Heiðar Guðjónsson með 400 milljónir í fasteignaverkefni á Reykjanesi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. nóvember 2017 08:00 Ursus, fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, á 400 milljóna króna hlut í móðurfélagi Ásbrúar ehf. sem selur nú íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi. Ursus, fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, á 400 milljóna króna hlut í móðurfélagi Ásbrúar ehf. sem selur nú íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi. Ásbrú ehf. keypti 462 íbúðir sem og atvinnuhúsnæði, alls tæpa 80 þúsund fermetra, af Kadeco, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, fyrir fimm milljarða króna í desember á síðasta ári. Fram kemur í ársreikningi Ursus fyrir síðasta ár að félagið eigi hlut í einkahlutafélaginu P190 að virði 400 milljónir króna, en samkvæmt upplýsingum Markaðarins keypti Ursus sig inn í félagið fyrr á þessu ári. P190 á 90 prósenta hlut í Ásbrú ehf., en fyrrnefnda félagið lánaði því síðarnefnda um 2,3 milljarða króna til þess að fjármagna að hluta til kaupin á eignum Kadeco í lok síðasta árs. Í ársreikningi P190 fyrir síðasta ár, stofnár félagsins, kemur fram að fjárfestar hafi lagt félaginu til um 2,7 milljarða króna í formi láns. Lauk fjármögnuninni 20. desember 2016, sama dag og tilkynnt var um kaup dótturfélagsins, Ásbrúar ehf., á eignum Kadeco. Lánið var greitt upp í janúar á þessu ári og því breytt í hlutafé í félaginu. Íbúðirnar sem Ásbrú ehf. keypti af Kadeco í lok síðasta árs voru áður í eigu bandaríska hersins. Þær féllu hins vegar íslenska ríkinu í skaut þegar herinn fór af landi brott um miðjan síðasta áratug. Var sérstakt félag, Kadeco, þá stofnað um eignirnar en undanfarin ár hefur félagið unnið markvisst að því að selja þær. Í lok síðasta árs hafði félagið alls selt um 93 prósent þess húsnæðis sem það fékk til umsýslu árið 2006. Árni Geir Magnússon er stjórnarformaður P190, en hann hefur komið að ýmsum fjárfestingum með Björgólfi Thor Björgólfssyni og samstarfsmönnum hans, svo sem Andra Sveinssyni og Birgi Má Ragnarssyni, en þeir standa meðal annars að uppbyggingu nýs hugmyndahúss í Vatnsmýrinni. Félagið Íslenskar fasteignir á auk þess innan við tíu prósenta hlut í Ásbrú ehf., en eigendur þess eru meðal annars viðskiptafélagarnir Arnar Þórisson og Þórir Kjartansson, Gunnar Thoroddsen, fyrrv. bankastjóri Landsbankans í Lúxemborg, og Sveinn Björnsson, fyrrv. framkvæmdastjóri hjá Novator.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál. Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira
Ursus, fjárfestingafélag Heiðars Guðjónssonar, á 400 milljóna króna hlut í móðurfélagi Ásbrúar ehf. sem selur nú íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi. Ásbrú ehf. keypti 462 íbúðir sem og atvinnuhúsnæði, alls tæpa 80 þúsund fermetra, af Kadeco, Þróunarfélagi Keflavíkurflugvallar, fyrir fimm milljarða króna í desember á síðasta ári. Fram kemur í ársreikningi Ursus fyrir síðasta ár að félagið eigi hlut í einkahlutafélaginu P190 að virði 400 milljónir króna, en samkvæmt upplýsingum Markaðarins keypti Ursus sig inn í félagið fyrr á þessu ári. P190 á 90 prósenta hlut í Ásbrú ehf., en fyrrnefnda félagið lánaði því síðarnefnda um 2,3 milljarða króna til þess að fjármagna að hluta til kaupin á eignum Kadeco í lok síðasta árs. Í ársreikningi P190 fyrir síðasta ár, stofnár félagsins, kemur fram að fjárfestar hafi lagt félaginu til um 2,7 milljarða króna í formi láns. Lauk fjármögnuninni 20. desember 2016, sama dag og tilkynnt var um kaup dótturfélagsins, Ásbrúar ehf., á eignum Kadeco. Lánið var greitt upp í janúar á þessu ári og því breytt í hlutafé í félaginu. Íbúðirnar sem Ásbrú ehf. keypti af Kadeco í lok síðasta árs voru áður í eigu bandaríska hersins. Þær féllu hins vegar íslenska ríkinu í skaut þegar herinn fór af landi brott um miðjan síðasta áratug. Var sérstakt félag, Kadeco, þá stofnað um eignirnar en undanfarin ár hefur félagið unnið markvisst að því að selja þær. Í lok síðasta árs hafði félagið alls selt um 93 prósent þess húsnæðis sem það fékk til umsýslu árið 2006. Árni Geir Magnússon er stjórnarformaður P190, en hann hefur komið að ýmsum fjárfestingum með Björgólfi Thor Björgólfssyni og samstarfsmönnum hans, svo sem Andra Sveinssyni og Birgi Má Ragnarssyni, en þeir standa meðal annars að uppbyggingu nýs hugmyndahúss í Vatnsmýrinni. Félagið Íslenskar fasteignir á auk þess innan við tíu prósenta hlut í Ásbrú ehf., en eigendur þess eru meðal annars viðskiptafélagarnir Arnar Þórisson og Þórir Kjartansson, Gunnar Thoroddsen, fyrrv. bankastjóri Landsbankans í Lúxemborg, og Sveinn Björnsson, fyrrv. framkvæmdastjóri hjá Novator.Fréttin birtist fyrst í Markaðnum, fylgiriti Fréttablaðsins um viðskipti og fjármál.
Mest lesið Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Atvinnulíf Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Neytendur Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Viðskipti innlent Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Atvinnulíf Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Viðskipti innlent Opna verslanir í Kringlunni á ný Viðskipti innlent Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Grindvíkingar geta nú gerst „hollvinir“ seldra húsa sinna Samkaup koma inn á bókamarkaðinn með látum Rúnar nýr framkvæmdastjóri hjá Stólpum Gámum Bein útsending: Tillögur um tækifæri til viðskipta með kolefniseiningar Bein útsending: Grænt Ísland til framtíðar – Hver er leiðin áfram? Trausti nýr forstjóri og fimmtíu sagt upp hjá Controlant Uppsagnir hjá Controlant Guðmundi falið að bera ábyrgð á hugverkum Carbfix Vonar að íslenskir verktakar hafi enn áhuga á Grænlandi Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Sjá meira