Stöðug spilamennska hjá Ólafíu á lokahring tímabilsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. nóvember 2017 20:00 Ólafía lék á pari vallarins í dag. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið leik á CME Group Tour Championship, lokamóti tímabilsins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Flórída. Ólafía náði sér mun betur á strik en í gær og spilamennska hennar var mjög stöðug í dag. Hún lék á parinu og endaði á samtals fjórum höggum yfir pari. Hún er, þegar þetta er skrifað, í 59.-60. sæti. Ólafía byrjaði á 10. holu, líkt og á fimmtudaginn og laugardaginn. Hún paraði fyrstu tvær holurnar en fékk svo fyrsta skollann á 12. holu. Ólafía svaraði fyrir hann með fugli og þremur pörum áður en hún fékk annan skolla á 17. holu. Hún paraði 18. holuna og var því á einu höggi yfir pari og samtals á fimm höggum yfir pari eftir fyrri níu. Ólafíu gekk illa á seinni níu í gær þar sem hún fékk fjóra skolla. Í dag fékk hún aðeins einn skolla en tvo fugla. Ólafía lék seinni níu holurnar á einu höggi undir pari. Eini skollinn kom á 3. holu en á síðustu sex holunum fékk hún einn fugl og fimm pör. Hún hitti brautina í 13 af 14 skiptum á hringnum í dag, púttaði 29 sinnum á 18 holum og var 11/18 í innáhöggum. Ólafía hefur lokið leik á sínu fyrsta tímabili á LPGA-mótaröðinni. Og hún spilaði nógu vel til að fá annað tímabil á þessari sterkustu mótaröð í heimi. Ólafía endaði í 73. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar og fær því fullan keppnisrétt á næsta ári. Markmiðið að vera í hópi 80 efstu kylfinga náðist og það er það mikilvægasta.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið leik á CME Group Tour Championship, lokamóti tímabilsins á LPGA-mótaröðinni sem fer fram í Flórída. Ólafía náði sér mun betur á strik en í gær og spilamennska hennar var mjög stöðug í dag. Hún lék á parinu og endaði á samtals fjórum höggum yfir pari. Hún er, þegar þetta er skrifað, í 59.-60. sæti. Ólafía byrjaði á 10. holu, líkt og á fimmtudaginn og laugardaginn. Hún paraði fyrstu tvær holurnar en fékk svo fyrsta skollann á 12. holu. Ólafía svaraði fyrir hann með fugli og þremur pörum áður en hún fékk annan skolla á 17. holu. Hún paraði 18. holuna og var því á einu höggi yfir pari og samtals á fimm höggum yfir pari eftir fyrri níu. Ólafíu gekk illa á seinni níu í gær þar sem hún fékk fjóra skolla. Í dag fékk hún aðeins einn skolla en tvo fugla. Ólafía lék seinni níu holurnar á einu höggi undir pari. Eini skollinn kom á 3. holu en á síðustu sex holunum fékk hún einn fugl og fimm pör. Hún hitti brautina í 13 af 14 skiptum á hringnum í dag, púttaði 29 sinnum á 18 holum og var 11/18 í innáhöggum. Ólafía hefur lokið leik á sínu fyrsta tímabili á LPGA-mótaröðinni. Og hún spilaði nógu vel til að fá annað tímabil á þessari sterkustu mótaröð í heimi. Ólafía endaði í 73. sæti peningalista LPGA-mótaraðarinnar og fær því fullan keppnisrétt á næsta ári. Markmiðið að vera í hópi 80 efstu kylfinga náðist og það er það mikilvægasta.
Golf Mest lesið Látnir gista líka á æfingasvæðinu Enski boltinn Haaland klúðraði víti og City tapaði stigum Enski boltinn Stefndi allt í sigur Chelsea en Fulham hafði aðrar hugmyndir Enski boltinn Fengu á sig mark beint úr hornspyrnu eftir að fyrirliðinn var rekinn af velli Enski boltinn Sáu ekki til sólar en unnu samt Enski boltinn „Ég elska NFL deildina en jóladagur er okkar“ Körfubolti Tók „erfiðustu ákvörðun ævinnar“ og fór til Valencia Fótbolti Hafa tvisvar áður mæst: „Gakpo er sem betur fer í mínu liði núna“ Enski boltinn Fimm hlutu dóm fyrir ólætin í Amsterdam Fótbolti Meistarinn gæti þurft að slá út tvo nafna sína á leiðinni í úrslit Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira