Togstreita innan Framsóknarflokksins sem er í lykilstöðu Birgir Olgeirsson skrifar 1. nóvember 2017 20:56 Sigurður Ingi á Bessastöðum. Vísir/Ernir Örlög mögulegrar vinstri stjórnar munu ráðast á morgun og mun afstaða Framsóknarflokksins ráða þar mestu. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það blasa við að Framsóknarflokkurinn sé tregastur í taumi þegar kemur að viðræðum stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður. „Framsóknarmenn líta svo á að þeir séu í einhverskonar lykilstöðu,“ segir Eiríkur Bergmann. Flokkarnir sem um ræðir eru Vinstri græn, Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Píratar sem skipuðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórForsætisráðherrastóll á miðjunni Eiríkur Bergmann segir að það líti út fyrir að hugur Framsóknarflokksins standi til að mynda ríkisstjórn sem nær yfir hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru þar helstu kostir Framsóknarflokksins, eða jafnvel Samfylkingin. „Þá yrði Framsókn miðjan í þeirri ríkisstjórn og gæti mögulega þannig farið fram á forsætisráðherrastólinn. Vandinn við þetta er að maður sér ekki alveg fyrir sér að Vinstri græn eða Samfylkingin vilji fara í þessa stjórn,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann segir íhaldsstjórn einnig koma til greina hjá Framsóknarflokknum þar sem flokkurinn myndi skipa ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. „Ætli þetta sé ekki það sem helst stendur í vegi fyrir vinstri stjórn, að Framsóknarflokknum hugnist aðrir kostir betur,“ segir Eiríkur.Lilja Alfreðsdóttir á kosningavöku Framsóknarflokksins.VísirSigurður Ingi og Lilja ekki alveg sammála Hann segir að nú leiki flokkarnir póker og refskák á sama tíma. „Og menn vilja ekki sýna of mikið á spilin sín svona snemma.“ Eiríkur segir að vinstri flokkarnir geti einnig farið fram hjá Framsóknarflokknum og leitað til Viðreisnar og Flokks fólksins. „Ég held líka að það sé togstreita innan Framsóknarflokksins þar sem menn eru ekki nákvæmlega samstíga í hvaða átt þeir vilja halla sér, til hægri eða vinstri. Formaðurinn og varaformaðurinn hafa ekki alveg verið sammála í hvora áttina á að fara,“ segir Eiríkur Bergmann og á þar við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og varaformanninn Lilju Dögg Alfreðsdóttur.Reynir að sætta Sigurð og Sigmund Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að staða Framsóknarflokksins gagnvart Miðflokknum virðist trufla stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fjögurra. Lilja Alfreðsdóttir var þar sögð vinna að því að flokkarnir vinni saman í næstu ríkisstjórn með því að reyna að sætta þá Sigurð Inga og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Það gæti orðið lykillinn að samstarfi flokkanna við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sögðu bæði í fréttum Stöðvar 2 að það muni liggja fyrir á morgun hvort eitthvað verði úr stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra. Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ræðst fyrir hádegi á morgun hvort gamla stjórnarandstaðan fer í meirihlutaviðræður Formaður Samfylkingarinnar telur að það liggi fyrir seinnipartinn á morgun hvort stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili nái nægjanlega vel saman til að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. 1. nóvember 2017 19:30 „Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Örlög mögulegrar vinstri stjórnar munu ráðast á morgun og mun afstaða Framsóknarflokksins ráða þar mestu. Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðiprófessor segir það blasa við að Framsóknarflokkurinn sé tregastur í taumi þegar kemur að viðræðum stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra um mögulegar stjórnarmyndunarviðræður. „Framsóknarmenn líta svo á að þeir séu í einhverskonar lykilstöðu,“ segir Eiríkur Bergmann. Flokkarnir sem um ræðir eru Vinstri græn, Samfylkingin, Framsóknarflokkurinn og Píratar sem skipuðu stjórnarandstöðu á síðasta þingi.Eiríkur Bergmann stjórnmálafræðingur.Mynd/EyþórForsætisráðherrastóll á miðjunni Eiríkur Bergmann segir að það líti út fyrir að hugur Framsóknarflokksins standi til að mynda ríkisstjórn sem nær yfir hægri og vinstri væng stjórnmálanna. Sjálfstæðisflokkurinn og Vinstri græn eru þar helstu kostir Framsóknarflokksins, eða jafnvel Samfylkingin. „Þá yrði Framsókn miðjan í þeirri ríkisstjórn og gæti mögulega þannig farið fram á forsætisráðherrastólinn. Vandinn við þetta er að maður sér ekki alveg fyrir sér að Vinstri græn eða Samfylkingin vilji fara í þessa stjórn,“ segir Eiríkur Bergmann. Hann segir íhaldsstjórn einnig koma til greina hjá Framsóknarflokknum þar sem flokkurinn myndi skipa ríkisstjórn ásamt Sjálfstæðisflokknum, Miðflokknum og Flokki fólksins. „Ætli þetta sé ekki það sem helst stendur í vegi fyrir vinstri stjórn, að Framsóknarflokknum hugnist aðrir kostir betur,“ segir Eiríkur.Lilja Alfreðsdóttir á kosningavöku Framsóknarflokksins.VísirSigurður Ingi og Lilja ekki alveg sammála Hann segir að nú leiki flokkarnir póker og refskák á sama tíma. „Og menn vilja ekki sýna of mikið á spilin sín svona snemma.“ Eiríkur segir að vinstri flokkarnir geti einnig farið fram hjá Framsóknarflokknum og leitað til Viðreisnar og Flokks fólksins. „Ég held líka að það sé togstreita innan Framsóknarflokksins þar sem menn eru ekki nákvæmlega samstíga í hvaða átt þeir vilja halla sér, til hægri eða vinstri. Formaðurinn og varaformaðurinn hafa ekki alveg verið sammála í hvora áttina á að fara,“ segir Eiríkur Bergmann og á þar við Sigurð Inga Jóhannsson, formann Framsóknarflokksins, og varaformanninn Lilju Dögg Alfreðsdóttur.Reynir að sætta Sigurð og Sigmund Greint var frá því í fréttum Stöðvar 2 í kvöld að staða Framsóknarflokksins gagnvart Miðflokknum virðist trufla stjórnarmyndunarviðræður flokkanna fjögurra. Lilja Alfreðsdóttir var þar sögð vinna að því að flokkarnir vinni saman í næstu ríkisstjórn með því að reyna að sætta þá Sigurð Inga og Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Miðflokksins. Það gæti orðið lykillinn að samstarfi flokkanna við Sjálfstæðisflokkinn í ríkisstjórn. Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, og Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, sögðu bæði í fréttum Stöðvar 2 að það muni liggja fyrir á morgun hvort eitthvað verði úr stjórnarmyndunarviðræðum stjórnarandstöðuflokkanna fjögurra.
Kosningar 2017 Tengdar fréttir Ræðst fyrir hádegi á morgun hvort gamla stjórnarandstaðan fer í meirihlutaviðræður Formaður Samfylkingarinnar telur að það liggi fyrir seinnipartinn á morgun hvort stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili nái nægjanlega vel saman til að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. 1. nóvember 2017 19:30 „Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15 Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Innlent „Hvers konar hrokasvar er þetta?“ Innlent „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Innlent Vinur læknisins líka með stöðu sakbornings Innlent „Eins og við séum gleymd, bara einhver skóli úti á landi“ Innlent Leita einstaklinga sem hafa lifað óvenjulengi eftir greiningu Erlent Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Innlent Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Innlent „Hálfur millimetri í aðra hvora áttina, þá hefði hann ekki lifað af“ Innlent Fleiri fréttir Endanleg fjárlög 2025: Hallinn jókst um 18 milljarða vegna kólnunar Efast um skýringar Snorra á lækkandi fæðingartíðni Fyrsta skóflustunga tekin þótt enn eigi eftir að hanna brúna Þinginu til „ævarandi skammar“ að hafa samþykkt búvörulög Sýkna bæjarins staðfest: „Þetta er spillingarmál“ Ekki allir sem geta verið heima heilu og hálfu dagana Bjarni sér ekki eftir að hafa endurnýjað stjórnarsamstarfið Markmið og tilgangur laganna hafi aldrei breyst Fjölskylda komst lífs af fyrir ótrúlega tilviljun Ævarandi skömm og tilviljun sem bjargaði fjölskyldu Allir ráðherrar Sjálfstæðisflokksins auk matvælaráðherra voru fjarverandi Þörf á efnisreglum eftir fordæmalausan dóm Ekkert verður af verkfalli í Hafnarfirði „Ekki stoltur af því að hafa verið partur af eitraðri menningu“ Bein útsending: Samfélag á krossgötum „Áfellisdómur yfir vinnubrögðum Alþingis“ Lofsamlegar umsagnir um Svanhildi: „Leiðtogi, liðsmaður og drífandi dugnaðarforkur” Deila um Stálskipaauðinn fyrir Hæstarétt Braut bílrúðu með hnefanum og réðst á ökumanninn Fyrsta skóflustunga að Ölfusárbrú á miðvikudag Á sjöunda þúsund hafa kosið utankjörfundar Fuglaflensa greindist í mávi við Reykjavíkurtjörn Rýnt í hæðir og lægðir baráttunnar „Þetta er ofboðslega vond tilfinning - mjög vond“ Breyting á búvörulögum hefur ekkert gildi Kvikmyndagerðarfólk bænheyrt og sjóðnum komið til bjargar Kemur til greina að fara dómstólaleiðina Fjárlög samþykkt en VG sat hjá Sækir um leyfi til hrefnuveiða vegna ofgnóttar fyrir vestan Alþingi að ljúka og bjartsýnistónn í deiluaðilum í Karphúsinu Sjá meira
Ræðst fyrir hádegi á morgun hvort gamla stjórnarandstaðan fer í meirihlutaviðræður Formaður Samfylkingarinnar telur að það liggi fyrir seinnipartinn á morgun hvort stjórnarandstöðuflokkarnir frá síðasta kjörtímabili nái nægjanlega vel saman til að hefja formlegar viðræður um myndun ríkisstjórnar. 1. nóvember 2017 19:30
„Menn geta ekki látið persónulegan ágreining koma í veg fyrir að hægt sé að vinna að góðum málum“ Lilja Dögg Alfreðsdóttir, varaformaður og þingmaður Framsóknarflokksins, segir flokkinn ekki útiloka neinn í stjórnarmyndunarviðræðum. 1. nóvember 2017 10:15
Vill mynda ríkisstjórn með breiða skírskotun til hægri og vinstri Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, segist spenntari fyrir því að taka þátt í ríkisstjórn með breiða skírskotun á bæði hægri og vinstri væng stjórnmálanna. 30. október 2017 12:45