Enski boltinn

Starfið undir hjá Unsworth um helgina

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Unsworth svekktur eftir leikinn í gær.
Unsworth svekktur eftir leikinn í gær. vísir/getty
Það hefur ekki gengið hjá bráðabirgðastjóra Everton, David Unsworth, að rétta við skútuna. Liðið heldur áfram að tapa öllum sínum leikjum.

Unsworth átti að fá fjóra leiki til þess að sanna sig en óhætt er að segja að honum hafi ekki tekist það. Hann viðurkennir líka að leikurinn gegn Watford um helgina sé líklega hans síðasti séns.

„Það er risaleikur fyrir mig og reyndar fyrir leikmennina líka,“ sagði Unsworth en undir hans stjórn tapaði liðið 3-0 gegn Lyon í gær og er úr leik í Evrópudeildinni.

„Er illa gengur þá fer sjálfstraust og lið fá á sig ódýr mörk. Lukkan er ekki með þér í liði og þá reynir á karakter manna. Það verður að vera hugrekki til þess að taka réttu skrefin fram á við. Sjálfstraust kemur bara með sigurleikjum og ef við ætlum að ná þeim þá verðum við að vera hugrakkari.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×