George Bush eldri sakaður um að þukla á túlki Kjartan Kjartansson skrifar 17. nóvember 2017 15:33 Bush eldri virðist hafa lagt það í vana sinn að klípa konur í rassinn ef marka má frásagnir nokkurra kvenna undanfarið. Vísir/AFP Enn ein konan hefur bæst í hóp þeirra sem saka George H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um kynferðislega áreitni. Kona sem vann sem túlkur á Spáni þegar Bush fundaði með þarlendum ráðherra árið 2004 segir Bush hafa þuklað á sér. Atvikið átti sér stað í kringum fund Bush með José Bono Martínez, þáverandi varnarmálaráðherra Spánar, fyrir þrettán árum, að sögn konunnar sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Þegar kom að myndatöku eftir fundinn segir konann að Bush hafi krafist þess að hún væri með á mynd. Það hafi komið henni í opna skjöldu þar sem túlkar haldi sig yfirleitt til hlés við slíkar myndatökur. „Hann greip í rassinn á mér. Í fyrstu hélt ég að það hefði verið óvart en svo gerði hann það aftur,“ segir hún. Gat ekki brugðist viðSjö aðrar konur hafa sakað Bush um svipað framferði, þar á meðal ein sem var sextán ára gömul þegar hún segir að forsetinn fyrrverandi hafi þuklað á sér. Þegar atvikið með túlkinum átti sér stað voru samskipti Spánar og Bandaríkjanna viðkvæm. Ný ríkisstjórn sósíalistans José Luis Zapatero hafði þá dregið spænskar hersveitir frá Írak. BBC segir að fundur Bush og Martínez hafi líklega verið ætlað að reyna að bæta samskipti Zapatero og George W. Bush, sonar Bush eldri, sem þá var forseti Bandaríkjanna. „Ég var meira reið en í uppnámi en ég gat ekki sagt neitt við þessar kringumstæður. Ég man að ég hugsaði á þessum tíma að hann væri að gera þetta vegna þess að hann vissi að ég gæti ekki sagt neitt,“ segir túlkurinn við BBC. Talsmaður Bush hefur ekki svarað ásökunum túlksins en hann hefur fram að þessu sagt að Bush hafi það ekki í sér að valdi nokkurri manneskju skaða. Tengdi hann einhver atvikin við það að Bush hefði verið bundinn við hjólastól síðustu árin. Atvikið með túlkinn og unglingsstúlkuna áttu sér hins vegar stað fyrir þann tíma. Bush var forseti Bandaríkjanna frá 1989 til 1993. Sonur hans George W. Bush gegndi embættinu frá 2001 til 2009. MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kona sakar fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að þukla á sér þegar hún var sextán ára George H.W. Bush er sagður hafa gripið þéttingsfast í rass sextán ára stúlku í Texas fyrir fjórtán árum. 13. nóvember 2017 12:06 Önnur kona sakar Bush eldri um kynferðislega áreitni Önnur kona hefur stigið fram og sakað George H.W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni. 16. nóvember 2017 21:01 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Enn ein konan hefur bæst í hóp þeirra sem saka George H.W. Bush, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, um kynferðislega áreitni. Kona sem vann sem túlkur á Spáni þegar Bush fundaði með þarlendum ráðherra árið 2004 segir Bush hafa þuklað á sér. Atvikið átti sér stað í kringum fund Bush með José Bono Martínez, þáverandi varnarmálaráðherra Spánar, fyrir þrettán árum, að sögn konunnar sem breska ríkisútvarpið BBC ræddi við. Hún vildi ekki koma fram undir nafni. Þegar kom að myndatöku eftir fundinn segir konann að Bush hafi krafist þess að hún væri með á mynd. Það hafi komið henni í opna skjöldu þar sem túlkar haldi sig yfirleitt til hlés við slíkar myndatökur. „Hann greip í rassinn á mér. Í fyrstu hélt ég að það hefði verið óvart en svo gerði hann það aftur,“ segir hún. Gat ekki brugðist viðSjö aðrar konur hafa sakað Bush um svipað framferði, þar á meðal ein sem var sextán ára gömul þegar hún segir að forsetinn fyrrverandi hafi þuklað á sér. Þegar atvikið með túlkinum átti sér stað voru samskipti Spánar og Bandaríkjanna viðkvæm. Ný ríkisstjórn sósíalistans José Luis Zapatero hafði þá dregið spænskar hersveitir frá Írak. BBC segir að fundur Bush og Martínez hafi líklega verið ætlað að reyna að bæta samskipti Zapatero og George W. Bush, sonar Bush eldri, sem þá var forseti Bandaríkjanna. „Ég var meira reið en í uppnámi en ég gat ekki sagt neitt við þessar kringumstæður. Ég man að ég hugsaði á þessum tíma að hann væri að gera þetta vegna þess að hann vissi að ég gæti ekki sagt neitt,“ segir túlkurinn við BBC. Talsmaður Bush hefur ekki svarað ásökunum túlksins en hann hefur fram að þessu sagt að Bush hafi það ekki í sér að valdi nokkurri manneskju skaða. Tengdi hann einhver atvikin við það að Bush hefði verið bundinn við hjólastól síðustu árin. Atvikið með túlkinn og unglingsstúlkuna áttu sér hins vegar stað fyrir þann tíma. Bush var forseti Bandaríkjanna frá 1989 til 1993. Sonur hans George W. Bush gegndi embættinu frá 2001 til 2009.
MeToo Bandaríkin Tengdar fréttir Kona sakar fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að þukla á sér þegar hún var sextán ára George H.W. Bush er sagður hafa gripið þéttingsfast í rass sextán ára stúlku í Texas fyrir fjórtán árum. 13. nóvember 2017 12:06 Önnur kona sakar Bush eldri um kynferðislega áreitni Önnur kona hefur stigið fram og sakað George H.W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni. 16. nóvember 2017 21:01 Mest lesið „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Útgöngubann í borginni í nótt Erlent 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Innlent Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Innlent Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Innlent Grunuð um að setja milljónir af opinberu fé inn á veðmálasíður Innlent Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga Innlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Íslendingar þurfi að huga að forvörnum með auknum gróðri og skógi Fimm forsetar viðstaddir útför Carters Myndasyrpa: Að minnsta kosti tvö þúsund hús brunnin í Los Angeles Spjallaði við hæstaréttardómara rétt fyrir áfrýjun Fyrrverandi fjármálaráðherra Svíþjóðar látinn Skotbardagi við forsetahöll Tjad Líkurnar á að öfgahægrimaður verði kanslari fara vaxandi Þjóðaröryggisráðgjafi Trumps: „Þetta snýst um sjaldgæfa málma, þetta snýst um auðlindir“ „Skóli barnanna er farinn, flestar verslanir og ég veit ekki hversu mörg hús“ Eigandi vefsíðunnar í Pelicot-málinu handtekinn í Frakklandi Banna fjölmiðlum að nota full nöfn og myndir af hermönnum Eldar brenna stjórnlaust um alla Los Angeles Forstjóri OpenAI sakaður um áralangt ofbeldi gegn systur sinni Mette boðar flokksformenn á neyðarfund vegna Grænlands Stjórnlausum eldum fjölgar í LA ESB sektað fyrir að brjóta eigin persónuverndarlög Af hverju langar Trump í Grænland? Sjá meira
Kona sakar fyrrverandi Bandaríkjaforseta um að þukla á sér þegar hún var sextán ára George H.W. Bush er sagður hafa gripið þéttingsfast í rass sextán ára stúlku í Texas fyrir fjórtán árum. 13. nóvember 2017 12:06
Önnur kona sakar Bush eldri um kynferðislega áreitni Önnur kona hefur stigið fram og sakað George H.W. Bush fyrrverandi Bandaríkjaforseta um kynferðislega áreitni. 16. nóvember 2017 21:01