Koch bræður sækjast eftir fjölmiðlasamsteypunni Time Inc. Daníel Freyr Birkisson skrifar 16. nóvember 2017 10:16 Charles og David Koch. Vísir/Getty Charles G. Koch og David H. Koch eru sagðir ætla að styðja tilraun bandaríska fjölmiðlarisans Meredith Corporation til þess að festa kaup á fjölmiðlafyrirtækinu Time Inc. Talið er að þeir bræður séu tilbúnir að reiða fram meira en 500 milljónir dollara til þess að styðja Meredith Corporation í kaupunum á Time. Charles og David Koch eru synir Fred C. Koch sem stofnaði á sínum tíma Koch Industries. Þeir eru eigendur fyrirtækisins í dag sem er metið á yfir 100 milljarða dollara. Þeir bræður eru töluvert umdeildir og eru þekktir fyrir að verja fjármunum sínum í að styðja íhaldsöfl. Það var raunin í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016, en talið er að þeir hafi lagt til rúmlega 720 milljónir dollara til íhaldssinnaðra frambjóðenda og samtaka. Time Inc. er fjölmiðlasamsteypa sem hefur á sínum snærum tímaritin Sports Illustrated, Fortune, People og hið þekkta tímarit Time. Meredith Corporation gefur út tímaritin Family Circle og Better Homes and Gardens. Talið er að fjárhagslegur stuðningur Koch-bræðra muni flýta fyrir kaupum Meredith á Time Inc. Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira
Charles G. Koch og David H. Koch eru sagðir ætla að styðja tilraun bandaríska fjölmiðlarisans Meredith Corporation til þess að festa kaup á fjölmiðlafyrirtækinu Time Inc. Talið er að þeir bræður séu tilbúnir að reiða fram meira en 500 milljónir dollara til þess að styðja Meredith Corporation í kaupunum á Time. Charles og David Koch eru synir Fred C. Koch sem stofnaði á sínum tíma Koch Industries. Þeir eru eigendur fyrirtækisins í dag sem er metið á yfir 100 milljarða dollara. Þeir bræður eru töluvert umdeildir og eru þekktir fyrir að verja fjármunum sínum í að styðja íhaldsöfl. Það var raunin í aðdraganda forsetakosninganna í Bandaríkjunum árið 2016, en talið er að þeir hafi lagt til rúmlega 720 milljónir dollara til íhaldssinnaðra frambjóðenda og samtaka. Time Inc. er fjölmiðlasamsteypa sem hefur á sínum snærum tímaritin Sports Illustrated, Fortune, People og hið þekkta tímarit Time. Meredith Corporation gefur út tímaritin Family Circle og Better Homes and Gardens. Talið er að fjárhagslegur stuðningur Koch-bræðra muni flýta fyrir kaupum Meredith á Time Inc.
Mest lesið Bæði vonbrigði og léttir Viðskipti innlent Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Viðskipti erlent „Þetta kemur eins vel við okkur og hægt er“ Viðskipti innlent Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Neytendur Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Sjá meira