. Ummæli lögregluþjónsins voru á þann veg að konur skyldu forðast að klæða sig eins og druslur í þeim tilgangi að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi. Ummælin umdeildu urðu einmitt til þess að Duslugangan hóf göngu sína í apríl 2011. 29. júlí 2017 13:53
Katrín komin með keflið Formlegar stjórnarviðræður undir forystu Katrínar Jakobsdóttur hafnar. 2. nóvember 2017 16:16