Viðskipti innlent

Friðheimar hljóta nýsköpunarverðlaun Samtaka ferðaþjónustunnar

Daníel Freyr Birkisson skrifar
Forseti Íslands afhendir verðlaunin.
Forseti Íslands afhendir verðlaunin. Samtök ferðaþjónustunnar
Friðheimar í Bláskógabyggð eru handhafi nýsköpunarverðlauna Samtaka ferðaþjónustunnar árið 2017. Þetta kemur fram í tilkynningu samtakanna.

Verðlaunin voru afhent við fjölmenna athöfn á Grand Hótel Reykjavík í gær, fimmtudaginn 16. nóvember. Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson afhenti Friðheimum verðlaunin.

Samtök ferðaþjónustunnar afhenda árlega nýsköpunarverðlaun fyrir athyglisverðar nýjungar og er markmiðið að hveta fyrirtæki innan samtakanna til nýsköpunar og vöruþróunar.

Friðheimar rækta tómata allan ársins hring en tekur einnig á móti gestum og gefur þeim að smakka á afurðunum. Einnig reka Friðheimar veitingastað sem vel er sóttur af ferðamönnum um landið.

Þetta er í fjórtanda sinn sem verðlaunin eru afhent en alls bárust 25 tilnefningar í ár.

Grímur Sæmundsen, formaður Samtaka ferðaþjónustunnar og formaður dómnefndar nýsköpunarverðlaunanna, gerði grein fyrir niðurstöðu dómnefndar. Dómnefndina skipuðu auk Gríms þau Marín Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri viðburðadeildar CP Reykjavík og fulltrúi fyrirtækja innan SAF og Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×