Foreldrar og ungt barn þeirra fórust í slysi á Árskógssandi í gær þegar bíll þeirra fór fram af hafnarbakkanum og lenti í sjónum. Fólkið var búsett í Hrísey og var á heimleið þegar slysið varð.
Tilkynning um slysið barst lögreglunni á Norðurlandi eystra um klukkan hálf sex í gærkvöldi og var mikill fjöldi björgunaraðila sendur á vettvang.
Fólkið var flutt á Sjúkrahúsið á Akureyrir á sjöunda tímanum þar sem það var úrskurðað látið.
Lögreglan á Norðurlandi eystra og Rannsóknarnefnd samgönguslysa rannsaka málið en mikil hálka var á svæðinu en tildrög slyssins eru óljós.
Fólkið, sem var búsett í Hrísey, var á heimleið þegar slysið varð. Ekki er unnt að greina frá nafni þeirra látnu að svo stöddu.
