Rappari landsins frá Akureyri Stefán Þór Hjartarson skrifar 4. nóvember 2017 06:00 KÁ-AKÁ segir það vera fínt að vera rappari á Akureyri. Mynd/Björn Jónsson „Þetta er fimm laga EP sem ég gaf út í samstarfi við Björn Val. Ég flaug suður og var þar í viku að taka þetta allt upp – ég var búinn að semja þetta allt saman fyrir það. Ég skellti mér svo aftur suður og eftirvinnsla hófst. Við köttuðum eitt lag af plötunni og settum inn annað lag sem ég gerði með Helga Ársæl – það heitir Púki og mér fannst það passa miklu betur inn,“ segir Halldór Kristinn Harðarson, eða KÁ-AKÁ, sem eins og glöggir gætu lesið úr rappnafninu kemur frá höfuðborg norðurlands, Akureyri. Hann var fyrir skemmstu að gefa út plötuna Bitastæður og það má segja að með henni vekji hann rappútgáfu á Akureyri úr ákveðnum dvala sem hefur að mestu ríkt síðan að Skytturnar gáfu út Illgresið hér um árið. „Þetta er svona uppgjör á seinustu tímum. Ég vildi ekki hafa þetta neitt of flókið – þetta eru bara fimm trap „bangers“ sem fá þig til að hreyfa sig og þú færð ekkert leið á. Bara mjög einföld hugsun framkvæmd á góðan hátt.“Það er sem sagt ekkert hægt að vanga við nein lög þarna? „Nee, ég reyni að sleppa við þau. Ég er dálítið ofvirkur karakter og gæti aldrei hlustað á sjálfan mig þannig, held ég,“ segir Halldór en viðurkennir samt að hann eigi eitt stykki ástarlag inn á lager.Skytturnar frá Akureyri voru nokkuð vinsælir hér í kringum aldamót.Það eru einhverji góðir gestir þarna ekki satt? „Það er náttúrulega Birkir Bekkur í introinu sem tekur gott símtal á mig og talar inn á talhólfið mitt. Svo er Emmsjé Gauti með mér í laginu Meir. Ég er auðvitað búsettur fyrir norðan þannig að ég tók allt mitt upp í laginu og svo hoppaði hann í það, henti þarna í átta bars með stæl.“Verð ég þá ekki að spyrja - hvernig gengur það að vera rappari á Akureyri í dag? „Jú auðvitað. Það gengur bara vel að vera rappari á Akureyri núna. Það byrjaði kannski sem smá „ströggl“ – en ég er að spila miklu meira núna en ég bjóst við miðað við allt og það gengur bara fínt. Ég er að fá athygli fyrir sunnan líka, og bara um allt land – ég er hættur að spá í því að ég sé Akureyringur að rappa, ég er bara rappari landins. Ég tengi mig auðvitað alltaf við Akureyri samt og „reppa“ það þangað til að ég dey. En þetta er ekki bara norðlensk sena fyrir mér lengur.Þannig að geta allir gert þetta? „Já, maður verður bara að þora. Útfrá því að ég fór að gera rapp eru kannski aðeins fleiri gera eitthvað fyrir norðan – ég ætla ekki að segja mér að þakka en ég á kannski einhvern þátt í því.Hvað er svo á döfinni hjá þér? „Í rauninni bara að lifa aðeins á þessari plötu sem ég var að gefa út, leyfa fólki aðeins að melta hana. Síðan er ég að fara að skjóta myndband við eitt lag af plötunni, ég geri það líklega núna í vikunni og eða þeirri næstu. Svo er það bara Airwaves, tvö gigg í dag. Já og auðvitað bara að halda áfram að gera „bangers“ og njóta þess að vera til.“Og gefa út ástarlagið? „Já auðvitað.“ Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
„Þetta er fimm laga EP sem ég gaf út í samstarfi við Björn Val. Ég flaug suður og var þar í viku að taka þetta allt upp – ég var búinn að semja þetta allt saman fyrir það. Ég skellti mér svo aftur suður og eftirvinnsla hófst. Við köttuðum eitt lag af plötunni og settum inn annað lag sem ég gerði með Helga Ársæl – það heitir Púki og mér fannst það passa miklu betur inn,“ segir Halldór Kristinn Harðarson, eða KÁ-AKÁ, sem eins og glöggir gætu lesið úr rappnafninu kemur frá höfuðborg norðurlands, Akureyri. Hann var fyrir skemmstu að gefa út plötuna Bitastæður og það má segja að með henni vekji hann rappútgáfu á Akureyri úr ákveðnum dvala sem hefur að mestu ríkt síðan að Skytturnar gáfu út Illgresið hér um árið. „Þetta er svona uppgjör á seinustu tímum. Ég vildi ekki hafa þetta neitt of flókið – þetta eru bara fimm trap „bangers“ sem fá þig til að hreyfa sig og þú færð ekkert leið á. Bara mjög einföld hugsun framkvæmd á góðan hátt.“Það er sem sagt ekkert hægt að vanga við nein lög þarna? „Nee, ég reyni að sleppa við þau. Ég er dálítið ofvirkur karakter og gæti aldrei hlustað á sjálfan mig þannig, held ég,“ segir Halldór en viðurkennir samt að hann eigi eitt stykki ástarlag inn á lager.Skytturnar frá Akureyri voru nokkuð vinsælir hér í kringum aldamót.Það eru einhverji góðir gestir þarna ekki satt? „Það er náttúrulega Birkir Bekkur í introinu sem tekur gott símtal á mig og talar inn á talhólfið mitt. Svo er Emmsjé Gauti með mér í laginu Meir. Ég er auðvitað búsettur fyrir norðan þannig að ég tók allt mitt upp í laginu og svo hoppaði hann í það, henti þarna í átta bars með stæl.“Verð ég þá ekki að spyrja - hvernig gengur það að vera rappari á Akureyri í dag? „Jú auðvitað. Það gengur bara vel að vera rappari á Akureyri núna. Það byrjaði kannski sem smá „ströggl“ – en ég er að spila miklu meira núna en ég bjóst við miðað við allt og það gengur bara fínt. Ég er að fá athygli fyrir sunnan líka, og bara um allt land – ég er hættur að spá í því að ég sé Akureyringur að rappa, ég er bara rappari landins. Ég tengi mig auðvitað alltaf við Akureyri samt og „reppa“ það þangað til að ég dey. En þetta er ekki bara norðlensk sena fyrir mér lengur.Þannig að geta allir gert þetta? „Já, maður verður bara að þora. Útfrá því að ég fór að gera rapp eru kannski aðeins fleiri gera eitthvað fyrir norðan – ég ætla ekki að segja mér að þakka en ég á kannski einhvern þátt í því.Hvað er svo á döfinni hjá þér? „Í rauninni bara að lifa aðeins á þessari plötu sem ég var að gefa út, leyfa fólki aðeins að melta hana. Síðan er ég að fara að skjóta myndband við eitt lag af plötunni, ég geri það líklega núna í vikunni og eða þeirri næstu. Svo er það bara Airwaves, tvö gigg í dag. Já og auðvitað bara að halda áfram að gera „bangers“ og njóta þess að vera til.“Og gefa út ástarlagið? „Já auðvitað.“
Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Fleiri fréttir Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira