Vefsíður fjölmargra íslenskra fyrirtækja liggja niðri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 16. nóvember 2017 09:44 Heimasíða Exton er meðal þeirra sem liggja niðri sökum bilunar hjá hýsingaraðilanum 1984. Exton er líklega stærsta fyrirtæki landsins þegar kemur að hönnun hljóð-, ljós- og myndlausna. Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. Á heimasíðu 1984, sem ekki liggur niðri, segir að reynt sé að endurheimta það sem hægt sé. „Við munum ekki hætta fyrr en við höfum skýra mynd af stöðu mála og hvernir við getum haldið áfram að þjónusta viðskiptavini okkar. Sumar þjónustur t.d. deildar hýsingar og fyrirtækjaþjónustur munu komast í loftið aftur, það er bara spurning um tíma,“ segir í tilkynningu á heimsíðunni. Eftir því sem Vísir kemst næst eru margir kúnnar áhyggjufullir um síður sínar og hefur gengið illa að ná tali af forsvarsmönnum 1984.Símstöðin okkar var einn þeirra þjóna sem varð illa úti í tortímingunni í gær. Við vinnum að því að nýrri símstöð í gagnið og förum þá að svara í símann aftur.— 1984ehf (@1984ehf) November 16, 2017 Meðal fyrirtækja og félagasamtaka sem hýsa vefsíður sínar hjá 1984 eru Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Exton, Kraftur, MustSee.is, Kop.is, Lumex.is, islenskheimili.is, Skessuhorn og Eiríkur Jónsson. Þá eiga fjölmargir einstaklingar í vandræðum og komast ekki í tölvupóstinn sinn.„Betri saga um öryggi og stöðugleika“ Fram kemur á heimasíðu 1984 að einhverjar þjónustur séu mögulega það skemmdar að þær verði ekki endurheimtar. „FreeDNS þjónustan er virk. Móttaka pósts er einnig virk og verður póstur afhentur um leið og vefþjónustan kemmst í samt horf.“ 1984 ehf var stofnað árið 2006 og í lýsingu á fyrirtækinu á heimasíðu þess kemur fram að það hafi frá stofnun haft fá og skýr markmið. Þau séu þessi. 1. Að bjóða vefhýsingu og tölvupóstþjónustu og sýndarþjóna á verði sem er samkeppnishæft á alþjóðlegum markaði. 2. Að notast ávallt við fyrsta flokks tölvubúnað. 3. Að notast við frjálsan hugbúnað í rekstri okkar kerfa, alls staðar þar sem því verður komið við. 4. Að hafa okkar tölvubúnað á Íslandi, bæði til að auka snerpu og hraða á vefjum og þjónustu okkar íslensku viðskiptavina og til að nota íslenska, vistvæna orku í okkar rekstri. „Þeir sem vit hafa á sjá strax, að fyrstu tvö markmiðin virðast ósamræmanleg, því fyrsta flokks búnaður, eins og 1984 ehf notast við, er sennilega þrefalt eða fjórfalt dýrari en sá búnaður sem nær allir samkeppnisaðilar okkar notast við. Því mætti ætla að við þyrftum að hafa þjónustuna okkar dýrari en aðrir, en svo er ekki. Okkur tekst að hafa okkar þjónustu ódýra með því að spara öll önnur útgjöld en þau sem tengjast kaupum á búnaði og viðhaldi þjónustustigs,“ segir á heimasíðunni. Notast sé við frjálsan hugbúnað, ekki aðeins vegna þess að hann er oftast laus við leyfisgjöld, heldur vegna þess að hann hefur miklu betri sögu um öryggi og stöðugleika en séreignarhugbúnaður. Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Vélbúnaðarbilun hjá 1984, einu stærsta hýsingarfyrirtæki landsins, hefur valdið því að fjölmargar íslenskar vefsíður og póstþjónusta liggur niðri og hefur gert síðan í gær. Á heimasíðu 1984, sem ekki liggur niðri, segir að reynt sé að endurheimta það sem hægt sé. „Við munum ekki hætta fyrr en við höfum skýra mynd af stöðu mála og hvernir við getum haldið áfram að þjónusta viðskiptavini okkar. Sumar þjónustur t.d. deildar hýsingar og fyrirtækjaþjónustur munu komast í loftið aftur, það er bara spurning um tíma,“ segir í tilkynningu á heimsíðunni. Eftir því sem Vísir kemst næst eru margir kúnnar áhyggjufullir um síður sínar og hefur gengið illa að ná tali af forsvarsmönnum 1984.Símstöðin okkar var einn þeirra þjóna sem varð illa úti í tortímingunni í gær. Við vinnum að því að nýrri símstöð í gagnið og förum þá að svara í símann aftur.— 1984ehf (@1984ehf) November 16, 2017 Meðal fyrirtækja og félagasamtaka sem hýsa vefsíður sínar hjá 1984 eru Sjálfstæðisflokkurinn, Píratar, Exton, Kraftur, MustSee.is, Kop.is, Lumex.is, islenskheimili.is, Skessuhorn og Eiríkur Jónsson. Þá eiga fjölmargir einstaklingar í vandræðum og komast ekki í tölvupóstinn sinn.„Betri saga um öryggi og stöðugleika“ Fram kemur á heimasíðu 1984 að einhverjar þjónustur séu mögulega það skemmdar að þær verði ekki endurheimtar. „FreeDNS þjónustan er virk. Móttaka pósts er einnig virk og verður póstur afhentur um leið og vefþjónustan kemmst í samt horf.“ 1984 ehf var stofnað árið 2006 og í lýsingu á fyrirtækinu á heimasíðu þess kemur fram að það hafi frá stofnun haft fá og skýr markmið. Þau séu þessi. 1. Að bjóða vefhýsingu og tölvupóstþjónustu og sýndarþjóna á verði sem er samkeppnishæft á alþjóðlegum markaði. 2. Að notast ávallt við fyrsta flokks tölvubúnað. 3. Að notast við frjálsan hugbúnað í rekstri okkar kerfa, alls staðar þar sem því verður komið við. 4. Að hafa okkar tölvubúnað á Íslandi, bæði til að auka snerpu og hraða á vefjum og þjónustu okkar íslensku viðskiptavina og til að nota íslenska, vistvæna orku í okkar rekstri. „Þeir sem vit hafa á sjá strax, að fyrstu tvö markmiðin virðast ósamræmanleg, því fyrsta flokks búnaður, eins og 1984 ehf notast við, er sennilega þrefalt eða fjórfalt dýrari en sá búnaður sem nær allir samkeppnisaðilar okkar notast við. Því mætti ætla að við þyrftum að hafa þjónustuna okkar dýrari en aðrir, en svo er ekki. Okkur tekst að hafa okkar þjónustu ódýra með því að spara öll önnur útgjöld en þau sem tengjast kaupum á búnaði og viðhaldi þjónustustigs,“ segir á heimasíðunni. Notast sé við frjálsan hugbúnað, ekki aðeins vegna þess að hann er oftast laus við leyfisgjöld, heldur vegna þess að hann hefur miklu betri sögu um öryggi og stöðugleika en séreignarhugbúnaður.
Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira