Flest bendir til þess að flokkarnir þrír nái að mynda stjórn: „Söguleg tíðindi ef þetta gengur eftir“ Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2017 13:10 Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2 Skjáskot Þau sögulegu tímamót eru framundan í íslenskum stjórnmálum að í fyrsta skipti í sjötíu og þrjú ár fer Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn með sósíalistum, en það gerðist síðast árið 1944, nokkrum mánuðum eftir að Ísland varð sjálfstætt ríki. „Auðvitað eru þetta söguleg tíðindi ef þetta gengur eftir, en við vitum náttúrulega ekki hvort þetta gengur eftir eða ekki.“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands en hann var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2, um stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Ræddu Ólafur og Heimir meðal annars um stjórnarmyndanir á Íslandi fyrr og nú.Merkilegt ef Katrín verður forsætisráðherra„Manni sýnist nú flest benda til þess að þetta ætti að ganga upp. En það yrðu söguleg tíðindi, bæði að þessir flokkar í heild næðu saman í fyrsta skipti síðan 1944. Ekki síður ef Katrín Jakobsdóttir verður forsætisráðherra. Því að frá bara myndun, eða frá því að íslenska flokkakerfið var að verða til á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar að þá náttúrulega datt engum manni það í hug að vinstri sósíalisti, hvort sem það væri úr Sósíalistaflokknum eða Alþýðubandalaginu eða vinstri grænum gæti orðið forsætisráðherra. Þetta var náttúrulega lengi vel sko í tengslum við utanríkismálin, NATO og herinn en líka bara það að menn áttu mjög erfitt með að sjá það fyrir sér að flokkurinn lengst til vinstri gæti fengið forsætisráðherraembættið.“ Ólafur segir þetta tákn um miklar breytingar og nýja tíma eftir umrót alveg frá hruninu. Rifjar hann upp að það hafi þótt stórtíðindi þegar Alþýðubandalagið fékk fyrst fjármálaráðuneytið, þeim hafi ekki einu sinni verið treyst til að sitja fundi utanríkismálanefndar um tíma þrátt fyrir að hafa lagalega rétt á því. Sagði hann því merkilegt ef Katrín yrði næsti forsætisráðherra.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þegar hún kom til formannafundar í Ráðherrabústaðnum í vikunni.vísir/eyþórAndlit ríkisstjórnarinnar„Katrín hefur greinilega mjög mikið vald á því að tala og gera grein fyrir sínu máli, útskýra og þar fram eftir götunum.“ Sagði hann stíl Katrínar mjög ólíkan stíl Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. „Virðist Katrín vera lagin í samstarfi og eiga svona tiltölulega auðvelt með að afla sér trausts. Stundum láta menn eins og það að Katrín og Vinstri grænir vilji fá forsætisráðherraembættið sé bara einhverskonar dæmi um hégómleika. Það er auðvitað mikill misskilningur, vegna þess að það að fá forsætisráðherrann skiptir auðvitað miklu máli.“ Að hans mati mun reyna töluvert á lagni Katrínar í samstarfi. Telur hann að það yrði erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í þessa ríkisstjórn án þess að fá forsætisráðuneytið, miðað við óánægjuna innan flokksins. „Forsætisráðherrann er náttúrulega andlit ríkisstjórnarinnar út á við. Það að hafa hana þarna frekar en Sigurð Inga eða Bjarna gefur þessari stjórn, ef hún kemst á koppinn, svona öðruvísi yfirbragð.“Ríkisstjórn ræður öllu en stjórnarandstaðan enguKatrín hefur lagt áherslu á að þessi stjórn muni reyna að auka gegnsæi í pólitík og í stjórnsýslunni. „Svona heiðarleika kannski. Í rauninni líka hefur hún lagt áherslu á að hún vilji reyna að breyta vinnubrögðum í þinginu þannig að það verði meiri samræða eða samtal á milli stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar, segir Ólafur. „Því að okkar kerfi, ólíkt Skandinavíu, hefur verið þannig að annaðhvort eru menn í stjórn eða stjórnarandstöðu. Ef þú ert í stjórn þá er okkar hefð að þú ræður öllu, ef þú ert í stjórnarandstöðunni ræður þú engu. Það eina sem þú getur gert er að skrækja á ríkisstjórnina.“ Ólafur segir að hefðin sé þannig að stjórnarandstaðan segi alltaf að allt sem stjórnin sé að gera sé steypa, þrátt fyrir að væru þessir flokkar í stjórn væru þeir eflaust að gera það nákvæmlega sama. Í Skandinavíu sé meira samstarf, þvert á flokka og rauðar og bláar blokkir. Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Þau sögulegu tímamót eru framundan í íslenskum stjórnmálum að í fyrsta skipti í sjötíu og þrjú ár fer Sjálfstæðisflokkurinn í ríkisstjórn með sósíalistum, en það gerðist síðast árið 1944, nokkrum mánuðum eftir að Ísland varð sjálfstætt ríki. „Auðvitað eru þetta söguleg tíðindi ef þetta gengur eftir, en við vitum náttúrulega ekki hvort þetta gengur eftir eða ekki.“ segir Ólafur Þ. Harðarson prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands en hann var gestur Heimis Más Péturssonar í Víglínunni á Stöð 2, um stjórnarmyndunarviðræður Vinstri grænna, Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Ræddu Ólafur og Heimir meðal annars um stjórnarmyndanir á Íslandi fyrr og nú.Merkilegt ef Katrín verður forsætisráðherra„Manni sýnist nú flest benda til þess að þetta ætti að ganga upp. En það yrðu söguleg tíðindi, bæði að þessir flokkar í heild næðu saman í fyrsta skipti síðan 1944. Ekki síður ef Katrín Jakobsdóttir verður forsætisráðherra. Því að frá bara myndun, eða frá því að íslenska flokkakerfið var að verða til á þriðja og fjórða áratug síðustu aldar að þá náttúrulega datt engum manni það í hug að vinstri sósíalisti, hvort sem það væri úr Sósíalistaflokknum eða Alþýðubandalaginu eða vinstri grænum gæti orðið forsætisráðherra. Þetta var náttúrulega lengi vel sko í tengslum við utanríkismálin, NATO og herinn en líka bara það að menn áttu mjög erfitt með að sjá það fyrir sér að flokkurinn lengst til vinstri gæti fengið forsætisráðherraembættið.“ Ólafur segir þetta tákn um miklar breytingar og nýja tíma eftir umrót alveg frá hruninu. Rifjar hann upp að það hafi þótt stórtíðindi þegar Alþýðubandalagið fékk fyrst fjármálaráðuneytið, þeim hafi ekki einu sinni verið treyst til að sitja fundi utanríkismálanefndar um tíma þrátt fyrir að hafa lagalega rétt á því. Sagði hann því merkilegt ef Katrín yrði næsti forsætisráðherra.Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, þegar hún kom til formannafundar í Ráðherrabústaðnum í vikunni.vísir/eyþórAndlit ríkisstjórnarinnar„Katrín hefur greinilega mjög mikið vald á því að tala og gera grein fyrir sínu máli, útskýra og þar fram eftir götunum.“ Sagði hann stíl Katrínar mjög ólíkan stíl Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráðherra. „Virðist Katrín vera lagin í samstarfi og eiga svona tiltölulega auðvelt með að afla sér trausts. Stundum láta menn eins og það að Katrín og Vinstri grænir vilji fá forsætisráðherraembættið sé bara einhverskonar dæmi um hégómleika. Það er auðvitað mikill misskilningur, vegna þess að það að fá forsætisráðherrann skiptir auðvitað miklu máli.“ Að hans mati mun reyna töluvert á lagni Katrínar í samstarfi. Telur hann að það yrði erfitt fyrir Vinstri græna að fara inn í þessa ríkisstjórn án þess að fá forsætisráðuneytið, miðað við óánægjuna innan flokksins. „Forsætisráðherrann er náttúrulega andlit ríkisstjórnarinnar út á við. Það að hafa hana þarna frekar en Sigurð Inga eða Bjarna gefur þessari stjórn, ef hún kemst á koppinn, svona öðruvísi yfirbragð.“Ríkisstjórn ræður öllu en stjórnarandstaðan enguKatrín hefur lagt áherslu á að þessi stjórn muni reyna að auka gegnsæi í pólitík og í stjórnsýslunni. „Svona heiðarleika kannski. Í rauninni líka hefur hún lagt áherslu á að hún vilji reyna að breyta vinnubrögðum í þinginu þannig að það verði meiri samræða eða samtal á milli stjórnarinnar og stjórnarandstöðunnar, segir Ólafur. „Því að okkar kerfi, ólíkt Skandinavíu, hefur verið þannig að annaðhvort eru menn í stjórn eða stjórnarandstöðu. Ef þú ert í stjórn þá er okkar hefð að þú ræður öllu, ef þú ert í stjórnarandstöðunni ræður þú engu. Það eina sem þú getur gert er að skrækja á ríkisstjórnina.“ Ólafur segir að hefðin sé þannig að stjórnarandstaðan segi alltaf að allt sem stjórnin sé að gera sé steypa, þrátt fyrir að væru þessir flokkar í stjórn væru þeir eflaust að gera það nákvæmlega sama. Í Skandinavíu sé meira samstarf, þvert á flokka og rauðar og bláar blokkir.
Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Fleiri fréttir Ný öryggisúrræði taki við hjá „hættulegum“ föngum eftir afplánun Munu tryggja aðgengi að kaffistofunni sem er nú bænahús Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Sjá meira