Rafn hvetur fólk til að líma fyrir munninn á sér á næturnar Stefán Ó. Jónsson skrifar 1. nóvember 2017 07:15 Þú talar að minnsta kosti ekki mikið upp úr svefni á meðan. Hvað þætti þér um það að setja alltaf límband yfir munninn á þér áður en þú ferð að sofa? Furðulegt? Ekki að mati einkaþjálfarans Rafns Franklín sem segir límbandið hafa margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna. Í færslu á Facebook-síðu sinni telur hann upp kosti límbandsins, og vísar í skrif tannlæknisins Mark Burhenne máli sínu til stuðnings. „Til gamans má geta að anda með munninum er ekki æskilegt, heldur er neföndun náttúruleg og eðlileg leið líkamans til þess að anda. Neföndun er mikilvæg út af lofttegund að nafni nituroxíð sem líkaminn myndar í ennisholunum og skiptir miklu máli fyrir eðlilegt blóðflæði, blóðþrýsting, vöðvasamdráttarstyrk og framleiðslu hvatbera. 25% af nituroxíð myndar líkaminn í gegnum neföndun,“ útskýrir Rafn. Hann segist vera einn af þeim sem „hrýtur, slefar með galopinn munninn og er með allskonar önnur leiðindi á nóttunni“ sem meðal annars verður til þess að hann sofi verr og nái síður djúpsvefni. Þau vandræði hafi þó horfið eins og dögg fyrir sólu eftir að hann byrjaði að setja límband fyrir munninn. „Með því að anda með nefinu í svefni má búast við eftirfarandi: - Þú vaknar úthvíld/ur - Blóðþrýstingur lækkar og líkur á hjarta- og æðasjúkdómum minnka - Þú dregur úr kvíða og þunglyndi - Þú eykur einbeitingu og minnið verður betra - Hausverkir, mígreni og bakverkir geta minnkað - Melting bætist og þyngdartap eykst - Ónæmiskerfið styrkist og þar með fer kvef og pestum fækkandi - Og síðast en ekki síst, hrotur minnka eða hverfa. Teip í nótt og þú sefur rótt,“ segir Rafn glettinn. Færslu einkaþjálfarans má sjá hér að neðan Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira
Hvað þætti þér um það að setja alltaf límband yfir munninn á þér áður en þú ferð að sofa? Furðulegt? Ekki að mati einkaþjálfarans Rafns Franklín sem segir límbandið hafa margvísleg jákvæð áhrif á heilsuna. Í færslu á Facebook-síðu sinni telur hann upp kosti límbandsins, og vísar í skrif tannlæknisins Mark Burhenne máli sínu til stuðnings. „Til gamans má geta að anda með munninum er ekki æskilegt, heldur er neföndun náttúruleg og eðlileg leið líkamans til þess að anda. Neföndun er mikilvæg út af lofttegund að nafni nituroxíð sem líkaminn myndar í ennisholunum og skiptir miklu máli fyrir eðlilegt blóðflæði, blóðþrýsting, vöðvasamdráttarstyrk og framleiðslu hvatbera. 25% af nituroxíð myndar líkaminn í gegnum neföndun,“ útskýrir Rafn. Hann segist vera einn af þeim sem „hrýtur, slefar með galopinn munninn og er með allskonar önnur leiðindi á nóttunni“ sem meðal annars verður til þess að hann sofi verr og nái síður djúpsvefni. Þau vandræði hafi þó horfið eins og dögg fyrir sólu eftir að hann byrjaði að setja límband fyrir munninn. „Með því að anda með nefinu í svefni má búast við eftirfarandi: - Þú vaknar úthvíld/ur - Blóðþrýstingur lækkar og líkur á hjarta- og æðasjúkdómum minnka - Þú dregur úr kvíða og þunglyndi - Þú eykur einbeitingu og minnið verður betra - Hausverkir, mígreni og bakverkir geta minnkað - Melting bætist og þyngdartap eykst - Ónæmiskerfið styrkist og þar með fer kvef og pestum fækkandi - Og síðast en ekki síst, hrotur minnka eða hverfa. Teip í nótt og þú sefur rótt,“ segir Rafn glettinn. Færslu einkaþjálfarans má sjá hér að neðan
Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Að velja rangan maka: „Við gerum oft svo lítið úr ástarmálunum“ Áskorun Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn Lífið 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Lífið Fleiri fréttir Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Fjölgar listaverkum eftir konur á Bessastöðum Helgi og Rakel með listgallerí í miðri íbúð þeirra Sonur Gunnhildar og Erin kominn með nafn Prinsinn kom á undan Kónginum Tilkynningin sem kom af stað óvæntri atburðarás Sjá meira