Erlent

Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn

Birgir Olgeirsson skrifar
Corey Feldman
Corey Feldman Vísir/Getty
Leikarinn Corey Feldman hefur lengi talað um víðfeðmt net barnaníðinga í Hollywood og hefur nú nefnt einn mannanna sem hann segir að hafa brotið á sér sem barn.

Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni.

Frægðarsól hans skein hvað skærast á níunda áratug síðustu aldar og var nafn hans vanalega tengt við félaga hans og leikara Corey Haim. Á Feldman að baki hlutverk í myndunum Stand by Me, The GooniesGremlins og The Lost Boys

Í öll þau skipti sem hann hefur rætt hvernig hann var misnotaður sem barn í Hollywood hefur hann aldrei nefnt nöfn árásarmannanna fyrr en nú í viðtali í þættinum The Dr. Oz Show.

Þar sagði hann leikarann John Grissom hafa misnotað sig á níunda áratug síðustu aldar.

Grissom lék í myndunum Licence to Drive, sem kom út árið 1988, og Dream a Little Dream, sem kom út árið 1989. Feldman og Haim léku báðir í þeim myndum og voru sautján ára og átján ára þegar þær komu út.

Feldman sendi frá sér ævisögu sína árið 2013, sem heitir Coreyography, en þar nefndi hann nokkur skipti sem hann var misnotaður, en breytti nöfnum árásarmannanna. Nafn Grissoms hefur þó reglulega verið nefnt í því samhengi í umræðum um mál Feldmans. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×