Enski boltinn

Laugardagskvöld væntanlega nýr leiktími í ensku úrvalsdeildinni

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Að minnsta kosti 190 leikir verða sýndir beint þegar nýi sjónvarpssamningurinn tekur gildi.
Að minnsta kosti 190 leikir verða sýndir beint þegar nýi sjónvarpssamningurinn tekur gildi. vísir/getty
Svo gæti farið að leikir í ensku úrvalsdeildinni fari fram á laugardagskvöldum frá og með tímabilinu 2019-20.

Sjónvarpsrétturinn á ensku úrvalsdeildinni fer í útboð fyrir jól.

Að minnsta kosti 22 leikir til viðbótar verða sýndir beint þegar nýi sjónvarpssamingurinn tekur gildi.

Búist er við því að nokkrir þeirra verði á laugardagskvöldum. Einnig verða fleiri leikir í miðri viku sýndir beint.

Nýi sjónvarpssamningurinn mun leysa af samninginn frá 2015. Sky Sports og BT Sport keyptu þá sjónvarpsréttinn fyrir rúmlega fimm milljarða punda.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×