Treystum á vísindamennina og tæknina til að segja um hvað sé að gerast í jöklinum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. nóvember 2017 19:15 Óvissustigi almannavarna vegna Öræfajökuls verður viðhaldið að minnsta kosti til þriðjudags. Veruleg óvissa er um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi í jöklinum en sérfræðingar og vísindamenn reyna að ráða í hvað sé að gerast. Allt hefur verið með kyrrum kjörum við Öræfajökul ef frá eru taldir nokkrir smáskjálftar við Hvannadalshnúk frá því í gærkvöldi. Vísindamenn frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa í dag unnið úr gögnum sem sótt voru í tveimur ferðum í og við jökulinn í gær. Upplýst var að nýr sigketill hafi myndast í jöklinum en öflugur jarðskjálfti var þar í byrjun október. Ákveðið var í gærkvöldi að viðhalda óvissustigi almannavarna á svæðinu og mun litakóði vegna flugumferðar í grennd við jökulinn verða áfram gulur. Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki um að eldgos sé að hefjast. Þó er veruleg óvissa um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi. Fylgjast þarf náið með henni og auka eftirlit og rannsóknir. Bæta þarf mælanetið vegna jarðhitans og fram að því verður lögregla og sérfræðingar með vakt við jökulinn. „Þeir eru með færanlegt eftirlit. Þeir eru þarna við staðinn. Þeir voru með punktastöðu fyrst en eru núna þarna við staðinn og eru að aðstoða vísindamenn við það að taka sýni og fleira á svæðinu,“ sagði Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt upplýsingum er en mikil brennisteinslykt við Kvíá, þar sem talið er að jarðhitavatn úr katlinum, sem seig, hafi komið niður. Jarðvísindamenn vinna að því að yfirfara nýjar gervihnattarmyndir af jöklinum og munu fulltrúar almannavarna og veðurstofunnar meta stöðuna klukkan níu í kvöld. Lögreglan á Suðurlandi ásamt heimamönnum vinnur að rýmingaráætlun á svæðinu. Nýlegt hættumat fyrir svæðið segir að frá því að eldgos í jöklinum nái til yfirborðs og þar til flóð væri komið að þjóðvegi 1, gætu í mörgum tilfellum liðið aðeins um 20 mínútur. Í Öræfum er þónokkur byggð og vinsælir ferðamannastaðir innan þessa svæðis. „Auðvitað er maður ekkert rólegur því að þetta er svolítið óvenjulegt og það eru mörg mörg mörg hundruð ár síðan gaus þarna síðast og hvað gerist núna veit maður ekki. Ég vil nú frekar draga úr því og við sjáum hvað setur. Tæknibúnaður og annað er miklu miklu betri heldur en við höfum átt undanfarna áratugi. Þannig að maður leggur allt traust á vísindamennina okkar sem að geta svarað þessu,“ segir Hjálmar. Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vísindamenn sendir að Kvíá Enn var töluverð brennisteinslykt úr Kvíá þegar lögreglumenn af Suðurlandi áttu þar leið um í gærkvöldi. 17. nóvember 2017 07:11 Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30 Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku 18. nóvember 2017 12:15 „Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. 18. nóvember 2017 19:30 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Rýmingaráætlun útfærð með hjálp íbúa við Öræfajökul Í nýlegu hættumati vegna óvissustigsins við jökulinn kemur m.a. fram að aðeins 20 mínútur myndu líða frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og þangað til að flóð væri komið að þjóðvegi 1. 19. nóvember 2017 16:02 Áfram óvissustig vegna Öræfajökuls: Unnið úr sýnum í dag Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra segir að vel sé fylgst með stöðu mála vegna Öræfajökuls. 19. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Óvissustigi almannavarna vegna Öræfajökuls verður viðhaldið að minnsta kosti til þriðjudags. Veruleg óvissa er um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi í jöklinum en sérfræðingar og vísindamenn reyna að ráða í hvað sé að gerast. Allt hefur verið með kyrrum kjörum við Öræfajökul ef frá eru taldir nokkrir smáskjálftar við Hvannadalshnúk frá því í gærkvöldi. Vísindamenn frá Veðurstofunni og Jarðvísindastofnun Háskóla Íslands hafa í dag unnið úr gögnum sem sótt voru í tveimur ferðum í og við jökulinn í gær. Upplýst var að nýr sigketill hafi myndast í jöklinum en öflugur jarðskjálfti var þar í byrjun október. Ákveðið var í gærkvöldi að viðhalda óvissustigi almannavarna á svæðinu og mun litakóði vegna flugumferðar í grennd við jökulinn verða áfram gulur. Ljóst er að verulegur jarðhiti er kominn upp í öskju Öræfajökuls en ekki eru nein merki um að eldgos sé að hefjast. Þó er veruleg óvissa um framhald þeirrar atburðarásar sem nú er í gangi. Fylgjast þarf náið með henni og auka eftirlit og rannsóknir. Bæta þarf mælanetið vegna jarðhitans og fram að því verður lögregla og sérfræðingar með vakt við jökulinn. „Þeir eru með færanlegt eftirlit. Þeir eru þarna við staðinn. Þeir voru með punktastöðu fyrst en eru núna þarna við staðinn og eru að aðstoða vísindamenn við það að taka sýni og fleira á svæðinu,“ sagði Hjálmar Björgvinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra. Samkvæmt upplýsingum er en mikil brennisteinslykt við Kvíá, þar sem talið er að jarðhitavatn úr katlinum, sem seig, hafi komið niður. Jarðvísindamenn vinna að því að yfirfara nýjar gervihnattarmyndir af jöklinum og munu fulltrúar almannavarna og veðurstofunnar meta stöðuna klukkan níu í kvöld. Lögreglan á Suðurlandi ásamt heimamönnum vinnur að rýmingaráætlun á svæðinu. Nýlegt hættumat fyrir svæðið segir að frá því að eldgos í jöklinum nái til yfirborðs og þar til flóð væri komið að þjóðvegi 1, gætu í mörgum tilfellum liðið aðeins um 20 mínútur. Í Öræfum er þónokkur byggð og vinsælir ferðamannastaðir innan þessa svæðis. „Auðvitað er maður ekkert rólegur því að þetta er svolítið óvenjulegt og það eru mörg mörg mörg hundruð ár síðan gaus þarna síðast og hvað gerist núna veit maður ekki. Ég vil nú frekar draga úr því og við sjáum hvað setur. Tæknibúnaður og annað er miklu miklu betri heldur en við höfum átt undanfarna áratugi. Þannig að maður leggur allt traust á vísindamennina okkar sem að geta svarað þessu,“ segir Hjálmar.
Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Vísindamenn sendir að Kvíá Enn var töluverð brennisteinslykt úr Kvíá þegar lögreglumenn af Suðurlandi áttu þar leið um í gærkvöldi. 17. nóvember 2017 07:11 Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30 Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54 Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku 18. nóvember 2017 12:15 „Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. 18. nóvember 2017 19:30 Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04 Rýmingaráætlun útfærð með hjálp íbúa við Öræfajökul Í nýlegu hættumati vegna óvissustigsins við jökulinn kemur m.a. fram að aðeins 20 mínútur myndu líða frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og þangað til að flóð væri komið að þjóðvegi 1. 19. nóvember 2017 16:02 Áfram óvissustig vegna Öræfajökuls: Unnið úr sýnum í dag Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra segir að vel sé fylgst með stöðu mála vegna Öræfajökuls. 19. nóvember 2017 11:00 Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Vísindamenn sendir að Kvíá Enn var töluverð brennisteinslykt úr Kvíá þegar lögreglumenn af Suðurlandi áttu þar leið um í gærkvöldi. 17. nóvember 2017 07:11
Óvissustig almannavarna áfram í gildi vegna Öræfajökuls Stöðufundur var haldinn á Veðurstofu Íslands í kvöld til þess að reyna fá skýrari mynd um hvað sé að gerast í Öræfajökli en í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins. Óvissustig almannavarna verður áfram í gildi á meðan staðan er rannsökuð. 18. nóvember 2017 22:30
Sérfræðingar funda vegna Öræfajökuls í kvöld Vísindamenn geta ekki sagt til um með fullri vissu hvað sé að eiga sér stað í Öræfajökli en engin eldri gögn eða mælingar eru til um jarðhræringar á svæðinu. 18. nóvember 2017 18:54
Fljúga yfir Öræfajökul til að kanna aðstæður: „Engar vísbendingar um eldgos“ Sérfræðingar frá Veðurstofu Íslands og Almannavörnum flugu í morgun með þyrlu Landhelgisgæslunnar yfir Öræfajökul til þess að kanna aðstæður en nýr ketill hefur myndast í öskju jökulsins síðastliðna viku 18. nóvember 2017 12:15
„Höfum ekki reynslu af svona atburðum í Öræfajökli“ Í gær kom í ljós nýr sigketill sem segir til um að eldstöðin sé að vakna til lífsins og þá hafa verið nokkrar jarðhræringar á svæðinu. Jarðeðlisfræðingur segir þó ekki ástæðu til þess að álykta að gos sé yfirvofandi. 18. nóvember 2017 19:30
Nýr ketill hefur myndast í öskju Öræfajökuls Nýlegar gervihnattamyndir af Öræfajökli sýna að nýr ketill hefur myndast í öskjunni síðastliðna viku. 17. nóvember 2017 21:04
Rýmingaráætlun útfærð með hjálp íbúa við Öræfajökul Í nýlegu hættumati vegna óvissustigsins við jökulinn kemur m.a. fram að aðeins 20 mínútur myndu líða frá því að eldgos næði til yfirborðs á jöklinum og þangað til að flóð væri komið að þjóðvegi 1. 19. nóvember 2017 16:02
Áfram óvissustig vegna Öræfajökuls: Unnið úr sýnum í dag Hjálmar Björgvinsson deildarstjóri Almannavarna hjá Ríkislögreglustjóra segir að vel sé fylgst með stöðu mála vegna Öræfajökuls. 19. nóvember 2017 11:00