Corey Feldman nafngreinir mann sem misnotaði hann sem barn Birgir Olgeirsson skrifar 2. nóvember 2017 23:36 Corey Feldman Vísir/Getty Leikarinn Corey Feldman hefur lengi talað um víðfeðmt net barnaníðinga í Hollywood og hefur nú nefnt einn mannanna sem hann segir að hafa brotið á sér sem barn.Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. Frægðarsól hans skein hvað skærast á níunda áratug síðustu aldar og var nafn hans vanalega tengt við félaga hans og leikara Corey Haim. Á Feldman að baki hlutverk í myndunum Stand by Me, The Goonies, Gremlins og The Lost Boys. Í öll þau skipti sem hann hefur rætt hvernig hann var misnotaður sem barn í Hollywood hefur hann aldrei nefnt nöfn árásarmannanna fyrr en nú í viðtali í þættinum The Dr. Oz Show.Þar sagði hann leikarann John Grissom hafa misnotað sig á níunda áratug síðustu aldar.Grissom lék í myndunum Licence to Drive, sem kom út árið 1988, og Dream a Little Dream, sem kom út árið 1989. Feldman og Haim léku báðir í þeim myndum og voru sautján ára og átján ára þegar þær komu út.Feldman sendi frá sér ævisögu sína árið 2013, sem heitir Coreyography, en þar nefndi hann nokkur skipti sem hann var misnotaður, en breytti nöfnum árásarmannanna. Nafn Grissoms hefur þó reglulega verið nefnt í því samhengi í umræðum um mál Feldmans. For the first time ever, @Corey_Feldman is exposing his alleged abusers. Join us tomorrow. pic.twitter.com/T93AGkL7r5— Dr. Mehmet Oz (@DrOz) November 1, 2017 Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira
Leikarinn Corey Feldman hefur lengi talað um víðfeðmt net barnaníðinga í Hollywood og hefur nú nefnt einn mannanna sem hann segir að hafa brotið á sér sem barn.Feldman hefur undanfarið reynt að hópfjármagna kvikmynd um þetta málefni. Frægðarsól hans skein hvað skærast á níunda áratug síðustu aldar og var nafn hans vanalega tengt við félaga hans og leikara Corey Haim. Á Feldman að baki hlutverk í myndunum Stand by Me, The Goonies, Gremlins og The Lost Boys. Í öll þau skipti sem hann hefur rætt hvernig hann var misnotaður sem barn í Hollywood hefur hann aldrei nefnt nöfn árásarmannanna fyrr en nú í viðtali í þættinum The Dr. Oz Show.Þar sagði hann leikarann John Grissom hafa misnotað sig á níunda áratug síðustu aldar.Grissom lék í myndunum Licence to Drive, sem kom út árið 1988, og Dream a Little Dream, sem kom út árið 1989. Feldman og Haim léku báðir í þeim myndum og voru sautján ára og átján ára þegar þær komu út.Feldman sendi frá sér ævisögu sína árið 2013, sem heitir Coreyography, en þar nefndi hann nokkur skipti sem hann var misnotaður, en breytti nöfnum árásarmannanna. Nafn Grissoms hefur þó reglulega verið nefnt í því samhengi í umræðum um mál Feldmans. For the first time ever, @Corey_Feldman is exposing his alleged abusers. Join us tomorrow. pic.twitter.com/T93AGkL7r5— Dr. Mehmet Oz (@DrOz) November 1, 2017
Mest lesið „Það munaði minnstu að þeir dræpu mig“ Innlent Val Kilmer er látinn Erlent Bann gegn einkaþotum og þyrlum samþykkt Innlent Vaktin: Eldgos hafið nærri Grindavík Innlent „Er líf okkar ekki jafn mikils virði og þeirra í Reykjavík?“ Innlent Sjálfstæðisflokkurinn langstærstur Innlent Skipað í nýja Grindavíkurnefnd Innlent Gosið í dag bara smá leki úr kvikuganginum Innlent „Haugalygi að ég hafi ógnað einhverjum með byssu“ Innlent Neituðu að rýma: „Við viljum fá að vera í friði“ Innlent Fleiri fréttir Val Kilmer er látinn Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Sjá meira